Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 20
Ég sá glitta í sundurrifiS, blóðugt andlit Neils Moss. Vaðurinn hafði slitnað, er hann seig í hin þrjátíu og tveggja metra djúpu göng Peak Cavern- hellisins. Og nú var Neil tepptur í hættulegustu hellisgryfju Evrópu. Ron Peters kom reipi utan um Moss, þó ekki án þess að handleggsbrjóta hann. Neil Moss hafði rcynt að komast nið- ur um „reykháf Satans“. En honum mistókst eins og öðrum, sem það höfðu reynt. uðum niðri í Castleton. Ég er kominn til að ná þér lausum! Hann gat hreyft höfuðið að- eins sem nam nokkrum þumlung- um, en rak þá ennið í bergvegg- inn. Hann gretti sig af sársauka. Hæ, Ron, hvíslaði hann hás. - Hugsaðu ekki uin mig. Þú nærð mér aldrei héðan. Ég er búinn að vera. Get ekki hreyft mig. Og kolsýran, hún . . . hún er hættuleg. - Ég hef séð fyrir súrefni. En nú verðum við að koma reip- inu því arna utan um þig, svo að hægt sé að draga þig upp. Skil- urðu? — É’g get ekki hreyft hand- leggina. Þeir eru klemmdir fast- ir. Og reipið kemst ekki.... -—• Ég verð að koma því, Neil. Það er okkar eini möguleiki. Ég kraflaði mig áfram, senti- meter eftir sentimeter. Súrefnis- Ron? spurði rödd í litla hátalar- anum sem hékk í línu á bak við mig. — Hefurðu það af? Ég þreifaði eftir míkrófónin- um sem ég hafði um hálsinn. —- Ég kem upp, hvíslaði ég. Ég fór að mjaka mér aftur á bak eftir göngunum, sem Neil hafði hrapað í, og eru þarna ekki nema fjörutíu sentimetra víð. Mig sársveið í lungun og hjart- að ólmaðist. Ég hafði verið rúm- lega tuttugu mínútur að ná til Moss, en nú þarfnaðist ég hálf- tíma til að komast upp. Mennirnir uppi þrifu um axl- ir mér og drógu mig frá gangna- munnanum, sem hellarannsakar- ar Englands kalla „reykháf and- skotans“. Einhver setti súrefnis- grímu fyrir andlit mér og hvatti mig til að anda djúpt. Smátt og smátt fóru hugsanir mínar að skýrast. — Við verðum að brjóta á honum handlegginn, annars ná- um við honum aldrei upp, sagði ég við John Carter, sem stóð við hlið mér. Carter var læknir við flug- deildina í Harpur Hill og hafði verið kallaður á staðinn jafn- skjótt og slvsið varð. — Ég hef morfín með mér, sagði Carter. — Ég skal reyna að komast niður og gefa Moss sprautu. Og hana sterka, svo að hann finni ekki til. Fái hann ríf- legan skammt, þá sofnar hann. Gætir bú þá brotið á honum handlegginn og komið svo reip- inu utan um hann? Hann lifir ekki lengi í viðbót þarna niðri. — Ég skal reyna, sagði ég. Tuttugu mínútum síðar var Carter læknir kominn upp aftur. Á meðan lá ég á syllu og reyndi að róa mig. Ég er prentari að REYKHÁFUR SATANS Handleggsbrjóttu hann, sagði ég við sjálfan mig. Þú verður að gera það, annars nærðu reipinu aldrei utan um hann. Neil Moss sat blýfastur í skrúfstykki úr granít, og lækn- arnir uppi sögðu að hann gæti ekki lifað nema í hæsta lagi tvo tíma í viðbót. í skini ennislampans virti ég fyrir mér þennan kraftalega vaxna mann, sem klemmzt hafði svo fastur í þröngri glufunni að hann naumast gat hreyft fingur. Fætur hans sneru að mér, og ég sá grilla í blóðugt, sundurrifið andlit hans. Hann hafði þegar setið þarna fastur í næstum sól- arhring, í kolamyrkri og ísköld- um raka. — Neil, sagði ég og hreyfði við fæti hans. Svo skreið ég nær unz ég gat snert brjóstkassa hans. — Neil, þetta er Ron Peters. Við hittumst fyrir nokkrum mán- skorturinn og kolsýran drógu úr mér mátt, þótt svo að björgunar- mennirnir uppi dældu stöðugt súrefni niður í gegnum þykku loftslönguna, hverrar endi var rétt fyrir aftan mig. Ég greip þéttu taki um vinstri handlegg hans með hægri hendi. Geturðu ekki hreyft hand- legginn svolítið? spurði ég. Bara svo að ég komi reipinu á milli? Hann neitaði með vott af höf- uðhristingi. — Það gengur ekki, stundi hann. Þá var bara eitt ráð eftir. Ég varð að handleggsbrjóta hann. Allt í einu snarversnaði líðan mín og mér lá við yfirliði. Kol- sýran var rnér skæð. Ég gat ekki haldið höfði og mér fannst ég vera að sofna. Ég beit saman tönnum, reyndi að hugsa skýrt. Ég varð að fara upp! Annars yrði ég sjálfur til hér niðri. — Hvernig er það með þig, 20 VIKAN 4-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.