Vikan - 19.03.1970, Side 3
12. tölublað - 19. marz 1970. - 32. árgangur
I ÞESSARI VIKU
Dean Martin er einn frægasti
skemmtikraftur Bandarikjanna. I tuttugu ár
hefur hann lifað í hamingjusömu hjónabandi
með konu sinni, Jeanne Martin. Samband
þeirra hefur verið til fyrirmyndar í þessari
borg lauslætisins. En svo bregðast krosstré
sem önnur tré, og nú hefur Dean Martin
skilið við konu sína. Við segjum nánar frá
þessu i þessu blaði.
Eins og lesendur sáu í 10. tölublaðinu er nýr
matreiðsluþáttur hafinn undir nafninu
Eldhús Vikunnar og mun Dröfn H. Farestveit
annast hann. Þátturinn birtist í öðru
hverju blaði framvegis. Þegar
þetta blað kemur út líður óðum að pásk-
um og þess vegna hefur Dröfn tekið saman
uppskriftir að páskaábætisréttum, sem
vonandi koma húsmæðrum að góðu gagni.
Þátturinn Hús og húsbúnaður hefur legið
niðri um nokkurt skeið, en byrjar nú
aftur af fullum krafti. í þessu blaði lýsum
við í máli og myndum mjög nýtízkulegum
húsgögnum, sem eru lakkmáluð og skreytt
með ýmsu móti. Þau eru einnig hreyfan-
leg og því auðvelt að flytja þau fram og aftur'
og gerbreyta útlitinu í híbýlum sinum.
í NÆSTU VIKU
„Þegar Lori Kensington kom ókunnug til óð-
alsseturs ættmenna sinna, varð henni
um og ó. Hún skildi naumast heimilisfólkið
og þau tengsl sem batt þau saman.
Búgarðurinn virtist búa yfir ýmsum leyndar-
dómum, enda kom það fljótlega í Ijós." Frá
þessu segir i upphafi nýrrar framhaldssögu,
„Rauða herberginu", sem hefst i næsta
blaði og er spennandi frá upphafi til enda.
Fyrir ekki alllöngu
var haldin á Hótel Sögu tizkusýning
Félags kjólameistara hér á landi.
Tíu kjólameistarar tóku þátt í sýningunni og
alls voru sýndar rúmlega 30 flíkur,
sem allar voru sérstaklega saumaðar af
þessu tilefni. Við birtum myndir á fjór-
um siðum frá þessari tizkusýningu
í næsta blaði.
Sambia er riki í sunnanverðri Afriku
og hét áður Norður-Ródesía. Það er sjö sinn-
um stærra en Island og ibúar eru tæpar
fjórar milljónir. í næsta blaði birtum við
grein, þar sem brugðið er upp svipmynd
af ástandinu í landinu, sem raunar gæti
átt við hvaða vanþróað land sem er.
FORSfÐAN Þá er röðin komin að tveimur síðustu þáttakendunum i Ungu
kynslóðinni 1970. Þær heita Guðbjörg A. Haraldsdóttir og Margrét Erna Hallgríms-
son. Sjá fleiri myndir af þeim inni í blaðinu. (Ljósm.: Sigurgeir Sigurjónsson).
f FULLRI ALVÖRU
GAMLA STOLTIÐ HORFIÐ
Frétt í dagblaði nýlega þess efnis, að ekki sé
unnt að fá nægilegan mannafla á togara í sjáv-
arplássum, þar sem tæplega tvö hundruð manns
eru skráðir atvinnulausir, er sannarlega athyglis-
verð. Hún vekur annars vegar grun um furðu-
legt siðferði, sem sé fólgið í þvi að færa sér i
nyt neyðaraðstoð hins opinbera, atvinnuleysis-
bætur, og hins vegar einkennilegan skort á sjálfs-
bjargarviðleitni, sem ekki hefði þótt verjandi
hér áður fyrr.
Enginn mælir atvinnuieysi bót. Næg atvinna
er undirstaða mannsæmandi lífskjara — og þegar
hana skortir er neyð í landinu og vá fyrir dyrum,
ef ekki rætist úr. En þegar upp kemst, að mönn-
um er ekki sama hvaða vinnu þeir stunda, þegar
í harðbakkann slær, dvinar óneitanlega samúðin
með þeim, sem við ótrygga atvinnu búa. Þá
virðast kröfurnar á hendur hinu opinbera vera
orðnar einum of miklar. Gamla stoltið og hin
sterka viðlehni til að standa á eigin fótum, hvað
sem á dynur og þiggja ekkert af öðrum, nema
öll sund séu lokuð, virðist vera fokin út í veður
og vind. Það virðist siður en svo þykja nein
skömm að því lengur að þiggja atvinnuleysis-
bætur. Ef til vill má segja, að stoltið hafi stund-
um farið út í öfgar í garnla daga, en það sem
tekið hefur við, algert kæruleysi og takmarka-
lausar kröfur á hendur þjóðfélaginu, er miklu
viðsjárverðrara.
Áður en EFTA-aðildin kom til sögunnar, fengu
lamaðir og fatlaðir undanþeginn toll á bifreiðum.
Þetta var sjálfsögð ráðstöfun, en í anda hins nýja
siðferðis voru þessi hlunnindi oft misnotuð. Þetta
kom glöggt í Ijós stundum í auglýsingum bif-
reiðaumboða, þar sem þau birtu orðsendingar til
„handhafa" undanþágu til bilakaupa án tolla.
Það lá í orðanna hljóðan, að ekki þyrfti endi-
lega að vera um lamaða og fatlaðan að ræða,
heldur hefði verið braskað með leyfin. Hér gildir
hið sama og með atvinnuleysisbæturnar. Mönn-
um finnst ekkert athugavert við það að misnota
það, sem komið hefur verið á fót til hjálpar
þeim, sem á hjálp þurfa að halda. Það segir
sina sögu, að menn skuli GETA tekið við slíkri
„ölmusu".
Vonandi verður sigrazt á atvinnuleysinu á
næstunni, þannig að það verði úr sögunni. En
skyldum við ekki mega hugsa okkar gang, ef
við ætlum að standast annað örðugleikaskeið —
og sjálfsbjargarviðleitnin og stoltið verður ekki
meira en raun ber vitni? GGr.
VIKAN Útgef&ndl: Hllmlr hf. Rltstjórl: Gylfl
Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorlelfsson, M&tthildur
Edwald og Óm&r V&ldimarsson. Útlitsteiknlng: Hall-
dóra Halidórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensina Karls-
dóttir. — Ritstjórn, auglýsing&r, afgreiBsla og dreif.
lng: Skipholti 33. Sim&r 35320 — 35323. PósthóU 533.
VerS i lausasölu kr. 50,00. Áskrift&rverS er 475 kr.
fyrir 13 tölublöS irsfjórBungslega, 900 kr. fyrir 10
tölublöS misserislega. ÁskriftargjaldiS grelSlst fyrir-
fram. Gjaldd. eru: Nóvember, febrúar, mai og ifáit
12. tbl. viKAN 3