Vikan - 19.03.1970, Síða 25
SÉRSTAKLEGA SKEMMTILEG FRAMHALDSSAGA
arvana og vonlaus og ræfill —
hjálpaðu mér, elsku Elaine, fyr-
irgefðu mér, elsku Elaine, ég
elska þig, ó, guð, ég elska þig, ég
elska þig, fyrirgefðu mér og
gleymdu þessu — ég elska þig.
Hann reis upp án þess að ljúka
við bréfið, lét sig falla niður á
rúmið og sofnaði.
Daginn eftir sá hann hana.
Hann hafði rétt lokið við að
borða hádegismat í matsal há-
skólans þegar hann fór út og sá
hana ganga á gangstéttinni með
fangið fullt af bókum. Hann
snarstanzaði og starði á hana unz
hún var komin framhjá en þá
flýtti hann sér niður tröppurn-
ar og elti hana. Hún gekk hratt.
Hann hélt sig töluvert fyrir aft-
an hana og fór svo á eftir henni
inn í stóra byggingu. Hún stanz-
aði við drykkjarbrunn, og hann
stóð og horfði á hana á meðan.
Síðan elti hann hana niður eftir
löngum gangi og sá hana hverfa
inn í skólastofu. Benjamín flýtti
sér á eftir henni og var nægilega
fljótur til að sjá hana setjast og
hvísla einhverju að sessunaut
sínum.
— Fyrirgefðu, sagði hann við
stúlku sem var á leið inn í stof-
una.
— Já?
— Hvað er þetta langur tími?
— Hvað?
Þessi kennslustund, sagði
Benjamín. — Hvað er hún löng?
— Klukkutími, svaraði stúlk-
an.
Fyrir utan voru bekkir og tré.
Benjamín fór inn í matsalinn og
keypti dagblað og í klukkustund
færði hann sig af einum bekkn-
um yfir á annan, reykti sígarett-
ur og leit yfir fyrirsagnirnar. Þá
hrinyli bjalla og Benjamín
spratt á fætur. Stúdentarnir
komu í litlum hópum út og
gengu niður tröppurnar masandi
og hlæjandi. Benjamín hallaði
sér upp að tré og grandskoðaði
hvert andlitið á fætur öðru. Ela-
ine kom út með annarri stúlku,
sagði eitthvað við hana og hló.
Hún var með fangið fullt af bók-
um og um stund stóðu þær og
töluðu saman. Benjamin braut
blaðið saman, stakk höndunum í
buxnavasana, ræskti sig og gekk
í áttina til Elaine um leið og hin
stúlkan gekk í burtu. Hann
horfði beint fram fyrir sig. Um
leið og hann kom að henni,
stanzaði hann. Hún starði á
hann. Benjamín leit niður fyrir
sig, og ræskti sig í lengri tíma.
— Jæja, sagði hann loks. —
Elaine.
Hún svaraði ekki.
— Jæja, sagði Benjamín aftur
og kinkaði kolli lítillega án þess
þó að líta upp. — Hérna . . .
hvernig hefur þú það? Bara
gott?
Stúdent rakst á hann og
Benjamín sneri sér við til að
brosa til hans. Svo ræskti hann
sig á ný og leit niður fyrir sig.
— Ég . . . mér datt í hug að
heilsa upp á þig. Eg hélt að mig
misminnti ekki að þú værir hér
í skóla. Hann leit aðeins upp og
framan í hana. Hún stóð enn í
sömu sporum með handleggina
klemmda utan um bækurnar og
starði sviplaust á hann. Hann
leit strax niður aftur. — Eg . . .
ég . . . hérna . . . hvað ætli
klukkan sé orðin? Hann leit við
og á klukkuna sem var á einni
turnspírunni. ■— Já, sagði hann.
— Jæja, ég verð að fara. Bless.
Hann hálf-hljóp í burtu, rakst
á stúlku og rétt á eftir pilt og
svo hvern vegfarandann á fætur
öðrum, unz hann komst út á göt-
una. Þar flautaði bíll á hann og
Beniamín stökk aftur upp á
gangstéttina. Hann gekk hratt
niður eftir tveimur húsaröðum
en sneri við og gekk aftur upp
eftir annarri. Um stund stóð
hann kyrr og horfði á umferðina
en svo rakst einhver á hann og
þá hallaði hann sér upp að ná-
lægum húsvegg og huldi andlit-
ið í höndum sér.
Hann sá hana aftur nokkrum
döeum síðar. Það var á laupar-
daeseftirmiðdegi og í úrhellis-
rigningu. Beniamín var á göngu.
oo flvði öðru hvoru undir
skvegni við verzlanir þegar hann
vildi komast undan rigningunni.
Elaino stóð á strætisvagnastonni-
stöð. íklædd bunnri regnkápu úr
nlasti og með hatt úr sama efni
á höfðinu. Þegar hann kom á
hana stóð Beniamín lengi og
starði án þess að hreyfa sig. Svo
flvtt.i hann sér inn í veitineahús.
settist við gluggann og pantaði
biór. Hann drakk bjórinn í flýti
og horfði á Elaine á milli stórra,
grænna stafa, sem málaðir voru
á gluggann. Við og við beygði
hann sig lítið eitt fram á við til
að geta horft á Elaine til hliðar
við stórt M, en þess á milli sat
hann grafkyrr og gætti þess að
hafa M-ið á milli sín og Elaine,
þannig að hún gæti ekki séð
hann.
Þegar hann hafði lokið við
bjórinn bað hann um annan. Um
leið og þjónustustúlkan kom með
glasið, sveigði strætisvagn að
gangstéttinni og stanzaði. Benja-
mín rauk á fætur og horfði út
yfir M-ið. Bílstjórinn opnaði
dyrnar en Elaine hristi höfuðið
og bíllinn hélt áfram. Þjónustu-
stúlkan stóð við borðið.
— Eitthvað fleira fyrir yður?
— Já. Einn enn.
Hún kinkaði kolli.
— Hvar er salernið hér?
— Fyrir enda salarins.
Benjamín flýtti sér inn og
greiddi sér, síðan aftur að borð-
inu þar sem hann svolgraði í sig
bjórinn er var á borðinu. Svo
gekk hann aftur út í rigninguna.
Elaine stóð á gangstéttarbrún-
inni og horfði inn í verzlun hin-
um megin götunnar. Benjamín
ræskti sig og gekk í áttina að
henni. Rétt fyrir aftan hana
stanzaði hann, ræskti sig aftur
og brosti. — Elaine? sagði hann
um leið og hann hallaði sér lítið
eitt fram á við.
Hún snarsnerist við.
Benjamín kinkaði kolli. — 55g
. . . hérna . . . ég var á labbi
og ég hélt að þetta værir þú.
Heyrðu!
Hann sneri sér við. Maður
nokkur stóð í dyrum veitinga-
hússins á skyrtunni einni saman,
með matseðil yfir höfðinu til að
bægia frá sér rigningunni. —
Ertu nokkuð að hugsa um að
borea hérna. kunningi?
Ó. sagði Benjamín. Hann
pekk hratt yfir ganestéttina og
fór í vasann eftir peningum, og
rétti svo manninum nokkra doll-
ara-seðla. Maðurinn krumpaði
þá saman í lófa sínum. — Er
þetta eitthvert stúdentagrín?
— Hvað?
Drekka og ganga svo út?
Er það stúdentagrín?
— Nei. Mér þykir þetta leitt.
Hann gekk aftur til Elaine.
— Hvað ert þú að gera hér?
spurði hún.
— Ha?
— Hvað ert þú að gera hér í
Berkeley?
— Ó, sagði Benjamín. — Ja,
ég bý héma — um stundarsak-
ir.
Elaine horfði á hann um stund
en leit svo niður eftir götunni.
— Ertu að bíða eftir strætó?
sagði Benjamín.
Hún kinkaði kolli án þess að
líta á hann.
— Jæja. Hvert ertu að fara?
— f bæinn.
Benjamín leit í sömu átt.
Nokkru neðar var bíllinn á leið-
inni. — Kannske ég — hérna —-
kannske ég komi með þér. Ef
þér er sama, það er að segja.
—- Heyrðu!
Maðurinn var aftur kominn út
í dyrnar á veitingahúsinu og
ennþá með matseðilinn yfir höfð-
inu. — Þú átt að fá til baka!
Benjamin brosti og kinkaði
kolli. — Haltu því.
— Ha?
-— Þú mátt eiga það.
Maðurinn horfði á hann og
hélt út hendinni. Loks gekk
Benjamín að honum og tók við
peningunum. — Þakka þér fyrir,
sagði hann, og gekk aftur að
Elaine um leið og bíllinn kom
upp að og bílstjórinn opnaði
dyrnar.
Bíllinn var svo fullur að þau
gátu ekki setið hlið við hlið.
Elaine settist við hlið gamallar
konu með regnhlíf í kjöltu sér
og Benjamín settist á milli
tveggja eldri manna í aftasta
sætinu.
Hinum megin við brúna yfir
flóann fór strætisvagninn yfir á
hliðargötu og þaðan inn á enda-
stöð. Benjamín stóð upp og fór
á eftir Elaine út.
Jæja, sagði hann er þau
gengu inn í bygginguna. —
Hvert ferðu héðan?
— Ha?
— Eg sagði, hvert ferðu héð-
an?
— Eg þarf að hitta mann.
— Stefnumót?
— Já.
Benjamín stökk til hliðar til að
forða árekstri við gamlan mann
Framhald á bls. 32.
12 tw VIICAN 25