Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 36
HUSGAGNAVERZLUNIN
AUÐBREKKU 59
SÍMI: 42400
Æk SIMI:42400
DUNAkúpavogi
ALLT í
ÍBUÐINA
Á EINUM STAÐ
Sófasett — Húsbóndastólar — Stakir
stólar — Borðstofusett — Hjónarúm
KommóSur — Pira-hillur.
MEÐ RÚMUM OG SVEFNBEKKJUM
ER HÆGT AÐ FÁ HINAR
LÁNDSKUNNU SLÉTTU DÚNA-DÝNUR
Myndalistar fyrirliggjandi.
SENDUM UM ALLT
LAND
HUSGAGNAVERZLUNIN
AUÐBREKKU 59
SÍMI: 424 00
KÓPAVOGi
DÚNA
Hennar
keisaralega tign
Framhald af bls. 25.
og eldingu, niður í huga hennar.
Nú mundi hún hvað Buday hafði
sagt um erkihertogann Jóhann
Salvator: Hann verður að hverfa
— án hans er krónprinsinn eins
og höfuðlaus maður . . Voða-
skot....
Voðaskot á veiðum. . . .
Nú sá hún þetta allt fyrir sér.
Istvan Kora í græna búningnum.
Þeir höfðu komið honum að
meðal veiðivarðanna. Það átti að
myrða Gianni í dag.
Hana svimaði, hún hélt hún
væri að falla í öngvit, en á næsta
augnabliki þaut hún út úr her-
berginu, hljóp niður stigann og
út úr húsinu. Þegar hún kom út
á götuna stöðvaði hún leiguvagn.
— Til Dónárskógarins.... —
Fljótt. . . . Það er um líf eða
dauða að tefla.
Ökumaðurinn sló í hestinn og
þau þutu yfir brúna.
Henni fannst sem þau kæmust
aldrei á leiðarenda.... Milly
stóð upp í vagninum og hélt sér
í ökumannssætið. — Hraðar . . .
hraðar. Borgin var langt að baki,
þau óku meðfram ánni.
— Hvert á ég að aka? öskraði
ökumaðurinn yfir öxl sér.
Milly vissi það ekki. — Þang-
að sem krónprinsinn er á veið-
um! hrópaði hún í angist sinni.
Hún sá fyrir sér andlitið á Ist-
van Kora, járnhart og ískalt.
Allt í einu heyrðu þau skot-
hvelli og hundgá. Gianni. Gi-
anni, hugsaði Milly í dauðans
angist. En svo fundu þau stíginn,
þar sem vagnar veiðimannanna
biðu.
Milly hljóp þangað.
— Hvar er erkihertoginn?
Hirðþjónarnir störðu undrandi
á hana og bentu í áttina frá veg-
inum.
Milly hljóp gegnum runnana.
Greinarnar rifu kjólinn hennar
og slógust í andlitið á henni. Hún
gaf því engan gaum. Og loksins
kom hún auga á Gianni.
Hann stóð bak við háan runna
og við hlið hans stóð Istvan Kora
með byssu við hlið. Þá flaug
fugl upp. Án þess að hafa augu
af fuglinum, rétti Gianni út
hendina eftir byssunni og Kora
rétti hana fram, en beindi hlaup-
inu að Gianni.
— Gianni!
Ópið frá Milly kvað við í skóg-
inum.
Erkihertoginn sneri sér við.
Á sama augnabliki reið skotið
af. Það munaði hársbreidd að
það færi í brjóst hans.
Milly hljóp til hans. — Gi-
anni. .. .
Istvan Kora fleygði byssunni
frá sér og hvarf á milli runn-
anna. Forvitnir veiðimenn hlupu
til við ópið frá Milly, en enginn
vissi hvað um var að vera.
Að minnsta kosti ekki Jóhann
Salvator. — Milly! Hvers vegna
kemur þú hingað? Hann lagði
arminn um axlir hennar, undr-
andi á svip.
Þeir ætluðu. . . . Tárin
runnu niður skrámaðar kinnar
hennar. — Þeir ætluðu að drepa
þig.. . .
Framhald í næsta blaði.
Vettvangur æskunnar
Framhald af bls. 31.
leikari, þó svo að hann hafi laert
píanóleik í nokkur ár. Síðan Til-
vera hóf gloppóttan feril sinn í
fyrrasumar hefur þeim farið ótrú-
lega mikið fram, og þeir eru að ná
saman. Axel er efnilegt tónskáld.
Ríó-tríói heyrði ég ekki þetta
kvöld, en sjálfir segjast þeir félagar
ekkert sérlega ánægðir með frammi-
stöðuna. Auk síns venjulega gríns
og glaums fluttu þeir lag eftir Tom
Paxton, með texta eftir Jónas Frið-
rik, þar sem fjallað var um eitur-
lyfjaneyzlu frá sjónarmiði ástvin-
anna. Textinn er hreinasta snilld, og
verður lagið á B síðu plötunnar sem
væntanleg er á markaðinn með þeim
félögum. En móttökur Ríó voru stór-
kostlegar, eftir því sem mér er sagt.
Þá söng Ómar Ragnarssons nokkr-
ar gamanvísur, við undirleik Hauks
Heiðars, og gerði það af sinni al-
kunnu snilld.
í heild fór skemmtunin ákaflega
vel fram, og vil ég leyfa mér að
taka undir þau orð Svavars Gests,
að þetta hafi verið með menningar-
legri samkomum sem haldnar hafa
verið hér á landi. En eitt og annað
fór miður: Foreldrar þeirra unglinga
sem sóttu skemmtunina eru sagðir
heldur óhressir yfir tímasetningunni
— skemmtuninni var ekki lokið fyrr
en laust fyrir klukkan þrjú, og meiri-
hluti gesta átti að mæta ( skóla
klukkan átta þann sama morgun.
Vonandi verður Vettvangur æsk-
unnar árið 1971 haldinn á heppi-
legri tima.
Hljómsveitirnar höfðu augsjáan-
lega lagt mikla vinnu í það sem
þær fluttu þarna, og það er Ijósi
punkturinn sem ég sé á því að fá
allar þessar hljómsveitir til að koma
fram á þessari skemmtun; sam-
keppni er nauðsynleg í þeim bransa
sem og öðrum. Og það er líka til
fyrirmyndar þegar þessir ungu menn
leggja á sig allt þetta erfiði fyrir
góðan málstað. Að vísu má reikna
með að danskurinn hafi haft sitt að
segja í sambandi við vinnu hljóm-
sveitanna, en ég hef aldrei skilið
hvaða tilgangi það þjónaði að vera
að fá þessa útlendu agenta hingað.
Misminnir mig, eða var hann ekki
sendisveinn hjá APPLE, náunginn
sem kom hér í fyrra?
36 VIKAN 19-tbl-