Vikan - 19.03.1970, Qupperneq 33
stólinn við borðið og hallaði sér
fram á það; lagði höfuðið á arma
sér. — Elaine? sagði hann aftur.
— Ég vil ekki tala við þig.
— Elaine! hrópaði hann. — Ég
elska þig!
Grafarþögn. Elaine stóð örlít-
ið lengur og horfði aftan á hann,
en gekk svo hægt inn í mitt her-
bergið. — Hvernig gætirðu gert
það? sagði hún hljóðlega.
Hann hreyfði sig ekki.
— Hvernig gaztu þetta! sagði
hún.
Benjamín svaraði ekki.
— Hvernig gaztu nauðgað....
Hún huldi andlitið í höndum sér.
Benjamín lyfti höfðinu frá
borðinu og starði beint fram fyr-
ir sig. — Hvað? sagði hann.
— Hatarðu allt og alla? sagði
hún hljóðlega í hendurnar á sér.
Hann stóð hægt uPP og leit á
hana. — Nauðgað henni? sagði
hann.
Hún færði hendurnar nægilega
neðarlega til að geta litið á hann
yfir þær. Hún grét.
— Sagðirðu „nauðgað henni“?
Hún svaraði ekki.
Nei! sagði Benjamín og sté
skrefi nær henni. Hún hörfaði
aftur á bak. — Nei! sagði hann
aftur.
Elaine ræskti sig og þurrkaði
sér um augun.
— Hvað sagði hún? spurði
Benjamín.
Hún leit á hann en svaraði
ekki.
—- Hvað sagði hún!
Hún svaraði ekki enn.
— Út með það!
Hún horfði enn um stund á
hann en sneri sér svo undan. —
Ég vil að þú verðir farinn í
fyrramálið.
— Nei! hrópaði Benjamín.
Hann hljóp á milli hennar og
dyranna.
— Snertu mig ekki!
— Eg ætla mér alls ekki að
snerta þig.
— Farðu þá frá dyrunum.
— Elaine, bað hann, — ég sver
við Guð að ég skal ekki snerta
þie, en í guðanna bænum segðu
mér hvað hún sagði.
— Af hverju?
Vegna þess að þetta er ekki
satt!
— Er það satt að þú hafir sof-
ið hjá henni?
— Já.
— Hana. Farðu frá dyrunum.
— Elaine?
— Hún sagði mér að þú hefðir
dregið hana með þér upp í hótel-
herberei. fyllt hana og nauðgað
henni síðan.
— Ó, nei!
— Eg vil fara.
— Dregið hana upp? sagði
hann.
Hún starði á hann en svaraði
ekki.
— Sagði hún að ég hefði dreg-
ið hana þangað upp?
— Hún sagði að þú hefðir far-
ið með hana þangað en hún
hefði verið ölvuð svo hún hafi
ekki vitað hvað var að ske.
— Á Taft-hótelinu?
— Já.
— Viltu segja mér svolítið
meira um það sem hún sagði?
— Hvers vegna?
— Elaine, ég fer í fyrramálið,
ég lofa því. En þetta er nokkuð
sem ég verð að vita.
Elaine hikaði andartak og
ræskti sig. — Ég skal segja þér
það og svo fer ég, sagði hún.
— Allt í lagi.
Hún ræskti sig aftur. — Hún
sagðist hafa verið þarna með
einhverjum kunningja sínum og
þá komst þú.
— Það er ekki satt.
-— Benjamín, gerðu það farðu
frá dyrunum!
— Hvað sagði hún meira?
— Ég vil ekki tala um þetta.
— Gerðu það ...
— Þegar hún kom út beiðst þú
eftir henni á bílastæðinu.
— Guð minn góður.
— Og þá ... þá varnaðir þú
henni frá því að komast inn í
bílinn og sagðir að hún væri of
ölvuð. Benjamín, ég vil fara ...
— Og hvað svo?
— Þú sagðir ... þú sagðist geta
útvegað henni herbergi yfir nótt-
ina. Þú gerðir það og keyptir svo
vín þar til hún „dó“. Og um
morguninn ... Elaine hristi höf-
uðið. — Hleyptu mér út, Benja-
mín.
— Um morguninn ...
— Um morguninn sagðir þú
henni að nú væri... væri sam-
band á milli ykkar sem ekki
væri hægt að snúa frá.
— Elaine.
— Hleyptu mér út!
— Elaine, mér verður óglatt
af að heyra þetta.
— Benjamín leyfðu mér að
fara. Hún þurrkaði sér um aug-
un.
— Elaine, þetta er ekki það
sem skeði. Það sem skeði var að
mér var haldið samkvæmi.
— Ég vil ekki heyra þetta.
Foreldrar mínir héldu mér
samkvæmi þegar ég kom heim
frá skólanum. Eg ók móður þinni
heim.
— Ég sagðist ekki vilja heyra
þetta.
— Elaine, þetta er sannleikur-
inn.
— Mér er alvag sama, sagði
hún og kom skrefi nær dyrun-
um. — Farðu frá.
Benjamín hikaði aðeins en
hreyfði sig ekki. — Eg keyrði
hana heim úr samkvæminu, El-
aine.
— Leyfðu mér að fara.
— Svo fórum við upp til að
skoða mynd af þér. Þegar við
komum þangað ... þá ... fór hún
að hátta sig.
— Benjamín! Hún er móðir
mín!
— Ég fór niður að sækja vesk-
ið hennar og setti það svo á rúm-
ið þitt. En þegar ég ætlaði út þá
kom hún inn — allsber! Hún ...
Skyndilega æpti Elaine.
Benjamín starði á hana á með-
an og lengi á eftir. Hún huldi
andlitið í höndum sér en lét
hendurnar svo síga rólega niður
aftur. Benjamín leit allt í kring-
um sig og tók svo stól úr einu
horninu og lét hann á mitt gólfið
þar sem hún stóð. Svo flýtti hann
sér út og niður ganginn inn í
baðherbergið. Fyrir enda gangs-
ins stóð drengur í dyrum og
starði á Benjamín eins og spurn-
ingamerki í framan. — Þetta er
allt í lagi, sagði Benjamín. f
baðehrberginu fyllti hann vatns-
glas og var á leiðinni með það til
herbergis síns þegar maður
nokkur, húsráðandinn, stöðvaði
hann.
— Hver var að æpa? spurði
hann.
— Þetta er allt í lagi, sagði
Benjamín.
— Hver öskraði þarna uppi?
— Þetta er allt í lagi, herra
Berry.
— Hver var þetta?
— Gestur?
— Gestur hvers?
— Minn gestur.
— Hvað gerðirðu henni?
— Fyrirgefðu, sagði Benjamín
og ætlaði að ganga til hliðar við
herra Berry, en hann stöðvaði
hann aftur, og stillti sér upp fyT-
ir framan dyrnar. — Það er allt
í lagi með hana núna, sagði
Benjamín. — Hún varð æst og
æpti og ég er með vatn handa
henni svo hún jafni sig!
— Ég hringdi á lögregluna,
sagði herra Berry.
— Guð minn góður!
— Hvað gerðirðu henni?
— Djöfullinn hafi það! hróp-
aði Benjamín. — Hringdu aftur
í lögregluna og segðu þeim að
það sé ekkert að. Segðu þeim að
koma ekki.
— Hvað gerðirðu henni?
— Farðu frá! Benjamín ýtti
sér inn og lokaði á eftir sér. —
Gjörðu svo vel, sagði hann og
rétti Elaine glasið.
— Hvað gengur á?
— Ekkert.
— Hver er þarna úti?
— Húsráðandinn, sagði Benja-
mín, um leið og hann fór út á
ganginn aftur. Herra Berry
reyndi að kíkja inn um leið og
Benjamín kom út en hann varð
fyrri til að loka. Fólk var komið
í allar dyr og sumir lágu fram á
handriði að ofan. Það er allt í
lagi núna, sagði Benjamín. —
Farið þið aftur til herbergja ykk-
ar! Enginn hreyfði sig. Benjamín
leit aftur á herra Berry. — Ætl-
arðu að hringja aftur á lögregl-
una?
— Segðu mér hvað skeði.
— Hún varð æst og æpti.
Hringdu nú aftur á lögregluna
og segðu þeim að koma ekki.
— Hvers vegna varð hún æst?
— Það kemur þér ekkert við.
Skyndilega var útidyrunum
hrundið opnum og lögregluþjónn
Krommenie
Vinyl gólfdúkur og vinyl
flísar með áföstu
filti eða asbest undirlagi.
Mýkri, áferðarfallegri,
léttari í þrifum, endingarbetri.
KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA
Krommenie
Gólfefni
KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164
LITAVER S.F., Grensásvegi 24
MÁLARINN H.F., Bankastræti.
Grensásvegi 11
VEGGFÓÐRARINN H.F.,
Hverfisgötu 34
ruddist upp stigann. — Hver
hringdi?
— Ég, sagði herra Berry.
— Það er allt í lagi núna,
sagði Benjamín.
— Það er einhver stúlka inni
hjá honum sem æpir og öskrar.
Lögregluþjónninn leit á Benja-
mín. — Hvað skeði?
— Vinstúlka mín er í heim-
sókn og hún varð eitthvað æst
sem við vorum að tala saman,
svo hún æpti. En það er allt í
lagi núna.
— Af hverju er hún að æpa ef
allt er í lagi?
— Sjáðu til! Við vorum að tala
saman um svolítið sem æsti hana
upp.
— Hvað var það?
— Einkamál.
— Um hvað voruð þið að tala?
— Það er einkamál.
— Opnaðu túlann, kunningi.
— Ég sagði að það væri einka-
mál!
Elaine opnaði skyndilega
dyrnar og leit út. Fólkið kom
nær og herra Berry galopnaði
augun.
— Æptir þú, fröken? spurði
lögreglumaðurinn.
— Já.
Framhald í næsta blaði.
12. tbi. VIKAN 33