Vikan


Vikan - 19.03.1970, Side 15

Vikan - 19.03.1970, Side 15
SMÁSAGA EFTIR SAMUEL ROBERTS samstundis mundi hún eftir því, að nú var of seint að brjóta heilann um, hvað þá hefði gerzt. Hann samhryggðist henni innilega vegna gimsteina- hvarfsins og þau spjölluðu saman um stund. Þegar þau skildu, horfði hann lengi á hana og sagði svo snöggt, eins og hans var vani: — Þú ert blátt áfram mið- ur þín vegna demantahvarfs- ins, Edith. Eins og þú veizt þá hef ég talsverð kynni af glæpamannaheiminum. Það er aldrei að vita nema ég geti komizt að því fyrir þig, hvað hefur orðið af demönt- unum. Mér liefur alltaf þótt dálítið gaman að fást við þess konar mál. Hún hló. Það var eitthvað í fari þessa rólega og kald- lynda Amerikumanns, sem heillaði hana. Blöðin voru fleytifull af fréttum um þjófnaðinn. Þetta var mjög dularfullt mál, en eitt var þó víst: Síð- degis á laugardaginn höfðu gimsteinamir verið látnir í peningaskápinn, en á sunnu- dagsmorguninn stóð pen- ingaskápurinn galopinn og demantamir horfnir. Þeir voru geymdir í öðrum peningaskáp og eigandi hans var frægur gimsteinasali, Davíð Salomon að nafni. Salomon hafði góð sambönd. Ella hefði honum ekki tek- izt að ná í Cambell-demant- ana. Þeir lentu í eigu hans með mjög undarlegu móti. Einn af umboðsmönnum hans hafði keypt þá af manni fyrir nálægt tuttug- asta hluta þess, sem þeir kostuðu i raun og veru. Hann seldi Salomon þá fyrir helm- ingi hærra verð en hann liafði keypt þá fyrir. Hvorug- ur kom með spurningar við- víkjandi þvi, hverju þessi reyfarakaup sættu. Þeir þekktu hvor annan.... Salomon sat á skrifstofu sinni á mánudagsmorguninn og var að blaða í dagblöðun- um. Hann hafði alveg sér- staklega gaman af að lesa um hinar ýmsu getgátur blaðanna um hvarf demant- anna. Hann var litill maður og digur og með fitugljáandi liár og lítil en skörp augu. Hann var talinn allra manna slyngastur i þvi starfi, sem hann stundaði. Skrifstofumaður hans lcom inn með nafnspjald. Salomon hrökk við, þegar hann las það: Garrod fulltrúi, Scot- land Yard, stóð á spjaldinu. — Látið hann koma inn, sagði hann stuttlega. Salomon stóð upp, þegar gesturinn gekk inn og tók á móti honum með fyllstu blíðu og stimamýkt. — Góðan daginn, sagði fulltrúinn. Mér þykir leitt að gera yður ómak, en okkur fannst réttast að vara yður við í tíma. — Svo? sagði Salomon undrandi. — Gerið svo vel og fáið yður sæti. — Þakka yður fyrir, svar- aði gesturinn. Siðan leit hann áfram alvarlegur í bragði: — „Snillingurinn“ er kominn til borgarinnar. Vitið þér, livað það táknar? — Hvort ég veit! Það var hann sem stóð fyrir öllum stórþjófnuðunum i haust. Hvers vegna takið þið liann ekki fastan? — Það er nú hægara sagt en gert, lierra Salomon. Það er ekki að ástæðulausu að hann er kallaður „Snilling- urinn“. Hið eina, sem við vitum, er að hann er byrjað- ur að stela hér aftur. Það er afar sennilegt að hann eigi einhvern þátt í Cambell- þjófnaðinum. — Því gæti ég bezt trúað, sagði Salomon. Allur beigur var nú að mestu horfinn úr honum. — Má ekki bjóða yður sígarettu, fulltrúi? — Takk. Svo að þér skilj- ið væntanlega, að við vildum umfram allt aðvara gim- steinasalana og biðja þá um að vera sérstaklega vel á verði. Því verður ekki neitað að það er talsverður uggur i okkur út af þessum manni. — Það var mikil hugul- semi af yður að aðvara mig, sagði Salomon, en peninga- skápurinn er fullkomlega ör- uggur. Þessi — hann klapp- aði peningaskápnum, eins og hann væri að gæla við kött — þessi stenzt öll vélabrögð „Snillingsins“. Það er ekki hægt að brjótast inn i hann nema með dynamíti. — Leikni og hyggjuvit geta verið eins gott og dyna- mít, sagði fulltrúinn. — Eng- inn peningaskápur er óhult- ur fyrir „Snillingnum“. Þá sorglegu reynslu höfum við fengið fyrir löngu. Salomon var afar hreyk- inn af peningaskáp sínum og það var ekki laust við að honum sámaði, að fulltrúi skyldi draga kosti skápsins í efa. — Litið þér á þennan skáp, sagði liann. Hann er opnað- ur með hókstafalás, sem ég einn þekki. Eina ráðið til þess að opna hann án þess að þekkja bókstafina, er að fara í gegnum sex þumlunga þykkt stál. — Þetta er amerísk gerð, er það eklci? — Jú, þetta er alnýjasta gerð, sem til er af peninga- skápum. — Persónulega hef ég enga trú á peningaskápum, herra Salomon. Ef þér hefð- uð séð það, sem ég hef séð, væruð þér ekki öruggur heldur. En nú hef ég lokið erindi minu. Hann stóð á fætur og ætlaði að fara, en Salomon likaði ekki van- traust lians á skápnum. — Hafið þér nokkurn tíma skoðað þessa nýju pen- ingaskápa? spurði hann. Það má vera að ummæli yðar Framhald á bls. 37. 12. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.