Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 40
IJað korraði í honum. Hún gekk frá honum. Það var dimmt í öllu húsinu, nema í þessum tveim herbergjum, þar sem fjögur kerti brunnu. Allt þorpið var þögult og dimmt. Framandi menn sváfu þar meðal óvina. "fr Áður heiðraður nú fordæmdur Framhald af bls. 15. metra hlaupi og einnig í fimm þús- und metra hlaupi. Hann sagði: Að keppa við Zatopek er sannarlega eins og að hlaupa í kapp við eim- lest. Þú þykist að vísu finna það á þér, framan af að minnsta kosti, að ef þessi eimlest bilar, þá fari hún ekki aftur af stað af sjálfsdáðum. Þú hleypur á eftir Zatopek, eða á undan honum, heyrir í honum blástr- ana, sérð grettur hans og pat, sérð tunguna lafa út úr honum. Þá hlýtur að hvarfla að þér að hann sé að þrotum kominn. Þá smámsaman fer að sækja að þér efi; kannski eru þetta alltsaman látalæti, til þess ætluð að leika á andstæðinginn. Og útyfir allt tekur þegar þú lítur á fæturna á honum og sérð hlaupa- rytmann. Þá líður varla á löngu áð- ur en þú ert steinuppgefinn og verð- ur að víkja af brautinni. Hlauparytmi Zatopeks er raunar alls ekkert svipaður því sem er hjá öðrum hlaupurum. Maður hefur það á tilfinningunni að fætur hans séu með öllu óháðar likamanum og hlaupi á orku sem á uppruna í þeim sjálfum. Hann breytir stöðugt um hraða. Svo lét Mimoun um mælt. Tuttugasta júlí 1952, á opnunar- degi Olympíuleikanna í Helsingfors, vann Emil Zatopek aðra gullmedalíu sína. Hann var tvö hundruð metra á undan Mimoun þegar hann kom í mark í tíu þúsund metra hlaupinu. Annan eins yfirburðasigur hafði al- drei verið unninn í langhlaupi síðan Paavo Nurmi hætti. Nurmi óskaði sigurvegaranum til hamingju og sagði við hann: Þú nærð þér einnig í fimm þúsund metra gullið að þessu sinni. Þetta verður þitt mesta ár! Zatopek svaraði, fölur, magur og sveittur, axlirnar dálítið signar: Mað- ur verður að hafa heppnina með sér. Trúlega hefi ég hana. Það er þá helzf Herbert Schade, sem verð- ur háskalegur. Fimmtudagurinn, tuttugasti og fjórði júlí 1952, varð stór dagur í lífi Zatopek-fjölskyldunnar. Þá vann kona Emils, Dana, gullverðlaun í spjótkasti kvenna, og Emil sfálfur sigraði í fimm þúsund metra hlaupi. Alveg eins og Paavo Nurmi hafði spáð. Mimoun varð annar, Þjóðverj- inn Schade sá þriðji. Þetta voru þriðju gullverðlaun Emils Zatopeks. Þrátt fyrir óþægilega mikinn hita þennan dag höfðu sjötíu þúsund áhorfendur horft á þessa keppni. Mikil spenna lá í loftinu, og áhorf- endurnir gátu fundið á sér, hve taugaóstyrkir hlaupararnir voru. Smástund fyrir hlaupið ræddi Zato- pek sér til hugarhægðar við Rússann Anúféf. Herbert Schade gekk fram og aftur og snerist hverju sinni snar- lega á hæli. En þegar startskotið reið af, var allur taugaóstyrkur horfinn keppendunum. Eftir átján hundruð metra var röð- in þannig: Schade, Reiff, Zatopek, Chataway, Mimoun. Gaston Reiff var belgíski hlauparinn, sem unnið hafði fimm þúsund metrana 1948 í Lundúnum. Þá hljóp Zatopek fram á hlið við Schade, og um hríð runnu þeir sam- síða. Þjóðverjinn reyndi að herða ferðina, en hann hafði ekki við Zatopek. Tékkinn fór meter framúr honum, fetti sig allan og bretti og virtist að niðurlotum kominn. Allt í einu dróst hann aftur úr á ný og varð fimmti í röðinni. Áhorfendurnir sjötíu þúsund héldu niðri í sér and- anum: var Emil Zatopek búinn að vera? Varla nokkur hafði tekið eftir því, að Mimoun hafði tekið við forust- unni af Schade. En áður en varir geysist Zatopek fram á við á ný. Með einum hörkuspretti, fáeinum skrefum, er hann kominn á hæla Mimoun, og þegar kemur að síðasta hringnum er Mimoun Ijóst að hann fær ekkert gull í þetta sinn heldur. Zatopek varð fimm metrum á und- an honum yfir marklínuna, og sem þriðji maður kom Schade. Á sunnudaginn tuttugasta og sjö- una júlí 1952, vann Emil Zatopek þó sinn mesta ólympíska sigur eða allavega þann, sem hann hefur hlot- ið mesta frægð fyrir. Þegar hann vann maraþonhlaupið, 42,2 kíló- metra féll honum í skaut þriðja gull- medalían á þessum leikum. Paavo Nurmi hafði einnig séð þennan sigur fyrir. Sænskir blaða- menn höfðu spurt hann: Hver vinn- ur maraþonið? Zatopek, held ég, svaraði Nurmi. Hann verður þá sá fyrsti, sem vinnur öll langhlaupin á Olympíuleikum. Og hversvegna sigrar hann? spurðu Svíar. Nurmi yppti öxlum. Hann sigrar — eða ég trúi honum til þess. Hann er mestur þeirra allra, því að hann er sjálfum sér samkvæmur. Alítið þér að Zatopek æfi meira en þér áður fyrr? Það held ég ekki, svaraði Nurmi. Við æfðum það sama, eða því sem næst. En hann hefur æft öðruvísi en ég. Og haldið þér að hann hafi æft rétt? Fyrir sjálfan sig já, þareð hann trúir því að hann hafi æft rétt! Spádómur Nurmis þótti harla merkilegur, því að þessi aldni finnski hlaupagarpur var ekki vanur að hafa mörg orð um neitt. Keppendur í ' maraþonhlaupinu eru sextíu og sex. Hitinn er ekki eins kveliandi þennan dag, en fljót- lega verkjar þá í fæturna vegna asfaltsins. í þetta sinn efast varla nokkur um góða sigurmöguleika Zatopeks. Að vísu veltir hann vöng- um meira en nokkru sinni og tungan hangir lengra útúr honum en venju- lega, en allir þekkja þá kæki nú- orðið og taka þá ekki alvarlega. Það heyrir Zatopek til ekki síður en tékkneski fáninn. Hann skeiðar áfram óþreytandi. Enginn veit hvað hann hugsar, hvers hann kennir, hvort hann finnur til, hvort hann þyrstir. Ekki heldur hvort hann hleypur samkvæmt nokkurri áætlun. En hann hleypur og lætur engan bilbug á sér finna! Hann hefur aldrei hlaupið mara- þonhlaup fyrr. Hann hefur varla einu sinni æft það. Hann hafði látið skrá sig til leiks aðeins þremur vikum fyrir hlaupið. Það varð líka hans mesta raun. Fyrri hluta hlaupsins háði hann harða keppni um forustuna við Svíann Jansson, Argentínumanninn Cabrera, sem unnið hafði hlaupið 1948 í Lundúnum, og Bretann Peters. En síðari hluta hlaupsins komst hann langt fram úr öllum. Hann var að niðurlotum kominn, þegar hann skeiðaði í mark við gífurleg fagn- aðarlæti áhorfenda, en brosti engu að síður. Keppinautar hans komu í mark löngu síðar, og sumir alls ekki. Fjórum árum síðar tók Emil Zato- pek aftur þátt í Ólympíuleikum, en vann þá enga sigra. En það dró ekki úr vinsældunum, sem hann naut með þjóð sinni. Hann varð áfram vinsælasti fulltrúi þjóðar sinn- ar, einnig út á við. En svo kom sovéski innrásarherinn sumarið 1968. Zatopek mótmælti eins og fjölmargir landar hans aðrir, og hann neitaði að láta af þeim mót- mælum, þrátt fyrir síendurteknar hótanir. Og þá var honum steypt af stalli. ☆ Reykháfur satans Framhald af bls. 21. heyrði greinileía snörlandi and- ardrátt hans. Ég varð að flýta mér. Kolsýran var þegar farin að vinna á mér. Ég kallaði í Moss, en hann svaraði ekki. Ég krafl- aði mig áfram unz ég gat snert mjaðmir hans. Svo ók ég mér til unz ég náði taki á vinstri hand- legg hans með báðum höndum. Ég skalf frá hvirfli til ilja. Svitadropar hrönnuðust upp á enni mér. Svo tók ég í handlegg Neils rétt ofan við úlnliðinn og reyndi að ýta honum upp. Það tókst ekki. Hvasst útskot í berg- veggnum hélt handleggnum í klemmu milli bjargs og brjóst- kassa. Ég varð að ná handleggn- um frá til að geta komið reip- inu að. Ég lokaði augunum og mér leið sárilla. Svo herti ég takið um úlnliðinn og sveigði handlegginn fram á við af alefli. Það heyrðist brestur er handleggurinn brotn- aði, og ég sá að Neil dró andann örar. Handleggurinn var nú eins og brotin trjágrein, og ég gat vikið honum frá eftir hentug- leikum. Nú var örlítið bil milii bergsins og brjóstkassans. En tíminn var naumur. Ég los- aði aukareipið utan af mér og teygði það fram með Moss. Síð- an varð ég að mjaka því til unz ég kom því undir hann. Við hverja hreyfingu mína lak dökk- brún leðja ofan á okkur úr þaki gangnanna. — Tekst það? spurði rödd í hátalaranum fyrir aftan mig. — Já, sagði ég í míkrófóninn um leið og ég festi reipið um Moss miðjan. Hann var nú búinn að vera þarna niðri í tuttugu og sjö klukkustundir, og ég skildi ekki hvernig hann gat ennþá verið á lífi. Eftir fáeinar mínútur í þess- ari djöflaholu fannst mér ég vera að geispa golunni. — Tilbúið, másaði ég í míkró- fóninn. — Megum við nú byrja að draga? — Já. Dragið1 Moss kveinkaði sér þegar reip- ið hertist að brjósti hans. Ég vék mér við svo skinið frá ennis- lampanum féll á strengdan kað- alinn, sem hvarf í myrkri gangn- anna fyrir ofan. Skyldi það tak- ast? Ég greip um ökla hans og fór að rykkja í fæturna til að losa um brjóstkassa hans. Annað veif- ið sá ég reipið. Það lá að hvassri klapparegg áður en það hvarf upp fyrir. Ég lagði mig allan fram til að losa Moss, svo að hægt væri að draga hann upp í gegnum þrengslin fyrir ofan, sem voru í snúningum og bugð- um eins og korktrekkjari. Ef hann aðeins kæmist upp fyrir þann kafla, yrði auðveldara fyrir mig að stýra honum. Hann kveinkaði sér og stundi. Reipið hertist æ fastar að breiðu brjósti hans, og ég var hræddur um að hann rifbeinsbrotnaði. — Moss, sagði ég — Moss, heyrirðu til mín? Ég . . . ég heyri. Brjóstið . . . drottinn minn. ég finn svo til í brjóstinu. . . . Hættið! æpti ég í míkró- fóninn. — Hættið að draga þang- að til ég segi til! Á sama andaHaki heyrðist lág- ur brestur, og reipisendi féll nið- ur við hlið mér. Reipið hafði skorizt sundur á klapparegginni fyrir ofan. ,, Reipið slitnaði! æpti ég. Við vitum það. Við renn- um annarri línu niður. Hvernig líður þér? Er Moss með meðvit- und? - Ég get ekki verið hér mik- ið lengur. Ég er að verða búinn. Ég held að Moss sé vakandi. Neil Moss umlaði eitthvað, og ég beygði mig áfram til að heyra betur í honum. Farðu strax, sagði hann hás. — Þú getui . . . ekki losað mig. Ég veit það. Segðu Sue að 40 VIKAN 4- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.