Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 24
HIN SVARTA FEGÖRD Löngum virðist smekkur manna í flestum löndum hafa gengið út á að fólk væri þeim mun meira augnagaman sem það væri Ijósara yfirlitum. I íslenzkum fornsög- um er talað um „svarta menn og Ijóta" og andstæðingar negra hafa ekki einungis verið þeirrar skoðunar að þeir væru öðrum mönnum heimskari, heldur og Ijótari. Letta hefur ekki einungis verið meining hvítra manna, heldur og negranna sjálfra. En tlmarnir breytast: Afríka er crðin sjálfstæð, allavega á yfirborðinu, og í Banda- ríkjunum magnast réttindasamtök blökkumanna með hverju ári. Eitt af því sem þau samtök hafa lagt mesta áherzlu á er að fá blökkumenn til að verða stolta af kyn- þætti sínum, í stað þess að skammast sín fyrir hann, eins og þeir hafa gert til þessa. Þessi viðleitni á sér auðvitað margar stórhlægilegar og neikvæðar hliðar, eins og raunin er um allan þjóðernis- og kynþáttarembing, en einnig fylgir þessu áreið- anlega margt gott fyrir negrana. Það er með þá eins og aðra, frumskilyrðið til að eitthvað verði úr þeim er að þeir beri sjálfir virðingu fyrir sjálfum sér. „Black beauty", svört fegurð, er eitt af kjörorðum bandarískra blökkumanna í rétt- indabaráttu þeirra. Þeir leggja áherzlu á að það séu blökkumenn, sem séu öðru fólki fegurri og glæsilegri. Þetta hefur þegar haft þau áhrif, að vestan hafs og víðar er svört fegurð að komast í tízku; það er sóst eftir negrastúlkum sem fatamódelum, Ijósmyndafyrirsætum og svo framvegis. Hér fylgja með fáeinar myndir til dæmis um það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.