Vikan


Vikan - 19.03.1970, Side 14

Vikan - 19.03.1970, Side 14
Samuel stóð upp, þegar gesturinn gekk inn og tók á móti honum af fyllstu blíðu og stimamýkt. Þetta var fulltrúi frá Scotland Yard og það var ekki laust við, að Salomon væri órótt innanbrjósts. En ótti hans hvarf að vörmu spori... Að viku liðinni átti Edith Slade að giftast Cambell lá- varði. Svo langt sem hún rnundi aftur í tímann hafði það jafnan verið heitasta ósk hennar að giftast manni af aðalsættum. Cambell lávarð- ur var ekki slíkur maður, að bann kvæntist henni vegna peninganna. Hann þurfti ekki á fé að halda til þess að gera upp liöllina sína og gylla að- alsmerkið eins og sumir. Hann var nærri því eins rík- ur og ungfrúin frá Ameriku og auk þess einkar liygginn og greindur maður. Allt virt- ist fara fram úr glæstustu vonum Edithar — þangað til Cambell-demantarnir liurfu. Hún var yfirkomin af harmi. Hún hafði hlakkað til að bera þessa ættargripi á brúðkaupsdaginn sinn. Þetta voru dýrgripir, sem allar milljónir hennar gátu ekki bætt upp. Hún var í hinu versta skapi, þegar liún ók um garðinn með móður sinni. Móðir hennar reyndi án ár- angurs að liughreysta hana. En henni varð talsverður létlir að þvi að hitta Pryor. Pryor var að því leyti merkilegur maður, að hann hafði aldrei beðið hennar eins og allir hinir. Hún veitti þessu þegar í stað athygli og í rauninni botnaði hún ekk- ert í því, hvers vegna hann hafði aldrei farið á fjörurn- ar við hana. Ef liann Iiefði gert það, datt lienni í hug. En 14 VIKAN 12-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.