Vikan


Vikan - 16.04.1970, Side 9

Vikan - 16.04.1970, Side 9
f umsjón Olafs Brynjólfssonar Bobby Charlton, þekktasti og dáðasti knattspyrnumaður Englands nálgast nú óð- um hinn merka áfanga á sínum frábæra knattspyrnuferli að leika sinn 100. lands- leik. En svo marga landsleiki hafa aðeins fimm leikmenn leikið, það eru þeir Billy Wright, Englandi, Thorbjörn Svendson, Nor- egi, Josef Bozsik, Ungverjalandi, og þeir Djalma Santos og Gylmar dos Santos frá Brasilíu. Nú fyrir skömmu tilkynnti Alf Ramsey hvaða tuttugu og átta leikmenn hann hefði valið til æfinga fyrir heimsmeistarakeppn- ina í Mexico og kom það engum á óvart að Bobby Charlton væri í þeim hópi, en hann er einn af fimm leikmönnum Manchester United, sem valdir voru. Og ef hægt er að dæma eftir vali Alf Ramsey á enska landsliðinu í vetur má telja víst, að Bobby verði þar eins og í síðustu heimsmeistara- keppni lykilmaðurinn í leik enska landsliðs- ins. Þetta verður fjórða heimsmeistarakeppn- in sem hann tekur þátt í, en í svo mörgum heimsmeistarakeppnum hefur enginn ensk- ur leikmaður tekið þátt í fyrr. Bobby, sem í móðurætt er kominn af einni þekktustu knattspyrnuætt Englands, hefur eflaust ekki skort góða leiðbeinendur þegar hann var ungur, því hvorki meira né minna en fimm frændur hans og afi voru allir atvinnuknattspyrnumenn. Sá frægasti þeirra var Jackie Milburn, sem á sínum tíma var aðalstjarna Newcastle og enska lands- liðsins. Þóttu það því engin stórtíðindi, þegar hann var valinn í úrvalslið skólans, i heima- bæ sínum, Ashington. Það var í einum af þessum skólaleikjum, að skólastjórinn var meðal áhorfenda og veitti hann Bobby sérstaka athygli. Varð hann mjög hrifinn af leikni þessa snaggara- BOBBY CHARLTON. lega stráks og benti vini sínum Joe Arm- strong á Bobby, en Joe þessi var einmitt að leita að efnilegum drengjum fyrir Man- chester United. Samkvæmt áskorun skóla- stjórans var hann viðstaddur næsta leik, sem Bobby lék. Joe sá strax að það hafði verið vel þess virði að koma og sjá þennan leik, og að hon- um loknum bauð hann Bobby að koma til Manchester United, þegar hann hefði lokið skólagöngu. En einhverra hluta vegna dróst það samt að samningurinn yrði gerður skrif- legur, og komu þá mörg önnur félög til sög- unnar og buðu honum samning, en það var þessu frumkvæði Joes að þakka, að hann gerði samning við Manchester United árið 1953. Manchester United var á þessum árum toppfélag í Englandi. 1 fjögur skipti á ár- unum frá 1946 til 1951, lenti félagið í öðru sæti í 1. deildinni, en vann hana loks árið 1952. Cliarlton með Evrópubikarinn, eftir sigurinn yfir Benefica 1968. Matt Busby, framkvæmdastjóri United, gerði sér hins vegar fulla grein fyrir því, að það færi að koma að því, að hann þyrfti brátt að yngja þetta lið upp. Og hóf því félagið umfangsmikla leit að efnilegum drengjum sem síðar meir gætu orðið góðir atvinnumenn. Voru fleiri hundruð drengir prófaðir í þessu sambandi um allt Bret- land og þeim beztu boðinn samningur við félagið. Þannig varð liðið til sem síðar var kallað Busby Babes, en í því voru meðal annarra þeir Duncan Edwards, Dennis Viollet, Roger Byrne og Bobby Charlton. Var þetta lið mjög sigursælt og vann til dæmis unglingabikar- keppni enska knattspyrnusambandsins fimm ár í röð. Árið 1956 lék Bobby sinn fyrsta leik með aðalliði United. Var hann leikinn á Old Trafford, heimavelli félagsins og var gegn Charlton Athletic í 1. deildarkeppninni. Stóð hann sig mjög vel og gerði meðal ann- ars tvö mörk, en United vann leikinn 4—2. Þetta keppnistímabil vann United 1. deild- ina annað árið í röð og spilaði úrslitaleik- inn í bikarkeppninni við Aston Villa. Eflaust hefði United orðið fyrsta félagið á þessari öld til að vinna bæði deildar- og bikarkeppn- ina sama árið, ef tveir af leikmönnum liðs- ins, þeir Mark Jones og Dennis Viollet, hefðu ekki slasast fyrir leikinn og gátu því ekki leikið með. En Aston Villa vann leikinn 2—1. Framhald á bls. 50. • DÝR STJÖRNULEIKMAÐUR LUIGI RIVA - setjið nafn hans vel á minn- ið, því trúlega verður hann ein mesta stjarna heimsmeistarakeppninnar í Mexico. Undan- farin þrjú ár hefur hann verið einhver mesti og reglulegasti markaskori í heimi, sem bezt sést á því, að í þeim fjórtán lands- leikjum, sem hann hefur spilað, hefur hon- um tekizt að skora sextán mörk. — Það var mest þessum leikmanni félagsins Cagli- ari að þakka að ítalir unnu Evrópukeppni landsliða árið 1968, en í þeim fjórum leikj- um, sem hann spilaði, skoraði hann hvorki meira én minna en sjö mörk, þar af eitt í auka-úrslitaleiknum gegn Júgóslövum, sem ítalir unnu. Og í leikjunum gegn Austur- Þjóðverjum og Wales-mönnum í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar gerði hann sjö mörk af þeim tíu, sem ítalir gerðu í þessum fjórum leikjum. — Riva hefur tvisv- ar verið markahæsti maður Ítalíu, árið 1967, en þá gerði hann átján mörk og 1969 með tuttugu mörk. — Það er því ekki að undra að öll stærstu og ríkustu félög Ítalíu séu á höttunum eftir honum. Hæsta tilboð sem Cagliari hefur fengið í Riva hljóðaði upp á 860.000 pund, - 180.600.000 kr. - eitthundrað og áttatíumilljónir og sexhundruðþúsund krónur - í beinhörðum peningum, og var frá félaginu Inter Milan. Þá var þess og getið í tilboðinu að ef peningaupphæðin þætti of lág, væri Inter Milan til í að láta þrjá leikmenn fylgja með. En stjórn Cagliari hafnaði þessu tilboði strax og ákvað að halda áfram þeirri stefnu sem mörkuð var fyrir fáeinum árum, þegar félagið var í 2. deild, að selja enga af toppleikmönnum fél- agsins, heldur vinna sig upp og verða meðal sterkustu liða Ítalíu. Þetta hefur nú tekizt og er Cagliari búið að vera í efsta sæti í 1. deild nær allt keppnistímabilið og er nú alveg öruggt með sigur í henni. — En það er dýrt að hafa stjörnuleikmann á við Riva hjá félaginu, því fyrir eins árs samning við Cagli- ari, fékk hann 40.000 pund - áttamilljónir og fjögurhundruð þúsund krónur. • BRASILÍU SPÁÐ SIGRI Hinn 31. maí hefst úrslitakeppni heimsmeist- arakeppninnar í Mexico og eru menn því aS vonum farnir að „tippa“ á hvaða lönd séu líklcgust að sigra að þessu sinni. Fyrir skömmu stóðu vcðmálin þannig að Brasilíu- menn voru taldir líklegastir til að sigra og voru líkurnar taldar 3-1, þá komu Englend- ingar og Urúguaymenn með 7-1. En að öðru leyti var röðin þannig: Mexico og Vestur- Pýzkaland, 8-1; Italía, Perú og Rússland, 10-1; Tékkóslóvakía, 16-1; Búlgaria og Belgía, 21-1; Sviþjóð, 33-1; Rúmenia, 50-1; E1 Salva- dor, ísrael og Marocco, 100-1. — Síðan þess- ar tölur voru birtar, hefur það meðal annars gerzt, að Joao Saldanha, framkvæmdastjóra hrasilíska landsiiðsins, hefur verið vikið úr starfi, vegna ágreinings, sem upp kom, þeg- ar hann neitaði að velja Pele í landsleik nú fyrir skömmu og tveir af beztu mönnum Mexico hafa verið settir i hann vegna aga- hrota og munu ekki fá að spila í heims- meistarakeppninni. Óneitanlega hlýtur þetta að veikja sigurlikur þessara landa mikið, því allur ágreiningur svona stuttu fyrir loka- átökin hlýtur að vera mjög skaðlegur. • ENSKA LANDSLEÐIÐ 1974 Alf Ramsey hefur eins og flestum er kunnugt valið þá tuttugu og átta leikmenn, sem enska landsliðið verður siðan valið úr fyrir heims- meistarakcppnina. En þeir sem horfa lengra fram í tímann eru farnir að bollaleggja hvernig enska Iandsliðið verður skipað í heimsmeistarakeppninni sem fram fer i Munchen árið 1974 og rakst ég nýlega á þessa uppstillingu: Pcter Shilton (Leicester), - Tommy Wright (Everton), Tommy Booth (Manchester City), Tommy Smith (Liver- pool), Emlyn Ilughes (Liverpool), - John Hollins (Chelsea), Colin Bell (Manchester City), Alan Iludson (Chelsea), - Allan Clarke (Leeds), John Royle (Everton), Peter Osgood (Chelsea). — Af þessum ellefu leikmönnum, eru sex, sem Alf Ramsey valdi i tuttugu og átta manna hópinn fyrir skömmu. 16. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.