Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 46
þunga, með innspýtingu í vöðva, 5—10% upplausn í.... Hvað kom honum allt þetta við? Hann var hingað kominn með ljósmóðurtæki. Bókin féll úr höndum hans, hann stirðnaði upp af krampa í leggvöðvunum. Hann var eins og sjóbirtingur, sem dreginn er upp á þurrt land. Hann varð að hugsa sig um. Hann varð að leggjast upp í og láta sér hlýna. Hann mátti ekki snerta nokkurn drykk, sem hon- um væri færður, ekki einu sinni vatn. Ofurlítinn matarsóta. Hann var með eitthvað í töskunni, já, og þar var einnig glas með sal- atolíu. Hann saup á því, tók inn morfín, fleygði sér þyí næst í rúmiS af handahófi og fól sig miskunn hins hæsta. Sólin skaut brennheitum geisl- um sínum upp fyrir sjóndeildar- hringinn. Arbuthnot læknir staulaðist magnþrota út á djrra- svalirnar til að heilsa nýjum degi. Litarháttur hans var eins og á gorkúlu. Aldrei þessu vant hafði furst- inn tekið sér morgungöngu á garðhjallanum úti fyrir. Blár og ilmandi reykurinn úr vindli hans hékk í blækyrru loftinu. „Góðan daginn, Arbuthnot. Góðan daginn, kæri vinur. Hafið þér sofið vel? Nú verður yndis- legt veður 1 dag. Það ser maður af páfuglunum." Fjandinn hirði þig, bannsettur þorparinn, hugsaði hann deyfð- arlega. Svo þú hefur þá gefið henni eitur, eftir öllum sólar- merkjum að dæma. En það var sannarlega lán í óláni, að glasið skyldi af vangá villast inn til mín. Hann bölvaði reyndar í hljóði líðan sinni um nóttina, en heilsan var skárri núna, og viss- an var miklu meira virði. Og í einu hafði þeim slóttuga fursta skjátlazt. Hann hafði ráðið til sín lélegan lækni vitandi vits. En ekki nógu lélegan, þegar allt kom til alls. Hann hafði góðu heilli haft meðferðis bókina stóru og þykku. Furstinn blés reyknum úr vindli sinum makindalega út í kyrrt morgunloftið. „Og hvernig er heilsa minnar heittelskuðu núna, kæri herra Arbuthnot?“ „Satt að segja var ég orðinn býsna áhyggjufullur,“ svaraði Arbuthnot með hægð. „En ég get glatt yður með því, að það er von mín og trú, að heilsa frúar- innar fari batnandi frá og með þessum degi. Mig dreymdi þann- ig í nótt.“ ☆ PALLADÖMAR Framhald af bls. 19. sóknarflokknum á líðandi stund. Telst hann í því efni mun snjallari eftirmanni sín- um í leiðtogasætinu, því að 46 VIKAN 4-tbl- Ólafi Jóhannessyni reynast þung og óþjál sem blautur taðpoki ýmis málefni, er verða Eysteini mjúk og létt. Samt er Eysteinn skammsýnn og rangeygur. Hann svipast raunar um víða, en festir sjaldan nema annað augað á hverju, sem íyrir ber. Þrjózk- an virðist honum eðlislæg, og því er þessi fjölhæfi og gáfaði maður einkennilega ráðríkur og sérlundaður jafnt um smátt sem stórt. Sál hans hefur ver- ið skorinn allt of þröngur stakkur. Hins vegar er Ey- steinn næsta óeigingjarn eða lítillátur í þeim skilningi að neita sér um munað og óhóf, enda man hann æskukjör sín og lætur ekki glepjast af odd- borgaralegu tildri. Heiðarleiki hans er óumdeilanlegur og tryggir honum álit og vin- sældir. Eysteinn hyglir ekki sjálfum sér með neinu, sem honum er trúað fyrir, en hann var naumast upphefð sinni vaxinn, þó að hann hafi dug- að Framsóknarflokknum skást af foringjum hans eftir seinni heimsstyrjöldina. Táknrænt er, að Eysteinn Jónsson mælist oft til þess að áliðnum ævidegi, að alþingi verði í té látin bætt starfsskil- yrði, svo að virðing íslenzkra stjórnmála geti aukizt. Slíkt og þvílíkt sparaði hann löng- um sem fjármálaráðherra, en gerir nú athyglisverðar og tímabærar kröfur til eflingar lýðræði á fslandi. Skylt er að freista þess, ef unnt væri að hefja það til vegs með fjár- munum. Eysteini leggst þetta þungt á hjarta og er vorkunn. Honum finnst víst, að hann hafi legið á liði sínu, þrátt fyrir nokkurt atgervi og mörg tækifæri. Sannleikurinn er líka sá, að hann hefur mun fremur gert hlut íslenzkra stjórnmála of lítinn en þau spillt honum. Lúpus. Hringur soldánsins Framhald af bls. 23. Frændi minn virti mig fyrir sér, með hálflokuð augu. — En Charles, hvenær skrifaði hún þetta? Er það dagsett? Það eru einhveriar krákutær hér efst, en ég get ekki lesið það. — Það er arabiska. Skrifað í febrúar. Hvað finnst þér? Er þetta ekki heimboð? — Að vísu er það heimboð. Fyr- ir tveim mánuðum. Það hefir eitt- hvað skeð, sem hefir fengið hana til að skipta um skoðun. — John Lethman? — Ég efast um að hann gæti fengið hana til að breyta um skoð- anir. — En þú verður að viðurkenna að það sem kom fyrir þig í gær, er ekki beinlínis í samræmi við þetta bréf. — Hún hefir víst aldrei verið sjálfri sér samkvæm. Ég hafði það á tilfinningunni, að eftir að hún var búin að tala við mig, hafði hún svalað forvitni sinni, og vildi svo fá að vera i friði. Eins og ég sagði áðan, leit hún út fyrir að vera ánægð og langt frá því að vera veik. En meðal annarra orða, einu gleymdi ég, það var kottur í herberginu, og ég vissi ekki um það, en mér lá alltaf við svima, og það hlýtur að hafa verið ástæð- an fyrir þeirri tilfinningu hjá mér. — Köttur? Hann settist upp. — Hvað segirðu, köttur? Ég varð upp með mér yfir því að Charles hafði ekki gleymt því ofnæmi sem ég hafði fyrir kött- um. Þá áráttu er ekki hægt að skil- greina. Ofnæmi fyrir köttum er svo furðulegt, að það er eiginlega eng- in skýring á því. Og ég er hrifin af köttum, mér þykir þeir falleg dýr. En ég hefi aldrei getað verið í sama herbergi og köttur. Einu sinni reyndi ég að yfirvinna þetta, og ætlaði að klappa ketti, en ég varð veik. En þetta er eini veik- leiki minn, sem Charles hefir aldrei reynt að stríða mér á, ekki einu sinni þegar við vorum lftil. Ég hló. — Nei, ég hefi ekki unnið bug á þeim veikleika ennþá. Ég veit ekki hvort mér tekzt það nokkurn tíma. Kötturinn kom út undan tjöld- unum og stökk upp í rúmið til hennar, og hún fór strax að strjúka honum. Það getur ekki verið að hann hafi verið þar allan tímann, ég hefði orðið vör við það. Það hljóta að vera einhverjar aðrar dyr inn í herbergið hennar. Ég leit yfir bréfið aftur. — Samson? Er það Samson sem stendur þarna; það er einhver klessa yfir stöfunum. Er Samson nafn á kettinum? — Nei, það er nafn á hundi. Terrier frá Tíbet. Hún fékk hann þegar hún var heima síðast. — Veiztu hvað ég held, Charles? Ef hún hefir gleymt hvað hún skrif- aði í þessu bréfi, þá er hún líka búin að gleyma því núna, að hún sagðist ekki vilja hitta þig. Skilur þú hvað ég á við? Þú gætir sýnt John Lethman bréfið, og fengið viðtal við hana samkvæmt því. - Ef til vill. Charles var eitthvað utan við sig, hann átti í einhverjum erfið- leikum með að kveikja í sígarett- unni sinni. — Hversvegna kemurðu ekki með núna strax? Sýndu honum bréfið og segðu að þú viljir tala við hana í kvöld. Charles, hlust- arðu á mig? Ég held hann hafi ekki gert það, því hann leit yfir sólbjartan dal- inn, yfir umhverfi hallarinnar. — Sjáðu, — þarna! Ég horfði í k ringum mig, og sá loksins það sem hann benti á. Skammt frá höllinni var einhver á ferð. Það var maður, klæddur ar- abaskikkju. Hann féll inn í lands- lagið, brún skikkjan var í sama lit og jörðin. Ef við hefðum ekki bæði verið fjarsýn, þá efast ég um að við hefðum komið auga á hann. Hann var með prik í ann- arri hendinni og bar einskonar poka á bakinu. — Hann lítur út eins og píla- grímur, sagði ég. „Pílagrímurinn" var kominn að bakhlið hallarinnnar. Hann hélt á- fram að horninu, þar sem stein- veggurinn lá upp að klettunum í Adonisgilinu. Það var lítil þyrp- ing trjáa við hornið, og þar hvarf hann. — En hann kemst ekki áfram þarna, þetta er þeim megin sem svefnherbergi mitt var, og þar var kletturinn snarbrattur, alveg niður að ánni. — Hann á greinilega stefnumót við einhvern, sagði Charles. Ég reyndi að píra augunum í birtuna. Þá kom ég auga á Arab- ann aftur. Hann stóð á milli trjánna og var að tala við annan mann, sem var i evrópuklaeðnaði. — Er þetta John Lethman? spurði Charles. ' — Jú, það hlýtur að vera. En er ekki annar maður þarna? — Jú, það er annar Arabi. — Þá hlýtur það að vera Jass- im. Ég hnyklaði brúnirnar. — Ég skil þetta ekki. Hafa þeir beðið þarna allan þennan tíma. Við hefð- um örugglega séð þá, ef þeir hefðu komið frá aðaldyrunum. — Það er greinilegt að það er líka inngangur þarna megin, ein- hversstaðar bak við trén. — Vöruinngangur? Sjáðu, hann skilur pokann eftir. Nú fer hann. Það var eitthvað undarlega draumkennt við þetta atvik. Menn- irnir þrír stóðu þarna allir hjá trján- um við múrinn, og eftir andartak sneri Arabinn við, en hinir tveir hurfu inn á milli trjánna. Það hlaut að vera inngangur þarna. — Ef ég á að segja satt, þá lang- ar mig ekki til að fara þangað aftur. Geturðu ekki hjálpað mér yfir ána? — Nei, vina mín, það get ég ekki. Það er greinilega vilji Allah að þú farir aftur til hallarinnar, og í þetta sinn er ég á sama máli og Allah. Þú ferð þangað, og ég líka. — Ætlar þú að sýna John Leth- man bréfið? — Nei, þú átt að koma mér inn. Ég stóð snögglega á fætur. — Ef þú átt við það sem ég held ....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.