Vikan


Vikan - 19.03.1970, Síða 4

Vikan - 19.03.1970, Síða 4
Þeirn verður að sinnast, sem saman eiga að búa. íslenzkur málsháttur. fólk í fréttunum Maður nokkur, Leonard Lyons að nafni, hefur lánað Soffíu Loren nærföt; kaupir hatta sína frá Lock‘s of London; vann Ernest Hemmingway einu sinni í keppni — um það hver hefði stærra nef; setur klukku sína ávallt 8 mínútum of fljóta; borðaði einn með Truman-fjölskyldunni síðasta kvöldið sem þau voru í Hvíta húsinu; er eini maðurinn í New York sem þarf ekki að borga þjórfé á flestöllum veitingahúsum; kynnti Tony Galento fyrir Noel Coward og Marc Chagall fyrir Rikka Nixon. Leonard Lyons er líka einn síðasti virkilegi slúðurdálkahöfundurinn í Bandaríkjunum Norður- Ameríku. Hann byrjaði fyrir 35 árum síðan og þótti þá svo lélegur að hann fékk hvergi vinnu. Hann ákvað þá að vinna sig upp — sem hann hefur aldeilis gert, því nú skilar hann einni grein á viku, í Post og veltir sér í peningum. Fyrir fimm árum síðan var Malcolm X blökkumannaleiðtoginn frægi, myrtur. Síðan hefur yfirleitt allt sem nöfnum tjáir að nefna verið skírt í höfuðið á honum og myndir af honum hanga um allar skóla- og æskulýðsbyggingar víðs- vegar um Bandaríkin. Meðan hann var og hét var hann oft kallaður villimaður, kommúnisti og skrímsli — en í dag ger- ist það æ algengara að honum er hrein- lega líkt við dýrling; fórnarlamb rétt- lætisins og bræðralags. Nú er komin út sjálfsævisaga hans; færð í búning af náunga að nafni Alex Haley. Þar kemur meðal annars fram að þegar hann var 19 ára gamall (Malcolm X), var hann orðinn argasti melludólgur, dópsali og þjófur. Var honum stungið í tugthús og hann látinn dúsa þar í 10 ár. Þar komst hann í kynni við kenningar Elijah Muhammed, leiðtoga Svörtu múham- meðstrúarmannanna og tók miklu ástfóstri við þær, svo miklu að hann varð einn helzti spámaður hreyfingarinnar er hann slapp úr fangelsinu. Hvað um það: Malcolm X var tvímælalaust einn merkasti bylt- ingarmaður og frelsisunnandi þessarar aldar — engu síðri en Doktor Martin Luther King, jr., þó hver á sinn hátt. Hið fræga brezka skáld, Charles Dickens, sagði einhverju sinni frá stúlku, sem var umsetin fimm biðlum. Saga þessi gerðist á skipi, og hafði stúlkan bókstaflega engan frið fyrir biðlunum. Hún vildi gjarnan taka einum þeirra, en gat ekki með nokkru móti gert upp á milli þeirra. Hún kom að máli við skipstjórann og spurði hann ráða. Skipstjórinn var gamansamur í betra lagi og ráðlagði stúlkunni að stökkva útbyrðis og giftast síðan þeim manni, sem stykki á eftir til að bjarga henni. Hann hlyti jú að elska hana mest. Næsta morgun sáu biðlarnir fimm, að stúlkan datt útbyrðis. Fjórir þeirra stukku þegar í stað á eftir henni. Þegar stúlkan og mennirnir fjórir voru komin aftur um borð, spurði stúlkan skipstjórann: „Og hvað á ég nú að gera við þá — svona rennblauta?" „O, taktu þann sem þurr er,“ svaraði skipstjórinn. Og það gerði stúlkan og giftist honum. PATRICIA NIXON STENDUR UPPI í HÁRINU Á FÖÐUR SÍNUM Það hefur verið töluverð óánægja ríkjandi í Hvíta húsinu. Richard Nixon er alls ekki sátt- ur við það að Tricia (23 ára) dóttir hans giftist vini sínum, Edward Finch Cox. (Á mynd- inni eru ungu hjúin á leið á dansleik). Forsetahjónin segjast heldur vilja að hún giftist frek- ar „hverjum sem er“, eins og STUTT OG LAG- GOTT Eigingjarn er sá maður, sem talar bara um sjálfan sig, — þegar þú vilt tala um sjálfan þig. forsetinn segir. Edward Cox hlustar ekki á slíkar mótbárur. Þessi óánægja stafar af því að stúdentinn, sem stundað hefur nám í Harvard um hríð, ætlar nú að hætta námi og fara að vinna á ritstjórn tímaritsins „New Republik". En þetta tímarit hef- ur oft ráðizt harkalega á Nixon. ☆ FRJÁLS VINNUTÍMI Verksmiðja ein í Köln hefur tekið upp nokkurskonar „starfs- tímaval“ meðal starfsmanna sinna. Verkamennirnir geta haf- ið vinnu þegar þeim sýnist á milli klukkan 7 og 8,30 á morgn- ana og svo fara þeir bara heim þegar þeir hafa lokið sínum vinnutíma. Reynslan hefur verið mjög jákvæð og hefur stjórn verksmiðjunnar ákveðið að halda þessu áfram og jafnvel að færa út kvíarnar í þessum efn- um. Athyglisvert og til eftir- breytni, ekki satt? ☆ 4 VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.