Vikan


Vikan - 16.04.1970, Page 15

Vikan - 16.04.1970, Page 15
Það er ekki meira um sprengjuna á forsíðunni, sagði hún. Ég lét tómt glasið á borð- ið. — Hvers vegna ætti það að vera þar? Það hefur nú ekki gerzt neitt nýtt í síðustu viku. — Harold, sagði móðir mín. — Hvað óskar þú þér að fá á afmælisdaginn? — Mamma, ég verð fjöru- tíu og sex ára. Er ekki kom- inn tími til að við hlaupum yfir þann afmælisdag! — Ég er nú þeirrar skoð- unar, að maður eigi að spyrja fólk, hvað það óskar sér á afmælisdaginn, sagði móðir mín. — Þá fær það þó það, sem það vill fá. Þú gæt- ir víst vel notað nokkrar hvítar skyrtur. Paula blaðaði áfram i blaðinu. — Hér er dálítið, en það er bara upptugga. — Þú ættir ekki að nota svona mikinn sykur, Harold, sagði móðir mín. — Hvers vegna halda þeir allir, að það sé karlmaður? (Paula hefði átt að vera kvenréttindakona). Ég dreypti á kaffinu. — Af þvi að menn halda, að eðii kvenna sé blíðara og fegurra. Paula starði á mig. — Átti þetta að vera tilraun til að vera meinfyndinn? — Böm, sagði móðir mín. — Ég vil ekki hafa, að þið rífizt við morgunverðarborð- ið. Paula, leggðu nú þetta blað frá þér. 0‘Brien rétti aftur upp höndina. — Hvers vegna get- ur það ekki verið kvenmað- ur? Yfirlögregluþjónninn brosti. — Konur geta verið leynilegir taugaveikismitber- ar, en þær hlaupa ekki með sprengjur út og suður. Walters yfirlögregluþjónn dustaði dálitla krít af erm- inni. — Við getum rólega dreg- ið fleiri ályktanir. Maðurinn með sprengjuna er pipar- sveinn. Hann býr sennilega með móður sinni, eða með nokkrum eldri systrum eða frænkum. Hann er maður, sem enginn tekur i rauninni eftir, og loks þegar að þvi kemur, þá er það vegna ást- úðar hans og umhyggju fyrir öðrum. Hann er ávallt reiðu- búinn til að gera fólki smá- greiða. Það er mjög senni- legt, að hann reyki ekki, og hann drekkur næstum aldrei. 0‘Brien glotti. — Getur samt ekki verið að hann fái sér glas til að efla kjarkinn? Yfirlögregluþj ónninn hristi höfuðið. — Nei! fólk af hans tagi verður annað hvort veikt eða syfjað af að drekka. Hann er holdugur maður, sem hefur etið of mikið. — En hvers vegna ætti hann að drepa saklaust fólk? — Hann hugsar ekkert um það. Það er ekki fólkið sem hann er á hnotskógum eftir. Honum finnst, að á einn eða annan hátt hefni hann sín á fyrirtækinu, sem hann telur að hafi svikið hann, eða á þeim, sem veittu honum ekki hækkun í tign, sem honum fannst að liann ætti skilið. — 1 kvöld förum við yfir til Martins frænda, sagði móðir min. — Við höfum ekki séð hann í rúma viku, og við neyðumst til að heim- sækja hann dálítið oftar. — Martin frændi er gam- all og leiðinlegur, sagði Paula. Móðir mín hellti kaffi í bollana. — Já, það veit ég, Paula, en við verðum að muna, að það eina, sem hann hefur áhuga á, það erum við og tyrkneska baðið hans. — Ég verð kannski að vinna fram eftir í kvöld, mamma, sagði ég. — Ég verð að ljúka við reikningana hans Evans i dag, og ég veit ekki hvort mér tekst það fyrir klukkan fimm. Paula brosti dauflega. — Ég heyrði sagt, að Corrigan hafi verið hækkaður í tign í síðustu viku. Svo þeir gengu aftur fram hjá þér. — Já, það gerðu þeir víst, svaraaði ég þurrlega. — Stjórnmál, sagði móðir min. — Þú ert bráðum fjörutíu og sex ára, sagði Paula. — Heldur þú að það verði eitt- hvað úr þér einhvem tima? — Maður hefur nú leyfi til að vona. — Veiztu hvað? sagði Paula. — Þú hefur alls ekki bein i nefinu. Það er þess vegna, sem þú kemst ekkert áfram. — Þú lætur fólk traðka á þér! Mamma tók í sama streng. — Það notfærir sér ráðvendni þína. Corrigan fékk starfið, sem þú hefðir átt að fá. — Það gerir ekkert til nú, sagði ég. — Og Corrigan er ágætis maður! En ég var Framhald á bls. 39. 16 tbl- VIKAN 15-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.