Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 6
HILLUSKILRIÍM teiknuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, húsgagnaarkitekt. Smíðum hilluskilrúm úr öllum viðartegundum. Leitið upplýsinga og fáið tilboð hjá framleiðanda. Sverrir Hallgrimssoi Smíðastofa, Skipholti 35, sími 36938. VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. * Viðartegundir. eik, askur, álmur, beyki, lerki, fura, valhnota, teak, mansonia, caviana. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir. IJLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. * Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670. Pillan morguninn eftir Kæri Póstur! Mig langar að þakka þér fyrir allt gott og Vikunni yfirleitt fyr- ir að vera eina lesandi þlaðið á íslandi. É'g er 18 ára gömul og meira en hálftrúlofuð strák, sem er 19 ára. Við getum ekki gift okkur fyrr en eftir 2—3 ár vegna náms okkar og þar af leiðandi viljum við ekki eignast börn. Við vilj- um samt lifa okkar eðlilega sam- lífi, eins og vant er um hjóna- efni. En ég vil ekki taka pilluna að staðaldri, vegna þess, að unn- usti minn dvelst oft langdvölum að heiman, en hef mikinn áhuga á að taka svokallaða „eftir á pillu“, sem tekin er eftir hverj- ar samfarir. Viltu gjöra svo vel að segja mér allt um það, hvern- ig hún er notuð og allt henni viðvíkjandi og hvernig hægt er að nálgast hana. Segðu mér ekki að fara til læknis, því að á því hef ég eng- in tök, vegna þess, að ég bý úti á landi og foreldrar mínir viður- kenna ekkert eðlilegt samlíf fyrr en eftir giftingu og eru á móti öllum getnaðarvörnum. Elsku Póstur minn! Viltu nú ekki leysa úr þessum vanda fyr- ir okkur, og ég skal vera þér eilíflega þakklát. Og svo að lokum: Hvað sérðu út úr skriftinni? K. Fyrir nákvæmlega ári síðan birti Vikan ítarlegustu upplýsingar um pilluna, sem hægt var að fá þá. Það var heil bók eftir alla kunn- ustu lækna og vísindamenn á hessu sviði í Bretlandi. Efnið var í formi spurninga og svara. — Þarna var hvergi sagt frá „eftir- á-pillu“, en hins vegar spurt í kafia nm pilluna og framfarirn- ar hvort ..morguninn-eftir-pill- an“ sé hugsanleg. Svariff viff því hl.jóffaffi svo: „Til að hindra getnað EFTIR samfarir, þarf að taka tiltölulega sterkan skammt af östrogeni 4— 6 daga þegar eftir samfarir, sem eiga sér staff á líklegum egglos- tíma. Það hindrar frjóvgað egg í aff setjast aff í leginu, annað hvort af því að það skemmist eða fer svo hratt til legsins að legið er ekki reiðubúið að veita því móttöku. Við þetta er margt að athuga, ekki sízt siðfræffilega því hvenær verffur egg og sæði tilvonandi mannvera? En það sem þó mestu máli skiptir er, aff bregðist þessi affferff, og skaddað eða lamaff, frjóvgaff egg nær að festa sig í leginu, má bú- ast viff afbrigffilegu barni. Þessi aðferff verður því að teljast hættuleg." Vel má vera, að komin sé á markaff „eftir-á-pilla“. Framfar- irnar eru örar á þessu sviði og eitt ár er liðiff, síðan þetta birt- ist. En það verður að Ieita lækn- is til aff fá pilluna hverrar teg- undar sem hún er, — svo aff þú kemst alla vega ekki hjá því. — Út úr skriftinni lesum við heil- steyptan persónuleika. Þú ert blíðlynd, en þó ákveðin og veizt hvaff þú vilt. GóS leiðabreyting, en leiðinleg biðskýli Virðulegi Póstur! Einhver skrifaði þér um dag- inn og fáraðist yfir nýju leiða- breytingunni, og það meira að segja, áður en hún kom til fram- kvæmda! Ég er alveg ósammála þessum bréfritara. Ég held, að þessi breyting sé til bóta. Að vísu þurfa allflestir að ganga lengra á stoppistöðvar, en ýmis- legt hagræði kemur á móti, sem er miklu þyngra á metaskálun- um. Nýju leiðirnar eru lengri og má því komast beinustu leið milli bæjarhluta. Ég er til dæm- is nákvæmlega átta mínútum fljótari til vinnu minnar nú en áður. Hins vegar vildi ég kvarta yfir öðru atriði, sem ég hélt nú að yrði lagfært í sambandi við þessa djörfu breytingu. Það eru biðskýlin. Hvenær skyldi verða komið einhverju lagi á þau? Það er ekki forsvaranlegt að láta mann híma í hvernig veðri sem er undir berum himni. Með þökk fyrir birtinguna og beztu kveðjur. B. Menn deila svolítiff um strætis- vagnana og hina nýju skipan á leiffum þeirra, enda er hér um að ræða gagngera breytingu. En yfirleitt virðast menn vera nokk- uð ánægðir. Það var sagt frá því í einhverju dagblaffanna um dag- inn, aff í ráffi væri að setja upp 8 ný trefjaglersbiffskýli, svo aff vonandi þarf B. ekki að veðrast til skaða í framtíðinni. 6 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.