Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 11
SænskættaSi Bandaríkja-
maðurinn Charles Augustus
Lindbergh er efalaust
frægasti flugkappi allra tíma.
Langmestrar frægðar aflaði
honum flug hans yfir
Atlantshaf, án viðkomu milli
New York og Parísar. Líf
hans var hetjusaga sem
minnir á fleiri slíkar úr forn-
öld - en harmleikur jafnframt.
STÖKKIÐ EINA
OG MIKLA
Undanfarið liefur Vikan
birt greinar um fjóra menn,
sem unnu sérstæð og merki-
leg afrek með lífið að veði.
Þrir þeirra voru Bretar, sá
fjórði finskættaður Svíi. Sá
sem f jallað verður um í þess-
ari grein var einnig af sænsk-
um ættum, að vísu fæddur í
Bandaríkjunum og borgari
]>ess lands.
Nafn þessa afreksmanns
rifjaðist upp fvrir mönnum
á ný nú fyrir skemmstu, er
liann lenti í flugslysi á Fil-
ippseyjum, að vísu án alvar-
legra afleiðinga fyrir sjálfan
Iiann. Hann er sem sagt ekki
ennþá búinn að leggja upp
laupana, þótt kominn sé hátt
á sjötugsaldur, fæddur 1902
í Detroit. Hann ólst einkum
upp í Little Falls, Minnesota,
og í Washington, en faðir
hans sat á Bandaríkjaþingi í
tíu ár.
Charles Augustus Lind-
bergli, eins og hann hét fullu
nafni, féklc þegar á unga
aldri gífurlegan áhuga á flugi
og helgaði því síðan alla
krafta sína; um hann hefur
verið sagt að hann hafi hlot-
ið mesta frægð en verið sízt
skilinn allra flugkappa. Hann
stundaði nám í ýmsum flug-
skólum og fékk um síðir
fjárstuðning frá nokkrum
kaupliöldum í St. Louis til að
taka þátt í keppni um tutt-
ugu og fimrn þúsund dollara
verðlaun, sem boðin höfðu
verið hverjum þeim er fyrst-
ur gæti flogið frá New York
til Parísar, án þess að nema
staðar á leiðinni. Lindbergli
flaug þessa leið á þrjátiu og
þremur og hálfri klukku-
stund i eins manns flugvél
af Ryan-gerð, er hann skírði
„Spirit of St. Louis“, eða
Heilagshlöðvésanda, sjálfsagt
til heiðurs bissníssmönnun-
um sem kostuðu fyrirtækið.
Þetta gerði hann dagana tutt-
ugasta til tutlugasta og fyrsta
maí 1927. Síðan tókst liann
á liendur marga flugleið-
angra í Evrópu og Ameríku.
í Mexíkó kynntist I.ind-
hergh Anne Morrow, dóttur
bandaríska ambassadorsins
þar, og gengu þau í lijóna-
band. Um hríð blasti gæfan
við þeim; þau flugu samari
til margra landa heims og
Lindbergh var háttsettur
ráðunautur hjá helztu flug-
félögum lands síns. En í
marz 1932 átti sér stað sá
hryllilegi atburður að tveggja
ára syni Lindberghs, sem hét
Charles Augustus eftir föður
sínum, var rænt frá heimili
þeirra hjóna nálægt Hope-
well í New Jersey, og hann
siðan myrtur. Vegna frægð-
ar Lindberghs varð þessi
glæpur sá frægasti allan
þann áratug, og eitt helzta
efni hlaðanna til ársins 1936,
er mannaumingi að nafni
Bruno Richard Hauptmann
var sekur fundinn um barns-
ránið og morðið og tekinn af
lífi. Margir eru þó til þessa
dags í vafa um hvort Haupt-
mann hafi verið sá seki eða
allavega einn í ráðum.
í upphafi fyrra stríðs
komst það í hámæli að Lind-
bergh væri nasisti eða að
minnsta kosti fullvinveittur
því fólki. Það mun hafa ver-
ið rógur. en liins vegar var
rétt að hann mælti með því
að Bandarikin héldu sig ut-
an stríðsins; taldi að þau
ættu þangað elckert erindi.
4. tbi. viiCAN 11