Vikan


Vikan - 19.03.1970, Page 50

Vikan - 19.03.1970, Page 50
Úrval Kemur út mánaðarlega Gerizt áskrifendur hálft þriðja ár. Yfirleitt voru Bí- öfrumenn í vörn, enda alltaf miklu fáliðaðri og verr búnir vopnum. En þeir höfðu það framyfir að hermenn þeirra trúðu yfirleitt á málstað sinn og börðust af eldmóði, en dátalýð- ur Lagos-stjórnarinnar var þar á móti áhugalítill um gang ó- friðarins og framganga hans jafnan bleyðileg. Var sú áreið- anlega meginástæða jþess, hve lengi Bíöfrumenn fengu varist, jafnerfið og aðstaða þeirra var. Þeir gerðu jafnvel gagnsóknir annað veifið, hernámu þannig einu sinni mikinn hluta Mið- vesturfylkisins og ógnuðu sjálfri Lagos. En þrátt fyrir verulegan stuðning ýmissa ríkja og hjálp- arstofnana, sem fluttu þeim vopn og matvæli loftleiðis, var að- staða þeirra vonlaus til lengdar. Það var hungrið sem öllu öðru fremur kom þeim á kné. Burt- séð frá hinum ægilega mannfelli meðal óbreyttra borgara, einkum barna, kom það illa niður á her- mönnunum, sem þó hafa áreið- anlega verið látnir ganga fyrir um mat. Þegar lokaatlagan var Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. ReMEDIA H.F. LAUFÁSVtGI 12 - 3Úai 16510 greidd að Owerri, voru bestu hersveitir Ojukwus, sem borgina vörðu, orðnar svo máttvana af langvarandi sulti og þar að auki fátaekar af skotfærum að þær leystust von bráðar upp. Þá hefur því verið haldið fram að Ojukwu, sem annars virðist snjall maður um margt, hafi reynst heldur slakur herforingi. Hann er, eins og aðrir nígerískir herforingjar, menntaður í bresk- um herskólum, og hafði tileink- að sér af fullmikilli alúð ýmis úrelt fræði, er þar voru kennd. Sagt er að hernaðaraðferðir Oj- ukwus hafi byggst mjög á svip- uðum reglum og Bretar börðust lengi eftir í fyrra heimsstríði og gáfust miðlungi vel. Þannig er ekki að sjá að Ojukwu hafi haft neinn verulegan áhuga á að setja í gang skæruhernað að baki víg- línunnar, en sigaði þess í stað vopnfáum liðsmönnum sínum fram í tilgangslaus fjöldaáhlaup líkt og hershöfðingjar Breta gerðu við Somme og Ypres. Ojukwu fóru engu betur út úr þesskonar stríðsaðferðum en lærifeður hans, en hann virðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en þá of seint. „Ef Ojukwu hefði lesið Maó Tse-túng í staðinn fyr- ir Sir Douglas Haig, er aldrei að vita nema hann hefði unnið,“ sagði bandarískur blaðamaður um þetta efni. Hvað stríðsáróður snerti voru Bíöfrumenn snjallari og stóðu þar miklu framar andstæðingum sínum. Áróðursmálaráðuneyti þeirra stjórnaði kunnasti rithöf- undur Nígeríu, Cyprian Ekwensi, og á hann áreiðanlega mikinn þátt í því að almenningur út um heim fékk yfirleitt fremur samúð með málstað Bíöfrumanna en hitt. Miklu réðu einnig um það sjónvarpsfréttir frá Bíöfru, en segja má að heimurinn hafi horft á börnin þar deyja úr hungri á hverju kvöldi í meira en tvö ár. Ástæða er til að spyrja hvernig heimurinn entist til að stara á glæpinn all- an þennan tíma án þess að stöðva hann. Svarið hlýtur að liggja í því, að þótt málstaður Nígeríu- manna ætti sér fornfælendur færri, þá voru stuðningsaðilar þeirra of öflugir til að aðrir treystu sér eða kærðu sig um að ögra þeim. Þeir stuðningsaðilar eru fyrst og fremst stjórnmála- spekúlantar og olíuauðveld Bret- lands og Sovétríkjanna. Einhver viðurstyggilegustu morð sögunn- ar, sem heimurinn hefur verið vitni að í ríkara mæli en nokkr- um öðrum glæp, hljóta því fyrst og fremst að skrifast á reikning Brésjnéfs í Moskvu og „jafnað- armanna“foringjans Wilsons í Downing Street. Og að síðustu er ástæða til að spyrja: ef slíkum og þvílíkum náungum á að hald- ast uppi að fremja glæpi sína fyr- ir augunum á heiminum og í trássi við samvizku hans, hve lengi verður þá sú sama samvizka að sljóvgast og mást út að fullu? dþ. Heyra má Framhald af bls. 31 eða bara eins fljótt og hægt er — og hafa þá sem mest á henni frumsamið. Björgvin á heila „dobíu“ af lögum, hvert öðru betra, og hver veit nema einhver okkar hinna lumi á einu eða svo.“ Eins og öllum lýðnum ætti að vera kunnugt núna, var Jónas í framboði til forkosninga borgar- stjórnarkosninganna hér í Reykjavík, og eins var Sveinn Guðjónsson, orgelleikari Roof Tops. Ég efast ekki um að báðir þessir menn gætu gert ýmislegt í borgarstjórn, en það er ekki laust við að upp í huga mér komi nokkrar svipmyndir af alls kyns fundum og mannamótum þar sem átti að ræða allt annað en poppmenningu. Reynslan hefur sýnt, að ekki hefur þýtt mikið að halda sam- komur fyrir ungt fólk, nema efst séu settir á blað einhverjir hljóðfæraleikarar og söngvarar — sem aftur draga að sér æp- andi smástelpur er hafa ekki hugmynd um, og vilja ekki vita, hvað er að ske. Þetta skeði á Viet Nam-fundi í Háskólabíói og aftur á Þjóðlagakvöldi á sama stað. Aðal aðdráttaraflið var popphljómsveit, sem síðan gerði mikið, þó það hafi alls ekki ver- ið meining þeirra, til að skemma mögulegan ágætismóral. Og hvort sem þeir Jónas og Sveinn væru í framboði fyrir „komma, krata, íhald eða fram- sókn“, þá lít ég sömu augum á framboð þeirra — og vafalaust fleiri. Hálf finnst mér það klaufalegt hjá „Flokknum" að afla atkvæða svona — en vafa- laust ber það tilætlaðan árangur. ☆ Hringur soidánsins Framhald af bls. 21 stjóranum og sló hann ( rot, áður en hann vissi hvað hefði skeð. Hann er þarna, það er hann sem ekur fyrir mig. Svo sneri hann sér við og leit á Dar Ibrahim. Börnin voru löngu farin frá okkur, og nú kom litli hundurinn fram úr fylgsni sínu, og skreið eftir mölinni að fótum Chas frænda, sem sneri sér við, rétt í því. — Jæja, þetta eru þá lok langr- ar sögu. Charles kemur með mér hingað aftur, þegar mestu lætin eru um garð gengin. Hann rétti mér höndina. — Komdu, þú ert þreytu- leg . Hvað í veröldinni . . Þegar hann sneri sér við, var hann nærri dottinn um hundinn, sem lá í hnipri við fætur hans, óhreinn og illa haldinn, með skít- ugt trýni. Hann veifaði einhverju, sem einu sinni hafði verið skott. — Þetta er þó ekki . . . ? — Nei, fjandinn hafi það, sagði Charles. — Þetta er bara venjuleg- ur flækingshundur. Charles, sem hafði beygt sig nið- ur að hundinum, rak upp undrun- aróp. — Hafið þið séð þetta, það er hálsband. Það stendur eitthvað á því. Það er nafn. Hann hefir þá flækst að heiman frá sér, litla skinnið. Við getum kannski komið honum til skila. Það er ekki venju- legt hér að hundar séu með háls- band. Þetta hlýtur að vera tiginn Hann þagnaði skyndilega. Þá sá ég nafnið sem var letrað á hálsbandið: AX SAMSON. Charles leit á mig. — Hann þekkti málróm okkar. Rödd hans var svo þurr að ég skildi að hann var ekki síður hrærður en ég. — Hann þekkti okkur pobba. Hann hlýtur að hafa flúið þegar hún dó, eða kannski þetta svín hafi fleygt honum á dyr, og látið sig einu skipta þótt hann svelti í hel. Charles lyfti þessu ólögulega dýri upp í fang sér. — En nú fer hann f sóttkví á Phoenicia. — Sóttkví, þú ætlar þó ekki að taka þetta sóðalega dýr með þér heim? — Þetta er ekkert sóðalegt kvik- indi, þetta er Samson. Manztu ekki að ég sagði þér frá Samson? Þetta verður brúðargjöf Harrietar frænku til okkar, pabbi. Þetta verður minn eigin Gabrielshundur. Hann heyrir fjölskyldunni til. Hamid hló út að eyrum og hélt bíldyrunum opnum fyrir okkur. Ég settizt í aftursætið milli mannanna tveggja. Charles lagði handlegginn utan um mig og þrýsti mér fast að sér, og höfuð mitt hvfldi á öxl hans. Við, hundurin litli og ég, vorum steinsofnuð, áður en bíllinn var kominn nokkra kílómetra leið til Beirut... Sögulok. 50 VIKAN 12-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.