Vikan


Vikan - 16.04.1970, Síða 37

Vikan - 16.04.1970, Síða 37
Bítilþankar Framhald af bls. 21. íslendingar ekki varhluta af. Nokkrir piltar af Suðurnesjum gerðust fyrstu boðberar lúnnar nýju trúar hér á landi. Kölluðu þeir sig Hljóma. Hljómar héldu forystuhlutverki sínu til dauða- dags, og enn í dag eru hinir sömu menn er mynduðu kjarnan í Hljómum, æðstuprestar okkar ís- lendinga í Bítlinu. Á ég hér við þá Gunnar Þórðarson, og Rúnar Júlíusson sem ásamt trommu- sláttarmanninum Gunnari Jökli og organistanum Karli Sighvats- syni stofnuðu hljómsveitina Trúbrot sem er í algjörum sér- flokki hvað gæði snertir hér á landi. Óþarfi er að rekja nánar sögu síðustu ára. Hún er öllum kunn. Hins vegar gæti verið gaman að hugleiða örlítið nokkur athyglis- verð atriði er fram hafa komið nú á hinum seinni árum. — Poppið, en svo verður átrúnað- urinn nefndur hér eftir, hefur mjög færzt í aukana nú í seinni tíð. Bob Dylan, sá mikli snilling- ur, hefur lagt orð í belg og haft miikil og góð áhrif. Frábærir hæfileikamenn eins og gítarleik- arinn Eric Clapton, organistinn, gítarleikarinn og söngvarinn Stevie Winwood, trommusláttar- maðurinn Ginger Baker ásamt einum enn hafa slegið sér saman og myndað heildina Blind Faith, en búast má við miklum áhrifum þaðan í náinni framtíð. Hljóm- sveitirnar Jethro Tull, Colosse- um, Led Zeppelin, og Blood, Sweat and Tears eru einnig lík- legar til mikilla afreka. Og átrúnaðurinn heldur stöðugt áfram. En af hverju? Hvað veld- ur því að milljónir ungmenna fá einhvers konar fróun í því að hlusta á popp-tónlist? Af hverju er popp-tónlist það eina sem ungmenni um allan heim eiga sameiginlegt? Sennilegasta skýr- ingin er sú að í popp-tónlistinni fá unglingarnir þá útrás sem þeim er eðlileg. Þeir gefa til— finningum sínum lausan taum- inn í fyrsta skipti í sögunni. Tal- ið er, að búi einhver við tilfinn- ingafrelsi í æsku sé miklu minni hætta á að taugaveiklun hrjái hann, þá er hann kemst á efri ár. f hinu gagnstæða mætti kannski finna skýringu á linnulausum styrjöldum og blóðbaði í heim- inum allt frá uppahfi. Það skyldi þó aldrei vera að sú kynslóð sem nú hristist og veinar undan kyngimögnuðum rafknúnum tón- um popp-hljómlistarmanna eigi eftir að gera orðin stríð, mann- dráp og glæpir að óþekktum hugtökum í sínum heimi? Einn at hinurii upprunalegu meisturum, John Lennon, hefur nú gengið frarri fyrir skjöldu 'og gengur. nú í fararþroddi mikillar herferðar gegn ófriði í heiminuna. Hanri notar að vísu til þess harla ein- NYTT FRA PIRA Nýja Pira uppi- staðan er frábær lausn á niðurröðun húsgagna hvort sem er við vegg, eða frístandandi siklrúms veggur. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. PIRA-umboðið HUS QG SKIP H.F. Ármúla 5 - Símar 84415-84416 kennilegar og umdeildar aðferð- ir, en að hans eigin sögn eru þær nauðsynlegar ef sigur á að vinn- ast. Erum við þá ef til vill kom- in að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt sé poppið til góðs og eigi jafnvel eftir að leiða af sér hina mestu gæfu fyrir allt mann- kyn? í beinu framhaldi af þessu þykir mér þó skylt að minnast lítillega á fyrirbrigði eitt er nú ógnar öllum hinum vestræna heimi, einkum ungmennum, og virðist runnið undan rifjum bít- ilmenningarinnar eða virðist a.m.k. tryggur fylgifiskur henn- ar. Þessi ófreskja er sívaxandi eiturlyfjaneyzla ungs fólks. Trú- legt er að ósiður þessi hefði sprottið upp þó að bítilmenning- in hefði aldrei komið til sögunn- ar. Þó er það svo að frægir popp- hljómlistar hafa mjög verið bendlaðir við ósómann. Stafar þetta kannski meira af því að þeir eru nafntogaðir, og dagblöð yfirleitt óspör á feita letrið, þeg- ar slíkir menn eiga í hlut. Skemmst er að minanst svívirði- legrar framkomu hérlendra dag- blaða í máli Trúbrots hér á dög- unum, og ber að víta slíka blaða- mennsku, því að enginn veit hver áhrif slík skrif geta haft. En hvað sem því líður skulum við vona að þesasri ógn verði frá okkur bægt, er fram líða stund- ir. Allavega hlýtur það að vera æðsta takmark allra hugsandi manna að taka höndum saman um að varpa vágestinum út í yzta myrkur, áður en það verð- ur um seinan. Að öðrum kosti verður það sem við kölluð af stolti hinnar vestrrænu þjóðir, ekkert annað en samansafn einskis megandi úrhraka um næstu aldamót. ☆ Tek Miller.... Framhald af bls. 13. margar aðrar stéttir. Iðnaðar- maður getur til dæmis leyft sér að vera í vondu skapi á vinnu- stað, en hver heldurðu að borgi sig inn í leikhús til að horfa á leikara í einkafýlu? Og þegar maður sleppur úr leikhúsinu, þetta klukkan hálftólf á kvöld- in, þá tekur við heimavinna og lestur langt frameftir nóttu til að búa sig undir næsta verkefni. Þetta er ekki tekið út með sæld- inni, hvorki fyrir leikarann sjálfan ‘ eða hans nánustu. Þá kemur sér vel að eiga góða konu, og því láni hef ég svo sannar- lega átt að fagna. Hún hefur ver- ið mér ófnetanlegur styrkur í öllu þessu vegeni. En, heldúr Róbert áfram,— í sjálfu sér er það í íagi að leggja á sig mikla vinnu, svo f-ramar- lega þess sjáist mérki hjá vinriu- veitanda okkar, sem er ríkið, að það sé einhvers metið. En því er því miður ekki fyrir að fara hvað snertir þennan heldur fá- menna hóp íslenzkra leikara, sem ber uppi leiklistarlífið hér. En staðreyndin er sú að hvergi í heiminum, svo mér sé kunn- ugt um, mæta leikarar jafn lág- kúrulegum skilningi og hér. Enda er það svo að til að kom- ast af er nauðsynlegt að taka öllu sem býðst, frá útvarpi og sjónvarpi, gojla á skemmtunum og fara jafnvel á síld. Það er því varla undarlegt að eftir að hafa staðið í þessu í aldarfjórðung fari mann að langa til að breyta til, og hefði auðvitað átt að gera það löngu fyrr. Og ekki er hlunnindunum fyr- ir að fara; við verðum meira að segja að borga sminkið, sem við notum á sviðinu, og sprittið sem við þurfum til að ná því framan úr okkur aftur. Við höfum mötu- neyti hér, en til þess leggur Þjóðleikhúsið mér vitanlega ekkert nema húsnæðið, gagn- stætt því sem er um sumar rík- isstofnanir aðrar, til dæmis Rík- isútvarpið, sem tekur þátt í fæð- iskostnaði sinna starfsmanna. Og ef við leikum í módernum leik- ritum, verðum við sjálfir að borga fötin, sem þá verður að kaupa, að tveimur þriðju. Og við fáum ekki einu sinni afslátt á miðum fyrir maka okkar á frumsýningu, sem við leikum aðalhlutverkið í sjálfir, heldur verðum að borga þá fullu verði eins og einhver pétur og páll sem fer kannski í leikhús í fyrsta sinn á ævinni. — Það þarf vitaskuld ekki að spyrja að því að launakjör þín yrðu allt önnur ef þú létir verða af því að flytja út. — Þau yrðu allt önnur og betri, já. Pintzka, sem var hér og setti upp Puntila, er góður vinur minn. Hann átti engin orð, þegar hann fékk að vita hvern- ig allt var í pottinn búið hér, svo hissa varð hann. Til dæmis um kjaramun íslenzkra leikara og austur-þýzkra sagði hann að meðalgóðir leikarar úr hópi hinna síðarnefndu hefðu á einni viku álíka hátt kaup og beztu leikarar hafa á mánuði hér. Þegar hér var komið var kall- að í hátalarann og Róbert beð- inn að vera reiðubúinn til að koma inn á sviðið. Viðræðum okkar varð því að ljúka í snar- hasti, og ég kvaddi hann í þeirri von að karl hinn skegglausi á Bergþórshvoli yrði* ekki kveðju- rulla hans á íslenzku leiksviði eða neitt nálægt þvís Og. þrátt fyrir vöngleðina í vorrigning- unni sem við tók utan við dyr Musterisins var mér í hug að ef beztu listamenn okkar færu að slæðast með í yfirstandandi landflótta, þann mesta frá því í hallærinu um ög fyrir síðustu ialdamót, þá yrði þess skammt að þíða að andiégt ásigkomulag Bókmenntaþjóðarinnar yrði eitt- 16. tbl: vtKAX sl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.