Vikan


Vikan - 19.03.1970, Qupperneq 21

Vikan - 19.03.1970, Qupperneq 21
stiórann segia þeim undan og ofan af frá því sem skeð hafði um nótf- ina, goðsagan var greinilega að fæðast. Við Charles sátum kyrr. Feitlagin kona með barðastóran stráhatt og í jerseydragt, leit í kringum sig. — Það er leiðinlegt að þorpið skuli vera svona óhrjálegt. Rödd hennar var óþægilega hvell. — En bænahúsið er fallegt. Skildi mér ekki vera óhætt að taka mynd af þeim? — Gefðu þeim smápening, sagði vinkona hennar. — Nei, það er ekki óhætt. Manstu ekki hvað karlinn í Baalbek gerði, þú manzt, hann með úlfald- ana? Og þessi lítur út fyrir að geta bitið frá sér. Sjáðu bara hvernig hann glápir á okkur. Það eru nú meiri vesalingarnir þessir karlmenn hér um slóðir. Það er eiginlega furðulegt að konutetrið skuli ekki vera úti á akri, til að afla fæðis fyr- ir börnin. Sjáðu hvernig þau eru til fara. Ég hugsa að þetta gæti verið snotrasti maður, ef hann hefði hug á að þrífa sig. Manni verður flögurt að sjá þetta. Það var fyrst þegar ég var vör við að Charles titraði af vonsku, að mér var Ijóst að þær voru að tala um okkur. Hann var reyndar eins hreinn og hann gat orðið við að skola af sér með köldu vatni, en hann hafði ekki rakað sig í nokkra daga og hann var ennþá í buxnaræflunum einum saman. Reyndar hafði hann fengið lánaða skyrtu hjá konunni, en hún náði ekki utan um axlir hans. Kjólinn minn var orðinn þurr, en hann var auðvitað ekki svipur hjá sjón, svo var ég líka berfætt og fótleggirnir mínir bæði rispaðir og marðir, og það hafði ég ekki getað afmáð með vatninu einu saman. Ég hafði fengið að láni köflóttan skikkjugarm, sem huldi að mestu vestrænt útlit mitt, og hringur Harri- etar frænku hefði vel getað verið basardrasl. Ég opnaði munninn og var að því komin að segja eitthvað, en Charles sussaði á mig. — Blessuð eyðilegðu þetta ekki fyrir þeim. Vagninn ók af stað eftir stutta stund. — Þær höfðu á réttu að standa. Letibykkia. Situr bara og hlærð. Þú hefðir að minnsta kosti getað betl- að . Við þurfum á peningum að halda. Ef lögregla ekur okkur ekki . . — Nei, frekar láta þeir okkur ganca, fyrst ég, svo þú með öll börnin . . . Þarna kemur annar bíll. — Það lítur út fyrir að vera leigu- bíll. Heldurðu ekki að við gætum fengið hann til að aka okkur upp á krít, ef við segjum að við búum á Phoneicia? — Ertu frá þér! I þessum tötrum fáum við ekki einu sinni að stíga fæti inn í bílinn. — Ég veit ekki, þú ert frekar þokkalegur maður, ef þú gætir þvegið þér. — Drottinn minn eilífi .... Charles ætlaði að standa upp, en hneig aftur niður á vegginn. Stóri gljáandi bíllinn hafði stanzað fyrir aftan nokkra lögreglubíla. Bílstjór- inn steig út og opnaði afturhurðina og hávaxinn maður kom í Ijós. Hann var qlæsilega klæddur og mjög ör- uggur í framkomu. — Pabbi! hrópaði Charles. — Pabbi; öskraði ég um leið. — Þett—a er pabbi minn en ekki þinn, sagði frændi minn. Eftir að ég hringdi til hans frá Damaskus, hefir hann farið að hugsa sig um og ákveðið að . . . . — Þetta er pabbi minn, sagði ég. — Ég hringdi til hans frá Beirut og hann hefir tekið vélina í gær. Held- urðu að ég þekki ekki minn eigin föður? En maðurinn hafði greinilega þekkt okkur, þrátt fyrir bilið á milli okkar. Hann kom í áttina til okkar, og, að því er virtist, var hann ekk- ert að flýta sér. Hann nam staðar fyrir framan okkur og virti okkur vandlega fyrir sér. — Drottinn minn dýri. Röddin var eins og rödd Charlesar. — Eigum við að veðja, tuttugu móti einum, hvíslaði Charles að mér. — Nei-i. Hann stóð ennþá og horfði á okkur. — Vesalings börnin. Ég er feg- inn að sjá að þið eruð ekki verr sett en þetta. Ég hefi reyndar aldr- ei séð annað eins, en ég vona að þetta fari af í baði. Þið getið sagt mér allt seinna. Nú er um að gera að koma ykkur í sæmilegt horf, lög- reglan ætlar að sleppa ykkur nú, svo þið getið komið með mér. Þeir yfirheyra ykkur betur seinna. — Þú veizt þá hvað hefir skeð, sagði Charles. — í stórum dráttum. Það er ekki talað um annað í Beirut. Það lítur út fyrir að þið hafið dottið ofan í glæpamannabæli. Því í fjandanum þurftirðu að draga Christy inn í þetta, Charles? — O, það er ekki rétt, sagði Charles, ósköp blíðlega. — Þessi litli kjáni hefir sjálf komið sér í þessa klípu, og það var ég sem bjargaði henni. Bíddu bara þang- að til faðir hennar fær að heyra í mér. Ég krefst þess að hann taki á móti mér sem hetju og ég vil líka fá helminginn af konungsríki hans. En vel á minnzt, viltu skera úr veð- máli á milli okkar, og segja mér hvort þú ert þú? — Ef satt skal segja, þá hefi ég enga löngun til að viðurkenna hvorugt ykkar í þessu ástandi. Charles stökk ofan af múrnum. — Þú neyðist til þess að viður- kenna okkur bæði. Annað okkar óskar blessunar, hitt samþykkis, þú getur valið á milli. — Ég er hjartanlega ánægður. Vertu velkomin, Christy! Hann faðmaði mig að sér og rétti aðra höndina til sonar síns. — Óska þér til hamingju, drengur minn, þú ert heppinn! Svo kyssti hann okkur bæði. Charles hló. — Þarna sérðu, ég hafði á réttu að standa. — Þú vannst, eins og venjulega. Ó, hvað það er dásamlegt að sjá þig, Chas frændi. Hjartans þakk- ir. Gat pabbi ekki komið? — Þvl miður, hann gat ekki komið með mér. Þú ert svolítið ræfilsleg, telpa mín, er það víst að ekkert é að þér? — Mér líður prýðilega. Og það er alveg satt að Charles bjargaði mér. Og það er hetjusaga, sem þú skalt sannarlega fá að heyra. — Heyrðu, ég verð að segja lög- reglunni að þeir stálu bílnum mín- um, sagði Charles. — Ég veit það, hann stendur fyr- ir utan hótelið í Beirut. — Þú ert svei mér karl í krap- inu, sagði sonur hans með hrifn- ingu. — Hvernig fórstu að því að ná í bílinn? — Bílstjórinn hennar Christy kom með hann. — Hamid, sagði ég. — Ó, guði sé lof. Sagði han nokkuð frá þvf sem kom fyrir hann? — Maðurinn sem stal bílnum, ók út af í beygju. Nei, Charles, það er ekkert að bílnum, aðeins nokkrar rispur. Hamid kom að bíl- Framhald á bls. 50. i2. tw. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.