Vikan


Vikan - 16.04.1970, Side 25

Vikan - 16.04.1970, Side 25
FISKUR í HLAUPI Byrjið á að útbúa hlaupið. Það má reikna með 12—14 blöðum af matarlími I 1 I. af fisksoði, og er mjög gott að setja örlítið vín í soðið. Notið sem mest af fiskinum og minna af soði. Fyrir 4—5 manns þarf form, sem tekur ca. 1 V4 I. 250 gr af soðnum hreinsuðum fiski má reikna með að sé nægilegt. Eftir að matarlímið hef- ur verið leyst upp í soðinu er ör- litlu af því hellt í formið og það látið stifna. Þá er sett skreyting í botninn og hliðarnar, munstur ef vill, og notið það sem fyrir hendi er til skreytingar. T.d. er fallegt að nota nóg af steinselju eða dilli. Síðan má nota rækjur, krækling, krabba eða hvað sem hver og ein húsmóðir kýs að bera í réttinn. Hellið dálitlu af soði yfir svo skreytingin festist. Síðan er fiskurinn settur í og er bezt að nota heilagfiski, rauð- sprettu eða silung. Síðan er soðinu hellt yfir og látið stífna á köldum stað. Við framreiðsluna má skreyta réttinni með blaðsalati, heilum asp- as, sítrónubátum o.s.frv. Berið piparrótarrjóma með eða mayonese, ásamt ristuðu brauði og smjöri, eða smjördeigstíglum. Hér eru nokkrar uppskriftir af fínum fiskréttum, sem þýðir að mikið er í þá boriS og má ætia þá gestum. Ágæt tiibreyting er að bjóða gestum upp á góðan fiskrétt í stað þess að bjóða alltaf upp á kjöt. FÍNIR FISKRÉTTIR OFNBÖKUÐ RAUÐSPRETTUFLÖK MEÐ KRÆKLING 0G HUMAR Fyrir 4 er reiknað með 12 litlum rauðsprettuflökum (þ.e. hvert flak er skorið að endilöngu). Rúllið flökun- um upp og festið með tannstöngli. Byrjið við þykkari enda flaksins. Sjóðið í 6—8 mínútur í ósöltu vatni. Færið þau þá gætilega upp og setjið í eldfast fat. Búið til sósu úr fisk- soðinu, (ásamt humar- og kræklings- soði) rjóma og 3 eggjarauðum. Hum- arinn og kræklingurinn er settur í formið hjá fiskflökunum og sósunni hellt yfir og kartöflustöppu spraut- að fallega hringinn í kring um fat- ið. Egg er gott að setja í kartöflu- stöppuna og papriku. Fatið látið vera í vel heitum ofni í ca. 15 mín- útur eða þar til allt er orðið vel gegnum heitt og kartöflustapparr hefur fengið á sig lit. 16. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.