Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 3
4. tölublað - 22. janúar 1970 - 32. árgangur Vikan hefur áður birt greinar um kunna iandkönnuði eins og Livingstone, Stanley og fleiri. í þessum sama flokki er í þessu blaði fjallað um mesta flugafrek allra tíma, afrek, sem jafnað er við tunglför Bandaríkjanna á siðasta ári. Hér er vitanlega átt við hina frækilegu ferð Lindberghs yfir Atlantshafið. ,,Það kom ekki oft fyrir, að furstinn keypti eitt eintak af nokkrum hlut. Af Rolls Royce-bifreiðum keypti hann jafnvel stundum hálfa tylft i einu. Þetta var litill maður og gildvaxinn, úteygur og augun brún, en fingurnir stuttir og gildir". Þannig hefst smásaga þessa blaðs, sem nefnist „Furstaynjan" og er eftir T. H. White. Tékkneski langhlauparinn Emil Zatopek er einn frægasti og vinsælasti íþróttamaður allra alda. Á Olympíuleikunum í Helsingfors 1952 vann hann þrenn gull- verðlaun og varð sannkallað goð meðal þjóðar sinnar. En nú hafa stjórnarvöldin for- dæmt hann vegna andstöðu hans við innrásina í ágúst 1968. Það birtist grein um hann í þessu blaði. í ÞESSARI VIKU I NÆSTU VIKU Ný framhaldssaga hefst í næsta blaði og nefnist hún „Frú Robinson" og er eftir Charles Webb. Sagan hefur verið kvikmynduð og verður myndin sýnd í Tónabíói skömmu eftir að sögunni lýkur hér í Vikunni. Myndin hefur hlotið óvenjulega góða dóma og var meðal annars valin ein af tíu beztu myndum þessa áratugs. Sögur Jacks London njóta vinsælda um heim allan. Þær hafa til dæmis komið út hér á landi undanfarin ár og verið mikið lesnar, enda spennandi og ævintýralegar. En ævintýralegust er þó sagan af lífi hans sjálfs. I næstu Viku birtum við eina af smásögum Jacks Londons og einnig hefst þá greinarflokkur um ótrúlega viðburðaríkt líf þessa snjalla ameriska höfundar. Gömlu húsin í Reykjavík hverfa óðum og mörg þeirra eiga sér merka sögu. Enn eru þó sögufrægar byggingar viða í bænum og í næsta blaði bregðum við upp myndum af nokkrum þeirra. Við fengum Þorstein Gunnarsson, arkitekt og leikara, til þess að aka með okkur um bæinn og benda okkur á ýmis merkileg hús, sem ekki mega hverfa. FORSÍÐAN Hin svarta fegurð nefnist grein, sem við birtum á blaðsiðum 24—27 og forsíðan er af einum fulltrúa hennar: prinsessa frá Uganda. í FULLRI ALVÖRU HÆTTAN VOFIR YFIR Eiturlyfjanautn fer ört vaxandi með flestum þjóðum og er nú tvímælalaust eitt alvarlegasta vandamál heims. Sérstaklega beinist athyglin að unga fólkinu og hinum nýju lyfum, marijúana og LSD. Fyrir nokkru var sagt hér í blaðinu frá norskri kvikmynd um þetta vandamál, sem vakti menn til verðugrar umhugsunar um þann skelfi- lega vágest, sem hér er á ferðinni. Margir höfðu vonað í lengstu lög, að íslenzk æska sneiddi hjá þessu uggvænlega tízkufyrirbrigði. En það er nú komið á daginn, sérstaklega eftir viðtal sem birtist hér í Vikunni nýlega, að hættan vofir yfir okkur og getur breiðzt út, ef ekki verður eitthvað aðgert í tíma. Sú skoðun er nokkuð útbreidd um heim aII- an, og eru jafnvel visindamenn bornir fyrir henni, að marijúana sé hættulaust og engin hætta á, að menn venjist á notkun þess. Þvert á móti eiga menn að læra að þekkja sjálfan sig með aðstoð þess og losna úr þvingandi fjötr- um vanans. I desemberhefti Urvals birtist grein eftir Karl Evang, sem er formaður heilbrigðis- eftirlitsins í Noregi og nýtur mikils álits, bæði heima fyrir og erlendis. Hann hefur starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna og verið formaður nefnda, sem rannsakað hafa eiturlyfjamál. Hann segir meðal annars um áðurnefndar staðhæfing- ar: „Allar þessar fullyrðingar, sem settar eru fram á mismunandi hátt af eiturlyfjasölumönnum, hafa ekki við rök að styðjast samkvæmt vís- indalegum athugunum. Sú fullyrðing, að marijú- ana sé hættulaust er bein lygi. Marijúana er hættulegt nautnalyf, sem gerir menn háða sér á stuttum tíma og er mjög auðvelt að útbreiða það. Lyfin marijúana og haschisch myndu eyði- leggja allt samlíf og leggja atvinnuvegi Norð- urlanda í rúst, ef þessi eiturlyf væru notuð í sama mæli og tóbak og vín í þessum löndum". G.Gr. VIKAN Útgefandi: Hilmir bf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamcnn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensína Karls- dóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreif. lng: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. Áskriftargjaldlð grciðist fyrlr- fram. Gjaldd. eru: Nóvember, febrúar, mai og ágúst. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.