Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 48
f
— Verndi þig englar. Hann
gekk hljóðlega frá henni.
Júlía sat á rúmstokknum. Hún
skalf. Hún greip um öxl sér. Var
hún marin? Hún varð að athuga
það í fyrramálið. Með titrandi
fingrum hneppti hún kjólnum
frá sér og fór í rúmið.
Sólin var hátt á lofti, þegar,
Júlía kom inn í eldhúsið. Hún
hafði bundið grænu bandi um
hárið, bandi, sem var í sama lit
og kjóllinn, sem náði upp í háls.
Hún hafði séð í litla speglinum
sínum, að hún var með ljóta
skrámu og mar á öxlinni og upp-
handleggnum. Hún skildi ekki
hvers vegna Geoffrey hafði ekki
sagt henni frá því. Líklega hafði
hann ekki tekið eftir því. Hann
var hættur að taka mikið eftir
henni upp á síðkastið.
Dagurinn varð . óendanlega
langur. Hún reyndi að hjálpa
svolítið til í eldhúsinu, — skar
niður blöð af kaktusplöntu, sem
var notuð til matar. Þegar búið
var að skafa blöðin vel, voru
þau skorin í strimla og notuð í
súpu, og borðuð með maísnum,
sem kraumaði yfir eldi.
Síðdegis rölti hún niður í
gjána og settist undir kræklótt
tré. Hún reyndi að fullvissa
sjálfa sig um að hún væri ekki
að svipast um eftir Ambrosio, en
hún vissi að það var samt til-
gangur hennar. Hún gat ekki
losað sig við minninguna um
snertingu hans. Koss þessa frum-
stæða Mexikóbúa var sannarlega
öðruvísi en kossar Geoffreys; —
reyndar öðruvísi en kossar sem
hún hafði kynnzt fram að þessu.
Henni fannst hún vera eins og
kjánaleg unglingsstúlka, ást-
fangin af ástinni, hún, sem þó
alltaf hafði haft vald á sjálfri
sér. Hún fór að verða smeyk við
þessa tilfinningu, sem var að ná
valdi á henni.
Sólin fór að ganga til vesturs.
Júlía klifraði aftur upp úr
gjánni, og þá sá hún Ambrosio,
á miðjum maísakrinum, naktan
niður að mitti. Hann var álútur,
var greinilega að skera upp ma-
ísstöngla. Þegar hann rétti úr
sér, hraðaði Júlía sér gegnum
hliðið.
Bóndinn kom heim þetta
kvöld, en hann kom einn, með
múldýrið í taumi. Skepnan
þrammaði eftir húsbónda sínum,
með hangandi haus, hlaðin pinkl-
um og pokum með hveiti, sykri,
salti og baunum. Ambrosio flýtti
sér heim af akrinum, til að taka á
móti þeim; tók af asnanum og
sleppti honum út. Þegar hann
kom heim aftur, stóð Júlía á
hlaðinu, kjóllinn hennar var
samlitur kaktusgirðingunni. Fyr-
ir aftan hana var sólin að ganga
til viðar í fjólubláum bjarma.
Ambrosio nam staðar; hann
horfði á hana með hjartað í aug-
unum.
— Maðurinn minn, sagði Júl-
48 VIKAN 19- tbl-
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hafa eytt
þrautum margra.
ReyniÖ þau.
EMEDIAH.F
LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510
ía snögglega. — Kemur maður-
inn minn ekki?
Ambrosio hristi höfuðið. —
Þeir fóru til Yautepec fyrsta
kvöldið; maðurinn tók leigubíl
þaðan til Mexikó City. Hann bað
um að segja þér að hann kæmi
eins fljótt og mögulegt væri.
Júlíu létti.
Gamli maðurinn féll í svefn í
miðri kvöldmáltíðinni, dauðupp-
gefinn eftir gönguna. Móðirin
kom honum í rúmið. Börnin
fylgdu henni. — Buenas noches,
kallaði hún til Júlíu. — Hasta
manana!
Ambrosio tók kertið af borð-
inu. — Á ég að fylgja þér?
spurði hann.
En heimskulegt! hugsaði Júl-
ía. Eg hef verið að bíða eftir
þessu augnabliki í allan dag, og
nú veit ég ekki hvað ég á að
gera. Hún horfði á Ambrosio. —
Mig langar í meira súkkulaði, er
nokkuð eftir?
Hann hellti úr könnu í bollann
hennar.
Hún sötraði drykkinn, horfði
á piltinn yfir borðið. — Ég er
eins og skólastelpa, hugsaði hún,
— ástfangin í fyrsta sinn. Eg er
sannarlega hlægileg.
— Viltu að ég syngi fyrir þig?
spurði Ambrosio.
Júlía hristi höfuðið. Hún setti
frá sér bollann. — Það er ekki
nauðsynlegt, sagði hún brosandi.
— ®g er reiðubúin.
Dagarnir urðu að bið eftir
kvöldunum. Á hverju kvöldi
söng Ambrosio fyrir hana, undir
stjörnubjörtum himninum... .
Fjórða kvöldið hvíslaði hann
blíðlega: — Querida, þú mátt
ekki fara frá mér, — aldrei. Við
getum farið til borganna og
sungið, þú gerir mig að mesta
mariachi í Mexikó, því að ég
syng aðeins fyrir þig.
Hún hallaði höfðinu upp að
nakinni öxl hans. — Eg á hluta
af býlinu, sagði hann. — Við
verðum hamingjusöm. Við verð-
um mjög hamingjusöm. Hann
kyssti hana.
-—■ Mig langar til að vera hér,
muldraði hún.
Það var langt liðið á morgun-
inn, þegar hún vaknaði. Hún lá
kyrr og hugsaði um atburði
kvöldsins. Hvað hafði hann sagt?
Hvað hafði hún sagt? Farand-
sögnvarar, — hluti af býlinu.
Hún heyrði í múldýrinu fyr-
ir utan. Hænurnar gögguðu og
kröfsuðu rykugt hlaðið. Ein
þeirra flæktist inn til hennar,
því engar voru dyrnar. Júlía
settist upp og reyndi að stugga
henni burt; hænan baksaði
vængjunum og hrökklaðist út.
Hún heyrði þetta góðkunna
klapp-klapp, þegar móðirin var
að útbúa morgunbrauðið. Hún
hlustaði á öll hljóðin, og allt í
einu fannst henni þau ógeðfelld.
Hún leit á eina veggskrautið
þarna inni á hvítþvegnum veggn-
um. Það var mynd af hinni heil-
ögu jómfrú frá Guadalupe, sem
öll var dröfnótt af flugnadriti.
Hún hafði nú verið þarna í viku.
Það var afmælisdagurinn henn-
ar í dag. Afmælisdagurinn, sem
þau Geoffrey höfðu ætlað að
halda hátíðlegan í Acapulco,
synda í sundlauginni hátt uppi í
fjöllunum, þar sem útsýnið var
dásamlegt út yfir blátt Kyrra-
hafið; drekka ískaldar vín-
blöndur á yfirskyggðum svölum.
Henni kom í hug hve dásamlegt
það var að sveipa sig mjúku
handklæði eftir heitt, ilmandi
bað, hreint og þægilegt rúm og
lystugan morgunverð.
Hún fór fram úr og náði í
spegil. Hún var flekkótt í fram-
an af glóandi sólinni. Hárið var
orðið óhreint, hún þurfti sann-
arlega á góðum hárþvotti að
halda. — Hvers konar bjáni hef
ég verið? Endemis bjáni!
Þegar hún kom út á hlaðið,
skein miskunnarlaus sólin á
hana. í eldhúsinu var eitt barn-
anna að sópa, með sóp úr sam-
anbundunm tuskum, og rykið
þyrlaðist í allar áttir. Móðirin,
sem stóð með hendurnar á kafi
í deigi, kallaði glaðlega: —
Buenos dias, senora. El cafe está
aqui.
Júlía kinkaði kolli, en gekk
burt og settist á steininn undir
lárberjatrénu. Rýtandi grís lá
við hlið hennar. — Sg verð að
komast héðan, hugsaði hún. —
Ég verð að komast burt! Hún
fann reiðina ná tökum á sér.
Hvar var Geoffrey?
Ambrosio kom upp brattann
frá ánni, með fulla vatnskrukku
á öxlinni. Hann söng, með sinni
háu, tæru tenórrödd. Hann hló
og kallaði til hennar, en Júlía
sneri sér undan. Ambrosio kom
þá til hennar. — Querida, sagði
hann blíðlega.
Júlía sneri sér að honum og
leit á hann, eins og hann væri
algerlega framandi. Nú sá hún
fyrst að hann var óhreinn, tærn-
ar með brotnum nöglum sáust
gegnum ilskóna. — Hvað er að,
mia vida? Ambrosio hallaði sér
yfir hana. — Hvað hefur komið
fyrir? Hann setti frá sér krukk-
una.
Júlía starði á hann og hugsaði:
— Ef hann snertir mig, öskra ég.
Þá heyrðist nýtt hljóð. Börn-
in stukku öskrandi upp; hendur
móðurinnar hættu að klappa.
Land-Rover kom fyrir beygjuna
í hlíðinni og ók í áttina að
gjánni.
Júlía stökk á fætur, velti um
vatnskrukkunni, svo vatnið rann
út í rykið á hlaðinu.
— Það er Geoffrey, ég verð
að láta niður dótið.
Ambrosio horfði undrandi á
eftir henni. Vatnið úr krukkunni
rann undir ilskóna hans.
Þegar Geoffrey stöðvaði bíl-
inn við kaktusgirðinguna, var
Júlía komin þangað til að fagna
honum. Hann greip hana,
óvenjuléga hlýlega, í faðm sinn.
— Geoffrey, ó, Geoffrey!
— Svona, svona, Júlía! Hann
vafði hana að sér. — Ertu orðin
óþolinmóð? Hann leit í kringum
sig, mikilúðlegur á svipinn. —
Hafa þau ekki hugsað vel um
þig?
Júlía stappaði niður fætinum.
— Það er ekki það, þau hefðu
ekki getað verið betri. En þú
hefur verið svo lengi.
Gamli maðurinn kom til hans,
þurrkaði vandræðalega hendur
sínaar á buxunum. — Buenos di-
as, senor, buenos dias, ég sé þú
hefur náð í el coche!
Geoffrey greip hönd hans. —
Buenos dias, compadre, sagði
hann glaðlega. ■— Það gleður mig
að sjá að þú hefur komizt klakk-
laust heim. Ég er ennþá aumur
í bakhlutanum. Hann hló. — Það
var nú ljóti reiðtúrinn, elskan.
Þú skalt aldrei láta hafa þig í
að sitja á múldýri heilan dag.
Júlía brosti til hans. — Guði
sé lof fyrir að þú náðir í þennan
Land-Rover. Hvar fékkstu hann?
— f Mexikó City. Eg vona að
þú sért búin að borða, við verð-
um að leggja sem fyrst af stað.
— Senora, senora, kallaði móð-
irin frá eldhúsinu, þar sem hún
hélt á diski með einhverjum mat.
— Come, por favor?
— Ég get ekki borðað, sagði
Júlía. — Ég gæti ekki komið
einni tortillu í viðbót niður. Hún
sneri sér að Ambrosio. — Segðu
móður þinni að maðurinn minn
vilji leggja strax af stað, til þess
að ná til borgarinnar fyrir myrk-
ur. Ambrosio sagði ekki neitt.
Hann hallaði sér upp að einni
burðarstoðinni, með hendur í
vösum og horfði undrandi á
Júlíu.
Geoffrey hristi breiðar axlirn-
ar. — Jæja, ef þú ert tilbúin,
vina mín, þá leggjum við af stað.
Það þýðir ekki að standa hér.
Hann stakk hendinni í vasann
og tók upp veski, þumlaði sig í
gegnum seðlabunkann og rétti
fram álitlega rúllu af peso-seðl-
um.
■— Þakkaðu konunni fyrir þig,