Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 47
— Uss, hlustaðu á mlg. Ég ætla
mér að komast þarna inn, og. sjá
með eigin augum það sem þar er
að gerast, og ég ætla ekki að
byggja neitt á John Lethman. Þetta
flóð í ánni kom eins og kallað.
Það er engum vafa bundið að
þetta er vilji Allah. Þitt hlutverk
verður ákaflega einfalt. Þú ferð
aftur til hallarinnar og segir þeim
að þú hafir ekki komist yfir ána.
Ekki bílstjórinn þinn heldur. Þú
segir að þið hafið bæði gengið
up með ánni, til að finna hentugt
vað, en ekki fundið það. Svo seg-
ir þú að þú hafir sagt bílstjóran-
um að aka aftur til Beirut, og sækja
þig ekki fyrr en á morgun. Þú
segir líka að þú hafir beðið bíl-
stjórann að hafa samband við
Charles frænda þinn og segja hon-
um að þú munir hitta hann á
Phoenicia hótslinu á morgun.
— —En Charles. . . .
— Svona, farðu nú aftur til hall-
arinnar. Þú hefir nú dagsbirtuna,
svo það er ekkert að óttast, Reyndu
svo að finna bakdyrnar.
— Er þér alvara? Ætlar þú virki-
lega að reyna að komast inn án
leyfis?
— Þvi ekki það? Ef þú finnur
dyrnar, lætur þú þær standa opn-
ar, og svo kemur Múhameð til
f jallsins.
— En ef þú finnur þær ekki?
— Eru engir gluggar þar?
— Jú, en það eru járngrindur
fyrir þeim.
— Heldurðu ekki að aitthvað af
þvf járni sé farið að ryðga?
— Það getur verið, en glugg-
arnir eru hátt upp á vegg, og . . .
— Ég get klifrað. Mig hefir líka
alltaf langað til að klifra inn i
kvennabúr.
— Hvað ætlar þú svo að gera,
þegar þú ert kominn inn? Og ef
þau komast að því?
— Ég tek þá áhættu. Aðalatrið-
ið er að ég geti hitt Harriet frænku.
Ég hætti auðvitað öllum mót-
mælum, því að ég vissi að hann
hafði alltaf sitt fram.
— Þá liggur þetta Ijóst fyrir.
Hann stóð upp, og var nú ákveð-
inn á svip. — Nú fer ég aftur
yfir ána, og ef þau hafa gát á mér,
þá sé ég til þess að þau fylgist
með mér í áttina til borgarinnar.
Ég kem svo aftur um ellefuleytið
og bíð eftir þér. Ef þú ert ekki
búin að opna einhverja inngöngu-
leið, þá krafsa ég í vegginn und-
ir glugganum, og ef allt er í lagi,
þá hengir þú vasaklút, eða ein-
hvern Ijósan hlut út um glugg-
ann. Ég kýs heldur leiðina inn um
gluggann, ef hundarnir skyldu
vera lausir.
Þetta fór allt eftir óskum hans.
Mér fannst það vera eiginlega allt
of auðvelt.
Ef John Lethman hefir verið ergi-
legur yfir því að losna ekki við
mig, þá leyndi hann því vel.
— Það er greinilegt að þér
verðið að vera hér í nótt, það er
ekki ( annað hús að venda, sagði
hann. — Fóruð þér virkilega upp
með allri ánni?
— Já, alveg að upptökunum.
Bílstjórinn hélt að hann gæti hjálp-
að mér yfir þarna fyrir ofan, en
ég þorði ekki að hætta á það.
— Ok hann svo til Beirut?
Ég kinkaði kolli.
— Ég bað hann oð skila kveðju
til Charlesar frænda míns og segja
honum að það væri tilgangslaust
fyrir hann að koma hingað, þar
sem Harriet frænka vildi ekki hitta
hann. Ætlið þér að segja henni
að ég sé komin aftur?
— Ég veit ekki. Getum við ekki
beðið með að ákveða það, þang-
að til hún vaknar. Fylgið mér inn
í lystigarðinn, ungfrú Mansel, þér
komið rétt mátulega í hádegisverð-
inn.
Nokkrum mínútum eftir að hann
hafði fylgt mér inn í garðinn, kom
Halide með bakka, dúkaðan handa
tveimur. Hún setti bakkann frá sér
á borðið, með töluverðum hávaða,
leit illilega á John Lethman og jós
úr sér einhverjum ósköpum af
arabískum orðaflaumi.
Hann virtist gefa henni einhverja
skýrinqu, til að róa hanæ Hún
þagnaði og fór.
Hádegisverðurinn var allra nota-
legasta máltíð, og ég átti ekki í
neinum erfiðleikum með að láta
hann tala um ópersónulega hluti.
Ég hafði engan áhuga á að tala
um Harriet frænku, eða að fá hann
til að útvega mér samtal við hana,
enda var hann ábyggilega ekki
þess sinnis.
Strax, þegar við höfðum lokið
máltíðinni, stóð hann upp, og bað
miq að hafa sig afsakaðan. Ég var
ekki lengi að samsinna því, og
spurði hvort ég mætti ekki skoða
mig um. Hann sagði að mér væri
heimilt að fara um allt, nema álmu
prinsins. Ég hafði heldur ekki
nokkurn áhuga á að hitta Harriet
frænku þessa stundina.
Þegar hann var farinn. tók ég
nokkrar sessur, og kom mér fyrir
við tjörnina.
Það var mjög hljótt og blæja-
logn. Trjálaufið bærðizt ekki og
vatnsflöturinn var eins oq spegill,
blómkrónurnar héngu niður í hit-
anum. Ég sofnaði.
Klukkutíma síðar vaknaði ég,
reis upp af sessunum og fór á
flakk.
Það voru svo margir hringstigar,
mjóir gangar, herbergjasamstæð-
ur og smákompur, og allt var þetta
mjög óhrjálegt og óhreint. svo að
ég ruglaðist algerlega, vissi ekki
hvar ég var. Af hendingu kom ég
inn í tvö herbergi á neðri hæð,
sem greinilega höfðu verið notuð
sem fangaklefar, því að það voru
járnrimlar fyrir gluggunum.
Eftir tveggja klukkutlma ráp um
höllina, var ég orðin mjög óhrein,
því allsstaðar var ryk og óhrein-
indi, en hvergi fann ég nokkrar
dyr, sem gátu litið út fyrir að
vera bakdyrainngangur, en ég hafði
rekið mig á margar læstar dyr.
Allsstaðar voru stigaþrep, sem
lágu frá einni hæðinni á aðra, en
alltaf ýmist upp eða niður. Lengsti
stiginn var tólf þrep, og lá upp á
einskonar svalir, sem lágu kringum
stóran sal, þar sem bergmálið end-
urómaði minnsta hljóð. Vafnings-
viður óx upp með glerlausum
gluggagrindum á þrjá vegu, en ein
hliðin lá að dimmum gangi.
Ég nam staðar, þegar ég heyrði
hurð opnast einhversstaðar í hús-
inu, það var merki þess að hvíld-
artíminn var á enda, þessar hræð-
ur, sem þarna voru, voru greini-
lega að vakna af hádegisblundin-
um.
Ég heyrði létt skref og sá ein-
hverju skarlatsrauðu bregða fyrir.
Halide nam staðar í dyragætt og
talaði í lágum hlióðum við ein-
hvern, sem ennþá var inni í her-
berginu. Hún var nú glæsilega bú-
in, í rauðri treyju og grænu pilsi,
og hún var að hagræða gylltri
blæju.
Það var rödd Johns Lethman sem
svaraði innan úr herberginu, og á
næsta augnabliki kom hann fram
í dyragættina. Hann var klæddur
arabakufli úr hvítu silki og leit út
fyrir að vera nývaknaður.
Stúlkan hló, og hann vafði hana
að sér, tuldraði eitthvað með var-
irnar við hár hennar.
A næsta augnabliki heyrðist á-
köf hringing, það var bjallan í
salarkynnum prinsins. Og síðan
heyrðist hundgá.
En Halide hljóp ekki til að sinna
þessari hringingu strax. Þau stóðu
ennþá í faðmlögum. Halide sagði
eitthvað við Lethman og hló hátt.
Svo ýtti maðurinn stúlkunni frá sér,
en hún strauk hárlokk frá enni
hans, kyssti hann og fór, án þess
að hafa hraða á.
Halide var með hring Harriet
frænku á fingrinum!
Það var ekki vafamál. Þegar hún
lyfti hendinni til að strjúka hár
Lethmans, glitraði á hringinn.
John Lethman gekk aftur inn í
herbergið og lokaði á eftir sér.
Ég beið í nokkrar mínútur, en
svo læddist ég aftur að kvenna-
búrsálmunni. .
Framhald í næsta blaði.
NÝTT FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ 6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ
STIGLAUSRI STILLINGU OG 2 H RAÐSUÐU H ELLU R, STÓRUM
STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu
og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element
(grill), stór hitaskúffa, Ijós ! ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ OÐINSTORG - SIMI 10322
«. tbi. VIKAN 47