Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 4
Hverjum er lífið sárast að láta. íslenzkur málsháttur. SIÐAN SÍÐAST 0 fólk í fréttunum „Þetta er grátlegt,“ sagöi stúdínan Paloma Picasso, tuttugu og eins árs gömul, eftir að franskur dómstóll hafði þverskallazt við að viðurkenna bróður hennar, Claude, sem löglegan erfingja málarans Pablo Picasso. Og þar sem bæði Claude og Paloma eru börn Picasso's og fyrrverandi hjá- konu hans, Franqoise Gilot, lítur heldur ekki út fyrir að Paloma fái nokltru sinni að gera sér raunveru- legar vonir um að erfa gamla manninn — sem á bara orðið þó nokkurn slatta af peningum. En nafn er jú alltaf nafn. ... í nýlegu sjónvarpsviðtali spurði Da- vid Frost blökkumannaleiðtogann og byltingarsinnann Stokeley Carmicha- el liverjir væru þeir menn sem hann hefði sett á „hetjulista“ sinn. Jú, þeir voru: Fyrrverandi forsætisráðherra Congó, Patrice Lumumba, Svarti Pardusinn Iluey Newton, sem dæmd- ur hefur verið fyrir morð á lögreglu- þjóni, leiðtogi Svörtu Múhameðstrú- armannanna Malcoml X, sem myrtur var og fyrrverandi forseti Ghana, Kwame Nkrumah. En af hvítum mönnum? „Því get ég ekki svarað,“ sagði Carmicha- el, en hann hefur dvalizt í Alsir undanfarna 14 mánuði í út- legð. „En ef þú spyrðir mig hvem ég teldi mesta hvita mann- inn sem uppi hefði verið, þá myndi ég segja Adolf Hitler.“ Ahorfendur púuðu og létu óánægju sína óspart í ljósi og þá bætti Carmichael við. „Þegar maður talar um að þessi eða liinn sé mikill, þá gerir maður það án þess að dæma þá siðferðilega eða nokkuð þess háttar.“ Fyrir fjórum mánuðum síðan var hér í dálkunum tilkynnt hjónaband söngkonunnar Bobbie Gentrý, en þá giftist hún William Harragh, 58 ára gömlum spilavítiseiganda (Boljhie er sjálf 27 ára). Nú tekur það okkur ákaflega sárt að þurfa að tilkvnna það að þau hafa ekki verið ánægðari með hjóna- bandið en margur annar og því eru þau skilin. „Ósamlyndi" var sögð ástæðan fyrir dómstólunum í Las Vegas. Fyrstu Churchillarnir BBC hefir framleitt sjónvarps- kvikmyndina „The First Churc- hills“. Churchillættin er ein af elztu ættum Bretlands, og þessir sjónvarpsþættir fjalla um þann fyrsta þeirra sem þekktur var, John Churchill, fyrsta hertogann af Marlborough (1650—1722) og konu hans, Söruh Jennings, sem síðar var hertogafrú af Marlbor- augh. Hinn þekkti Shakespear- leikari John Neville leikur aðal- hlutverkið og Sarah er leikin af Susan Hampshire, sem við þekkjum bezt sem Fleur i Sögu Forsyteættarinnar. STUTT OG LAG- GOTT Ég get nú ekki sagt að franskan mín sé fullkomin, en hún gœti dugað mér til þess að lagleg frönsk hnáta ræki mér utan undir. Jazzinn kæfir poppiS Hinn heimsfrægi klarinettleik- ari og jazzisti, Benny Goodman, stofnaði nýlega enn á ný 16 manna hljómsveit, sextíu og eins árs að aldri. Goodman hefur alla tíð verið eindreginn andstæðing- ur poppsins og kallar það ekki tónlist heldur tónlistarlegan harmleik (a musical tragedy). Nú vill hann meina að poppið sé á undanhaldi og bendir á hinar gífurlegu Vinsældir sem jazz- rokkið svonefnda nýtur um þess- ar mundir; — Næsta skref er hreinn jazz, segir hann. — Og stórar jazzhljómsveitir eiga eftir að kæfa og drepa poppið. Þá verður aftur gaman að lifa. ☆ Maxi skíðafatnaður Maxi-tízkan svokallaða ryður sér nú meira rúms víða um heim og jafnvel hér á landi. í Finn- landi, rétt fyrir utan Helsingfors, nánar tiltekið, var þessi mynd tekin seinnipartinn í vetur og ætti hún að skýra sig sjálf: Maxi- tízkan hefur náð til sportsins líka. Nú er bara spurningin þessi: Hvenær koma maxi-skíði? 4 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.