Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 43
'iíí ILKSWAGENEIGENDUR ,\ : 1 1 Höfum fyrirliggjandi: ^ 1, BRETTI - HURÐIR - VÉLAL0K OG GEYMSLUL0K á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dags- v fyrirvara fyrir ákveðið verð. REYNIÐ VIÐSKIPTIN > BILASPRAUTUN GABBABS SIGMHNDSSONAR Skipholti 25 - Símar: 19099 og 20988 gaf hann átakártlega fa£ra lýsinu á dvöl sinni þar. Um miðjan október sigldi Jack London frá Hilo í átt- ina til Marquesaseyjanna með útlærðan skipstjóra og hollenzkan sjómann í stað þeirra tveggja, sem hann hafði rekið af. Warren skip- stjóri hafði setið í fangelsinu í Oregon, ákærður fyrir morð, en hafði verið látinn laus vegna skorts á sönnun- argögnum. Hermann hafði verið skipstjóri á fiskiskútu föður síns og stundað veiðar úti fyrir ströndum Hollands. Ef Jack hefði verið svo skyn- samur að ráða slíka menn til að byggja „Snarken“ eða sigla honum til Hawaii, hefði hann getað sparað sér 20.000 dollara og margs konar erf- iðleika. Sá eini af hinni upp- runalegu skipshöfn, sem reyndist stöðu sinni vaxinn, var Martin .Tolinson, sem var liafinn til æðri metorða og gerður að vélstjóra og reynd- isl upp frá því ómissandi um horð í „Snarken“. Á þessari tveggja ára langferð reynd- ist Charmian einnig Jack fyllilega samboðin. Hún var kjarkmikil og lifsglöð og dugði bezt, þegar mest var að gera og hættan var mest. Ef Jack liefði óskað sér konu, sem gæti fylgt honum i gegnum þykkt og þunnt, þá var Charnrian sú rétta. Nokkrunr dögunr eftir að þau höfðu lagt af stað frá Hilo, sló Jaclc upp í hókinni nreð leiðarlýsingum fyrir svðri hluta Kyrrahafsins, og sá þar, að eftir því senr hezt væri vilað, hefði ekkert segl- sldp farið þessa leið frá Ha- waii til Marquesaseyjanna, vegna þess, að suðaustan slaðvindurinn og straumarn- ir við miðjarðarlínuna gerðu það ókleift að sigla hana. — En liið ómögulega getur ekki aftrað „Snarken“, sagði Jack og liélt vongóður áfram til suðurs. — Annar áfanginn á þessari ævintýralegu ferð var nú hafinn, hann færir i skauti sínu enn meiri erfið- leika í sambandi við „Snark- en“ og ferð .Tacks kringum hnöttinn. Framhald. Þorp handa vangefnum Framhald af bls. 23. það er ekki laust við að hann minni á myndir úr Gamla Testamentinu. Fyrir 10 árum fékk hann hugmynd, sem nú, sjö árum eftir að hann hrinti henni í framkvæmd, er rétt á byrjunarstigi. Peter Forbes er á þeirri skoðun, að vangefin börn hafi meiri möguleika til þroska á einskonar heimilum, eða litl- um samfélögum, heldur en á stórum hælum. Hann heldur því fram að líf þeirra verði innhaldsríkara, ef þau búi alltaf við sömu skilyrði. Og ])ótt gáfnastig barnsins taki ekki breytingum, þá þroskist ábyrgðartilfinning þeirra frek- ar við slík skilyrði. Þannig varð hugmynd hans um þorpið, sjálfstæðan smá- heim, til. Börnin lifðu þar eðlilegra lífi, án þess að vera í hættu í umheiminum. Árið 1965 stofnaði Peter Forbes hlutafélag, Cottage and Rural Enterprises Ltd. Eftir að hann var búinn að fá bindandi loforð frá einka- velgerðarfélögum um fjár- hagslegan styrk, keypti hann Blackerton House og land- svæðið í kringum búgarðinn. Börnin eiga að vera sjálfmn sér nóg, eins og mögulegt er. Lokatakmark hans með Blackerton (og fjórum slíkum býlum í viðbót) er að mynda lítið samfélag, með kirkju, einskonar ráðhúsi, búðum, landbúnaði og íbúðum, þar sem börnin (fullorðnu) sjálf vinna og stjórna eins og hægt er með yfirstjórn fullorðinna. Þau eiga að vera sjálfum sér nóg með landbúnaðarvörur og jafnvel geta selt eitthvað. Nú hefir fyrsti áfanginn af draumi Peter Forbes rætzt með Blackerton House. í því eru 17 herbergi. Hver íbúi hef- ir einkaherbergi. — Það er ákaflega mikil- vægt að börnin fái afdrep, sem þau geta kallað sitt eig- ið, segir hann. í nánd við Blackerton er eitt af níu húsum þorpsins næstum því fullgert, og þegar því er lokið, flytja níu börn þangað, ásamt húsmóður og heimilisföður. fíörn, sem annars vœm send á sjúkrahús. — Það er líka mjög áríð- andi að okkur takist vel með fyrsta áfangann, segir Forb- es. — Stórar velgerðarstofn- anir gera fjárhagsáætlanir sín- ar þrjú til fjögur ár fram í tímann. Við getum ekki von- azt til að fá nægilegan fjár- styrk, nema við sínufn raun- Iiæfan árangur. Forbes fær nokkurn ríkisstyrk eins og er, en sá styrkur hrekkur skammt. Það fyrsta, sem Forbes verður að taka til athugunar, er hverskonar börnum á fyrst að hjálpa. Hann ákvað að það yrðu þau börn, sem ann- ars yrðu send á sjúkrahús, börn sem hefðu greindarvísi- tölu undir 70, mongolide börn og börn með heilaskennndir. 19. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.