Vikan - 19.03.1970, Side 22
JACK LONDON KVÆNIST
EN EKKI STfiLKUNNI SEM HANN ELSKAR.
Hamingjan hossaSi Jack um stundarsakir.
Hann kvæntist og eignaðist eigið heimili
og gat lifað af ritstörfum.
En ekki leið á löngu, þar til nýir erfiðleikar
dundu yfir hann .. . .
Á þessum farartækjum fóru nýgiftu
hjónin í Ianga brúðkaupsferS.
Jack London hefur skrifað
undir samning um útgáfu á
bók með öllum þeim sögum,
sem birzt hafa eftir hann i
blöðum og timaritum. Ný öld
er að hefjast, tuttugasta öld-
in, öldin hans. Hann situr i
svefnherbergi sínu og bíður
eftir aldamótunum — með
drög og uppköst að hundruð-
um óskrifaðra skáldverka i
fórum sínum. Klukkan henn-
ar Flóru sló tólf. Hann spratt
á fætur, klæddi sig í peysu,
setti á sig hjólhestaspennurn-
ar og hjólaði til San Josc um
nóttina. Gat hann byrjað
nýju öldina betur en með því
að kvænast stúlkunni, sem
hann elskaði, strax fyrsta
daginn ? Ef synir hans og síð-
an sonarsynir ættu að hugsa
til hans með stolti að liundr-
að árum liðnum, mátti hann
engan tíma missa.
Frú Applegarth hafði al-
drei viljað fá Jack fyrir
tengdason. Hún hafði ekki
sett sig upp á móti trúlofun-
inni, af því að hún vissi, að
giftingin hlaut að byggjast á
getu Jacks til að sjá fyrir eig-
inkonu, og á henni hafði hún
enga trú. En þegar Jack birt-
ist skyndilega þennan nýárs-
morgun, með próförk af sög-
unni „Heimskautaóður“ sem
tákn um vaxandi gengi á
nýja árinu, þá gerbreyttist
framkoma hennar. Jú, hún
var fús til að gefa samþykki
sitt til giftingarinnar, já,
jafnvel samdægurs, en með
einu skilyrði: Annaðhvort
varð Jack að flytja til þeirra
og gerast fyrirvinna heimilis-
ins — maður hennar var dá-
inn og Edward sonur hennar
bjó ekki lengur heima — eða
þá að hún varð að fá leyfi til
að flytja með þeim til Oak-
land. og hann varð að lofa
því að skilja þær mæðgurnar
aldrei að.
Út af þessu varð hörð
deila.. Jack hélt þvi fram, að
móðirin hefði engan rétt til
að bregða fæti fyrir ham-
ingju dóttur sinnar, og frú
Applegarth lét hann skilja á
EFTIR IRVING STONE
sér, að Mabel væri hlýðin
dóttir, sem væri móður sinni
þakldát fyrir allt, sem hún
hefði gert fyrir liana og vildi
ekki vilja yfirgefa hana i ell-
'inni — þó að sannleikurinn
væri sá, að frú Applegarth
væri miklu sterkbyggðari en
dóttir liennar. Hún var samt
farin að láta Mabel færa sér
morgunmatinn i rúmið dag
hvern.
Mabel var eins og milli
tveggja elda og gat sjálf ekki
tekið neina afstöðu. Móðir
hennar hafði alltaf kúgað
hana, og það liafði sett mark
sitt á hana.
Þegar Jack kom aftur til
Oakland um kvöldið, sár og
gramur, biðu hans nýjar
áhyggjur og vandamál. Flóra
sagði honum, að nú væru
peningarnir frá „Atlantic
Monthly“ alveg búnir.
Næsta morgun hjólaði
hann gömlu leiðina lil veð-
lánarans íneð (regnkápu
Johns London á bögglaber-
anum. Þegar hann kom út
aftur, hafði hann nokkra
dollara í vasanum, en hann
varð að ganga heim, því að
hann hafði veðsett hjólið sitt
líka. Það yrði ekki mikilvægt
fjárhagsatriði, þó að Mabel
bættist við í fjölskylduna, en
það mundu liða mörg ár,
þangað til liann gæti séð
fyrir tengdamóður sinni.
- 8. GREIN
Auk þess var það hrein-
asta fjarstæða að láta sér
detta í hug, að frú Applegarth
og Flóra gætu búið undir
sarna þaki. Strax fyrsta dag-
inn mundu þær fara í hár
saman. Þær voru aldar upp
við gjörólíkar aðstæður og
liugsunarhátt, sprottnar upp
úr eins ólíkum jarðvegi og
frekast var hægt að hugsa
sér. Áreiðanlega mundi frú
Applegarth vilja stjórna
heimili hans. Og Mabel
mundi fyrst og fremst vera
dóttir frú Applegarth, en þar
næst konan hans.
Hann var bæði hryggur og
Jack London sem ungur, efnilegur
rithöfundur. Hann átti við mikla
örðugleika að etja, en missti aldrei
trúna á sigur.
22 VIKAN 12-tbL