Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 23
varð úr að ég aetla að fara þang- að seinna. En hver fjandinn hljóp í þig, Christy, að stelast þetta á undan mér? — Eiginlega var þetta ekki á- setningur minn, en þegar við vor- um komin nálægt höllinni, þá . . . Mér datt auðvitað aldrei í hug, að hún myndi neita að taka á móti þér. Líttu þarna niður eftir, þar geturðu séð höllina. Hún er svo sem nógu glæsileg til að sjá, en þegar maður kemur nær, þá fer það ekki milli mála að hún er öll að hrynja. Við sáum greinilega höllina aft- an frá. — Sérðu ekki græna garðinn og tjörnina. Það er kvennabúrið, þar sem ég gisti i nótt. Svo sagði ég honum frá öllu sem hafði skeð, meðan á veru minni í höllinni stóð. Hann hlustaði á mig, án þess að taka fram í. Síðan leit hann hvasst á mig. — Ja, þvílíkur reifari! En þetta er nú samt flóknara en þig grun- ar. — Hvað áttu við? — Hafðir þú það á tilfinning- unni að hún væri andlega heil- brigð? Ég hefi oft lesið um allskonar undarleg fy ri rbrigði; fjöll sem hverfa sjónum manna, og þar fram eftir götunum. Og það var eitthvað því líkt, sem kom fyrir mig á þessu augna- bliki. Þarna sat frændi minn, sem ég hafði þekkt í tuttugu og tvö ár. En núna, einmitt á þessu augna- bliki, var eins og ég hefði aldrei veitt honum athygli, eins og ég hefði aldrei fyrr séð þessi gráu augu, þykka hárið, spékoppinn og fallega lagaðar varir hans, kímn- ina í greindarlegum augunum. — Hvað er að þér? sagði hann. — Ekkert. Hvað varstu að segja? — Ég spurði hvort þú hefðir haft það á tilfinningunni að Harriet frænka væri andlega heilbrigð? — Já, ég gat ekki séð annað. Hún var auðvitað svolítið skrítin, ósköp sóðaleg og hrum, en ég gat ekki séð annað á augum hennar en að hún væri með fullu ráði. Hann kinkaði kolli. — Ég átti við það. — Hefirðu heyrt eitthvað nýtt? — Já, það má segja það. Ég hringdi heim í fyrrakvöld, og þá sagði mamma að þau hefðu feng- ið bréf frá henni. Það kom fyrir hálfum mánuði, þegar ég var í Norður-Afríku. Mamma sagði að þau hefðu sent mér bréfið og það biði min hjá Cooks-skrifstofunni í Beirut. Hann stakk hendinni niður í vasann og dró upp bréf, sem hann rétti mér. — Lestu þetta og sjáðu hvað hún segir, hvort þér finnst hún vera með réttu ráði. Ég tók við bréfinu. Skriftin var fíngerð og greinilega skrifuð með skjálfandi hendi, en fullkomlega læsileg. Kæri bróðursonur minn! I fyrri mánuði fékk ég bréf frá vini og samstarfsmanni mannsins míns sáluga, Humphrey Ford. Hann segist hafa heyrt að Charles sonur þinn ætlaði í langt ferðalag, meðal annars til Sýrlands, núna í ár. Ef hann vill heimsækja mig, þætti mér gaman að því að hitta hann. Eins og þú veizt er ég ekki hrifin af uppeldi unga fólksins nú á dög- um, og ég veit að sonur þinn er það sem móðir mín sæl hefði kall- að villing, en ég veit líka að hann er greindur piltur, og ég hefði ánægju af að hitta hann. Hér gæti verið margt fyrir hann að skoða, margt athyglisvert um siði Austur- landabúa. Mér líður vel hér, hefi fátt þjón- ustufólk, en maður frá þorpinu ann- ast hundana fyrir mig. Samson er ekki hrifinn af lækninum. Charles litli man liklega eftir Samson. Fg bið líka að heilsa hinum bróðursyni mínum og konu hans. Litla stúlkan þeirra er nú liklega vaxin úr grasi, en hún var það lík frænda sínum að hún getur varla talizt lagleg. Þín einlæg frænka Harriet Boyd. Ég las bréfið tvisvar, og ég hlýt að hafa verið furðuleg á svipinn. Pramhald á bls. 46 4-tw. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.