Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 40
ERUM FLUTTIR MIÐA PRENTUN HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - STMI 35320 ur og núinn, svo að skein í beran byrðinginn, hafði kost- að hann 30.000 dollara. Jack var nú algerlega rú- inn inn að skinni og öllum til athlægis, þegar hann loks- ins á þriðjudagsmorgun dró flagg að liún, dró upp akk- erið með handafli og stýrði „Snarken“ út um „Gullna hliðið“, með stýrimann inn- anborðs, sem ekki kunni að stýra, vélstjóra, sem ekkert vit liafði á vélum og mat- svein, sem ekki kunni að búa til mat. Þó að óhagsýni Jacks Lon- don ætti mikinn þátt í erfið- leikunum við undirbúning ferðarinnar, var það þó fé- græðgi þeirra manna, sem hann átti viðskipti við, sem þar átti mesta sök á. Þegar „Snarken“ var nýlagður úr höfn og Jack fór fram á til að athuga þilfarsborðin, sem kostað liöfðu 7,50 dollara stykkið, af því að þau áttu að vera úr eik, kom í Ijós, að það voru furuviðarborð, sem kostuðu í mesta lagi 2,50 dollara. Þessi dýru þilfars- borð, sem liann hafði keypt frá Wasliington, fóru að gisna, og þilfarið tók að leka svo mikið, að vatnið streymdi niður í káetuna og eyðilagði matvælin í eldhúsinu. Byrð- ingurinn fór að leka, og botn- inn lak, og jafnvel vatnsþéttu liólfin hriplálcu. Smíðajárn- •ið grotnaði i sundur, einkum það, sem nota átti við segla- úthúnaðinn. Allur útbúnað- urinn í baðklefanum var orð- inn ónýtur áður en sólar- hringur var liðinn. Appelsín- urnar höfðu frosið áður en þær voru settar um borð, kálið og eplin voru skemmd, af því að ferðinni hafði stöð- ugt verið frestað, og það varð að fleygja þvi fyrir borð. Olia hafði hellzt ofan i gulræturnar, uppkveikjuvið- urinn blotnaði og fúnir polc- arnir rifnuðu utan af kolun- um, svo að þeim skolaði fyr- ir borð út um mastursopin. Jack varð ekki ljóst, fyrr en eflir marga daga, að Ros- coe Eames liafði ekki lært neitt i siglingarfræði á þeim mánuðum, sem lionum voru ætlaðir til þess og hafði feng- ið full laun fyrir; að hann kunni ekki að taka nákvæma miðun og hafði þvi ekki hug- mynd um, hvar þeir voru staddir á Kyrrahafinu. Jack gróf upp sjóferðabækurnar og fór að lesa, svo teiknaði liann sér kort og tók sólar- hæðina. „Fyrir tilstilli stjörnufræðinga og stærð- fræðinga er siglingin um út- höfin með aðstoð himin- tunglanna orðin hreinn barnaleikur. Ég sat hálfan dag í stýrisskýlinu og stýrði með annarri hendinni en reiknaði út logaritma með hinni. Á tveim dögum kynnti ég mér grundvallaratriði siglingarfræðinnar og þær aðferðir, sem notaðar eru til að ákveða stöðu skipsins. Svo tók ég sextantinn, reikn- aði út skeklcjuna og tók síð- an sólarhæðina. Hvort ég var hreykinn af sjálfum mér? Mér fannst ég vera galdra- maðiu'. Ég hafði hlustað á raddir himintunglanna, og þau höfðu sagt mér, hvar ég var staddur á vegum hafs- ins.“ Þau lentu í vondu veðri, svo að Martin Johnson og Tochigi, káetudrengurinn, urðu að leggjast fyrir vegna sjóveiki. Auk alls annars varð Jaclc nú að standa i sjó í eldhúsinu og reyna árang- urslaust að búa til heitan mat handa skipshöfninni. Charmian stóð elcki aðeins sína eigin vakt við stýrið, heldur einnig marga aulca- tíma fyrir hina sjóveiku og hélt ótrauð stefnunni í haf- rótinu á meðan fimm karl- menn sváfu vært undir þilj- um. Roscoe, sem hafði séð fyrir því, að sett liafði verið um horð á kostnað Jacks kynstrin öll af sérstökum niðursoðnum hollustumat, sat nú niðri í káetu og gæddi sér á góðgætinu. Þegar .Tack spurði hann, livers vegna hann sprautaði ekki þalfar- ið, til þess að reyna að halda bátnum hreinum, sagði Ros- coe, að liann gæti ekkert gert vegna hægðaleysis. Á meðan allt gekk þannig á afturfótunum fyrir Jack, seltist hann á lúguna yfir framlestinni og byrjaði að skrifa „Martin Eden“, sem vafalaust má teljast bezta bókin, sem hann nokkurn tima skrifaði. Það sjást ekki 40 VIKAN 19-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.