Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 47
'1 hún varla upp nokkru orði, en svo sagði hún: — Þetta er dá- samlegt, þú ert líka mjög fal- legur! Móðirin stóð upp og kallaði börnin saman. Ambrosio kyssti hönd móður sinnar og rétti henni annað kertið. — Buenas noches, senora, sagði móðirin. Þegar fjölskyldan var gengin til náða, sagði Ambrosio: — Þú hlýtur að vera mjög þreytt, senora. — Andartak, sagði Júlía. Hana langaði til að losna undán þessum sérkennilegu áhrifum strax. Henni leið vel og gat ekki gert sér fulla grein fyrir tilfinn- ingum sínum. Ambrosio lét fingurna leika um strengina og fór svo að syngja, einkennilega þunglyndis- legan söng. Það var ballaða með síendurteknu viðlagi. Me siento triste que se Marcha! og endaði í hvísli, abandona, abandona .... Svo setti hann gítarinn frá sér á jörðina. — Þessi söngur var til þín, sagði hann. Þetta er saga hinnar hryggu muchacha, sem hefur verið yfirgefin.... Júlía brosti, hugsaði um Geof- frey á asnanum, einhvers staðar í auðninni; eða þá að þvo svit- ann af feitlögnum líkama sínum á einhverjum gististað; eða þá á einhverjum bar, þar sem hann að öllum líkindum væri búinn að ná sambandi við fallegustu stúlkuna. Ambrosio náði í kertið á eld- húsborðinu. — Eg skal fylgja þér til herbergis þíns, sagði hann. Það hafði verið búið snyrtilega um rúmið og það var svalt í herberginu. Ambrosio setti kertið frá sér á lítið borð. Flöktandi kertaljósið gerði augu hans ennþá stærri. - Vissir þú að þú ert mjög marin? hvíslaði hann. — Marin? - Maðurinn þinn hefur ekki sagt þér það? Sjáðu! Hann tók um arm hennar og sneri henni að sér. - Hérna, það sést fyrir ofan hálsmálið og aftan á hand- leggjunum. Fingur hans snertu hana varfærnislega. En svo lagði hann lófann á nakta öxl hennar. - Þú hefur mjúka húð. Júlía brosti. Henni fannst þetta síður en svo óþægilegt. — Senora, þú ert mjög, mjög fögur! Hann vafði hinum hand- leggnum um mitti hennar. Júlía leit snöggt upp og þá mættust varir þeirra. I stað þess að verða köld og fráhrindandi, naut hún þess að kyssa hann. Þegar hún loksins sleit sig frá honum, barðist hjarta hennar hratt. Hún hrópaði upp, en röddin var lág og hrjúf af til- finningáhita: — Hættu þessu! Ambrosio gekk aftur á bak, út í skinið frá tunglinu. - Sofðu vel, querida, hvíslaði hann, og röddin var óendanlega blíð. — Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate —. ... ....... t ................ tannkrem hefur. hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.- BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir- Cojgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnár skemmdum. Með. því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. 19. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.