Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 48
Húsid med
iárnhlidunum
Framhaldssaga eftir Elisabeth Oglivie - Niöuriag
— En hvað um Stephen Fara-
day? spurði ég. — Hvað verður
um hann? Það er svo sannarlega
morð. Geturðu ekki skilið það?
— Hvaða Stephen? Ég veit
ekki hvað þú ert að tala um. Það
voru mistök að hleypa ókunnug-
um hingað. Það sagði ég strax í
upphafi, en hann vildi ekki
hlusta á mig. Hann vill vera
voldugur, hann.... Hann er
e°ðveikur. Ég kemst ekki héðan.
En þú gerir það. Hlauptu! Hik-
aðu ekki lengur! í guðanna bæn-
um, notaðu þetta gullna tæki-
færi!
Tim skildi ekkert af því sem
fram fór, sem ekki var von. Hann
brast í grát, tók utan um fætur
mína og bað mig um að fara
ekki frá sér.
Roberts reyndi að losa hann.
Hann var löðrandi í svita.
— Hugsaðu ekki um hann.
Hann heyrir ekki þínu lífi til.
Farðu og reyndu að gleyma hon-
um. . . .
Tim hélt sér svo fast í mig, að
Roberts gat ekki leyst hann. og
sjálfri kom mér ekki til hugar að
beita valdi, ekki gagnvart Tim.
Þá kom Rees. Hann gekk hratt
yfir grasflötina með hendur í
vösum.
-— Hvað er um að vera, sagði
hann og leit á okkur, eitt af
öðru. Röddin var ákveðin og
skioandi.
Tim leit til hans grátbólginn
og örvilnaður:
Carol er að fara frá okkur.
Já, það verður víst ekki hiá
því komizt. Og við munum öll
sakna hennar mikið, eða er ekki
svo? En það líður hjá, allt líður
hjá, Tim.
Hann lagði aðra höndina yfir
öxl drengsins. en hina hreyfði
hann ekki. Eg sá móta fyrir
byssu í vasanum.
— Komdu nú, Tim. Slepptu
Carol, svo að við getum farið
héðan. Carol getur ekki farið,
fyrr en við höfum kvatt hana.
Ég horfði út yfir hafið til þess
48 VIKAN 4- tbl-
að þurfa ekki að mæta augnaráði
Rees.
— Nú förum við, Tim, sagði
ég. — Þú gctur haldið í höndina
á mér.
Við gengum hægt að húsinu.
Roberts fylgdi á eftir nokkrum
skerfum fyrir aftan okkur. Ég
óskaði þess, að mér hefði veitzt
tóm til að þakka honum fyrir
tilraun hans til að bjarga lífi
mínu. Það var steikjandi hiti og
sterkir sólargeislarnir þerruðu
svitann á enni mínu. Svalt var
að koma inn í eldhúsið úr hitan-
um úti. Mig kenndi til í hverjum
vöðva, en ég reyndi að harka af
mér og vildi ekki láta Rees sjá
hvernig mér leið.
— Kveddu nú Carol með kossi,
sagði hann. - Síðan ætlar Ro-
berts að fara með þig upp í bað-
herbergið og þvo sandinn úr hári
þínu.
— Farðu í gegnum herbergið
mitt, Roberts, sagði ég veikum
rómi. — Baðherbergið er iæst
Tims megin
— Hvernig komstu út? spurði
Rees.
— Ég braut upp læsinguna,
svaraði ég og það vottaði fyrir
ofurlitlu stolti í rödd minni,
þrátt fyrir allt.
í sömu svifum kastaði Tim sér
í fang mér og grátbað mig um
að fara ekki. Ég reyndi að hu<ma
hann eftir beztu getu, en það
var með öllu vonlaust.
— Herra Morgan, hóf Roberts
máls.
— Þegiðu, svaraði Rees um
hæl.
Roberts gekk að dyrunum og
gægðist út, en ég gat ekki gizkað
á hvað hann hafði í huga. Rees
stóð grafkyrr við kjallaradvrnar.
Ég þorði ekki að horfa framan í
hann.
— Tim. Vertu nú góður og
glevmdu ekki bókstöfunum, sem
þú hefur lært hvíslaði ég í eyra
drengsins. — Þú getur lesið og
þú getur gengið. Gleymdu því
ekki.
Nei, Carol. Og taktu með
þér steininn, sem ég gaf þér, —
rósakvartssteininn.. . .
— Já, hann skal ég geyma á
meðan ég lifi.
— Roberts, skipaði Rees og
þjónninn hlýddi þótt honum
væri það sýnilega þvert um geð.
— Farðu upp með hann. Og
sjáðu til þess að hann verði þar.
Tim var tekinn úr fangi mínu.
Hann öskraði og baðaði út öllum
öngum. En Roberts reyndist
sterkari en hann leit út fyrir að
vera. Hann bar barnið skjótt í
gegnum forstofuna og upp stig-
ann.
Ég leit loksins upp og stóð nú
augliti til auglits við Rees. Ég
varð að halda mér við stól til
þess að ekki sæist hve ég skalf.
— Og við sem hefðum getað
haft það svo gott saman, sagði
Rees blíðum uppgerðarrómi.
— Á sama hátt og þú og Vale-
rie? spurði ég skjálfandi röddu.
— Þú vildir bæta mér í hóp
fanga þinna, var það ekki? Nei,
þakka þér kærlega fyrir. En ég
er hrædd um, að dauði minn
muni verða erfiðara vandamál
fvrir þig en þú álítur nú. Þeir
dularfullu atburðir, sem hér hafa
gerzt kynnu að verða til þess, að
einhverjir ungir og skynsamir
meðlimir Faradays-fjölskyldunn-
ar fengju áhuga á að rannsaka
málið til hlítar. Eða þá bróðir
þinn. . . .
— Vina mín, sagði hann og
glotti. Enginn vill skipta sér
af hörmulegu slysi. Við vorum
að leika okkur að skjóta í mark,
þú og ég. Þú varðst svo hrifin af
byssunni minni, að þú vildir
endilega fá að líta nánar á hana,
rannsaka hana....
Hann stóð enn við kjallara-
dyrnar, en á þeim var engin læs-
ing. Allt í einu tek ég eftir mér
til furðu, að dyrnar opnast í
hálfa gátt algerlega hljóðlaust.
Það var kötturinn Tris, sem opn-
aði hurðina og skauzt inn í eld-
húsið til okkar. Hann var alltaf
vanur að opna þessar dyr sjálfur,
svo að það kom mér ekki á óvart.
En sérhver minnsta óvænta
hreyfing jók á spennuna, sem
ríkti þarna í eldhúsinu. Rees
stóð enn við dyrnar, en þegar
kötturinn strauk sér við fætur
hans, hrökk hann við og leit
snöggt niður. Um leið vék hann
eitt skref frá dyrunum og í sama
bili opnuðust þær aftur í hálfa
gátt. Þá kom ég auga á Ijósan
hárlubba og sá móta fyrir sterk-
legri höku. Þessi sýn hafði svo
sannarlega hvetjandi áhrif á mig.
Hjarta mitt tók kipp af þakklátri
undrun. Nú var að minnsta kosti
von um björgun, þótt vissulega
væri útlitið tvísýnt og gæti
brugðizt til beggja vona.
— Áður en þú setur á svið
þitt bráðsnjalla ,.slys“, verður þú
að hafa fyrir að klófesta mig,
sagði ég og skauzt á milli stól-
anna, eins og ég hyggðist reyna
að sleppa út úr herberginu. Rees
hló og hreyfði sig ekki, en tii-
gangur minn var að reyna að fá
hann frá hurðinni.
— Eg er fljótari en þú heldur,
sagði ég og reyndi að vera boru-
brött og líklega hef ég verið
það. É'g taldi mig hafa ástæðu til
þess eftir hina óvæntu sýn, sem
birtist mér úr kjallaranum.
Áður en yfir lýkur hefur þér
líklega tekizt að gera son þinn
frávita af hræðslu. Síðan get-
urðu lokað hann inni upp á lífs-
tíð, er það ekki það sem þú vilt?
Það hlýtur að vera æðsti draum-
ur þinn að geta gengið úr einu
fangelsinu í annað dag hvern og
litið eftir föngum þínum. Ro-
berts yfirgefur þig, þegar hann
missir þolinmæðina og heldur
þetta ekki út lengur. Og síðan
einn góðan veðurdag klifra
nokkrar forvitnar manneskjur
yfir múrinn. Og hvað finna þær
þá? Þrjú skrímsli! Og af þeim
ert það þú, sem hafnar á bak
við lás og slá.
Hann var óður af bræði og
hefndarhug og kom stöðugt nær
mér. . . .