Vikan


Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 39
JUDITH Framhald af bls. 29. frakka og hengdi það á snaga í ganginum. Hún snerti ekki við rifflinum. — Hann vildi ógjarnan hafa hann lengra frá sér en svo, að hann næði til hans, og kippti honum því undir borðið hjá sér og steig á skeftið. Hún kom með alls- konar kræsingar handa hon- um. Hermaðurinn tók upp pyngju sína og taldi skilding- ana. Þeir voru ekki margir. „Þakka yður fyrir, þakka yður fyrir,“ mumlaði hann vandræðalega, „þér hafið allt- of mikið fyrir þessu, mad- ame.“ Þegar hún kom með tvær flöskur af víni var honum nóg boðið. „Nei, þetta gengur ekki. Slíkt óhóf má ég ekki leyfa mér. Ég er ekki fésterkur þessa stundina.“ Hún brosti dauft. „Stingið þér pyngjunni yð- ar aftur á yður, það eru svik við föðurland okkar að selja óvinunum mat, en það getur ekki verið synd að gefa svöngum manni mat, þótt að á stríðstíma sé.“ Hún hellti víninu í glös. „Drekkið, drekkið skál þeirra, er þér kjósið. Ef til vill eigið þér unnustu heima. Ég sé, að þér eigið hana. Borð- ið nú og drekkið, á meðan ætla ég að búa um yður.“ Hermaðurinn át og drakk og hugsaði með sér: „Ég ætla aðeins að borða mig saddan, en ekki meira. Hún kemur mjög vel fram við mig, og það væri að níð- ast á gestrisni hennar, ef ég æti þetta allt, þótt mér yrði ekki mikið fyrir því. Annað mál væri, ef hún eða gamli maðurinn vildu sitja hjá mér, en við því er ekki að búast. Hún kom að stundarkomi liðnu. „Hvers vegna borðið þér ekki? Fyrirlítið ekki það sem fátækt heimili getur boð- ið. Ef til vill eruð þér hrædd- ir við að ég hafi blandað eitri í vínið. Lítið á.“ Hún hellti víni í glas, drakk það til hálfs, og rétti honum það svo. Hann hló, og drakk það til botns. „Ég er ekki hræddur. Þér eruð mjög góðar. En því sit- ur faðir yðar ekki hjá mér?“ Hún yppti öxlum. „Pabbi er nú svo gamall í hettunni. Hann vill ekki brjóta brauð með óvinum sínum. En það er nú ekki vænzt að taka þetta svona hátíðlega nú á tímum. Við verðum að blanda okkur saman við þá, sem að garði bera, þegar okkar menn eru á burtu. Hugsið þér ekki líka svona? Ég er sársvöng. Ég hefi ekki bragðað mat í fjóra daga, ekki síðan ég sat við þetta borð með mannin- um mínum.“ Hún tók stól og settist and- spænis honum. Hann skar kjötið og rétti lienni og þau drukku hvort til annars, og spjölluðu um alla heima og geima. Um styrjöldina forð- uðust þau að tala en sögðu sögur úr átthögum sínnm. Hann sagði henni frá foreldr- um sínum og æsku, og hann hefði helzt kosið að segja henni líka frá unnustu sinni, en kom sér ekki að því. Hún hlýddi á með athygli og brosti ofurlítið þegar hann hló. Allt í einu spurði hún: „Og unnusta yðar? Þér minnist ekkert á hana.“ Hann blóðroðnaði. Það um- ræðuefni lá ekki fyrir. — Að- eins óljósar framtíðaráætlan- ir. Hún féllzt á það og fór fram. Hann stóð upp og tók riff- ilinn. í því kom hún inn. Hún kom með eftirmat og cherry flösku. Þau settust, borðuðu og drukku. Hann var gætinn, talaði um smávægilega hluti, og gætti þess að líta ekki á hana, eða brosa til hennar. Að síð- ustu skálaði hann við hana. „Ætlið þér ekki líka að fara að sofa,“ spurði hann. „Nei, ég fer inn til manns- íns míns,“ svaraði hún. Honum fannst felast ásök- un í svari hennar og sámaði það. Hann langaði mjög til þess að segja eitthvað særandi við hana. Hversvegna sitjið þér hér, ef þér hafið elskað manninn yðar? En hann stillti sig og sagði glaðlega um leið og hann lyfti glasinu. „Eg kenni í brjósti um þig, fagri óvinurinn minn. En .. . C’est la querre (Svona er stríðið). Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. ReyniS þau. LAUFÁSVEGI 12 - Siml 16510 Hann bauð góða nótt og tók upp riffilinn. Gamli mað- urinn lýsti honum að herberg- inu. Hann lokaði hurðinni, smeygði lokunni fyrir og sagði: „Ef til vill sjáið þér hana aldrei aftur.“ Hann stundi og hugsaði með sér. Því hryggir hann mig með þessu! Ég vildi gjarnan að hún settist hérna hjá mér og lofaði mér að halda um hönd sína. Mér finnst svo einmanalegt. Hann stóð upp og gekk fram að dyrunum og hlustaði. Hann hreyfði sig í stólnum, beygði sig niður og færði riff- ilinn nær. Þá var barið að dyrum. Stúlkan var komin og sagði, að sér fyndist svo ein- manalegt. „Setjið þér yður inn í það. Ég hefi aðeins verið gift í fjóra mánuði. Og nú er ég ekkja. Þér getið ekki skilið hvað allt er tómlegt, líkast því sem heimsendir væri kominn. Nú hefi ég ekkert að hugsa um, fyrir engan að vona og ekkert að óttast. Það er hræðilegt að eiga engan sem maður elskar.“ „Elskuðuð þér hann mik- ið?“ Hún svaraði ekki. Höfuð hennar hné niður. Hann komst við er hann leit á fagr- an ávalan háls hennar. „Vesa- lings litla stúlka," hugsaði hann, „þú ert einmana eins og ég, og þú ert svo falleg. Hvað á ég að gera? Ég má ekki elska hana. Ég má ekki. Ég má eklri .. . Ef til vill liefi ég drukkið fullmikið. Eigin- maður hennar liggur hérna. Henni hefur aldrei getað þótt vænt um hann. Eða því situr hún þá svona hjá mér? Það er bezt fyrir mig að fara að hátta.“ „Hvað heitið þér!“ spurði hann. Hún leit upp og starði undrandi á hann. „Hvað ég heiti? Þér meinið skímamafn mitt. Ég var nefnd Judith.“ „Judith,“ endurtók hann brosandi. „Það er guðdóm- legt nafn. Það er úr biblí- unni.“ Hún kinkaði kolli og sagði: „En hvað þér hafið fallegan háls.“ Hann hló vandræðalega og afsakaði. I hugsunarleysi hafði hann hneppt frá sér ein- kennisbúningnum að ofan, eins og hann gerði oft í her- búðunum. Hann hneppti honum að sér. En henni lík- aði þáð ekki. Þetta eina kvöld skyldi hann þá vera eins og hann væri heima hjá sér. Eitt kvöld skyldi hann þó eiga heimili. Um leið og hann hneppti hnöppunum frá snart hún beran háls hans. Hann þreif um handlegginn á henni og dró hana að sér. Hún streitt- ist hrædd á móti, fætur þeirra komu við riffilinn og byssu- stingurinn snart fóthlífarnar svo að kvein við. Þau kippt- ust til. Hann hló. „Þarna sjáið þér. Við sitjum hér við hlið eins og hjón. En byssu- stingurinn er undir borðinu. C’est la querre.“ Hún reis snöggt upp og gekk inn í eldhúsið. „Nú hefi ég móðgað hana,“ hugsaði hann. „En hvað ég get verið heimskur og klaufalegur. Hélztu, að hún myndi fleygja sér í faðm þinn umsvifalaust. Nei hún er siðpriiður kven- maður. Earðu mi að hátta og bjóddu góða nótt. Hiin vill ekki líta við þér.“ En um nóttina kom hún aftur til hans, ör og heit. „Júdith . . . Júdith . . . .“ Hann dró höfuð hennar að sér. Þá fann hann, að hún var að skera hann á háls. „Júdith!“ hrópaði hann. Hún svaraði aðeins: „Ég kenni í brjósti um þig, fagri óvinurinn minn.“ 4. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.