Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 41
SJÖN1IARPSH0RNID Raðsett, sem má breyta eftir aSstæSum. Framleiðandi og seljandi: Bólstnrim Hverfisgötu 74 — Sími 15102 margar leiöréttingar í hinu skrifaða frumriti og sýnir það greinilega hina miklu hæfileika hans til þess að raða niður og þjappa saman efninu, sem hann hafði lagt svo mikla stund á að þroska með sjálfum sér. Eftir viku slotaði veðrinu, sólin fór að sldna og Martin Johnson og Tochigi stauluðust máttvana fram úr kojum sínum, og Herbert Etoltz, sem hafði ekki neinn skipstjóra til að skipa sér fyrir, reyndi eftir beztu getu að haga seglum eftir vindi. Jack skrifaði 1000 orð á hverjum morgni, og „Martin Eden“ óx liröðum skrefum. Bókin er eins kon- ar sjálfsævisaga í skáldsögu- formi, þar sem Jaclc segir frá sinni eigin baráttu við að sigrast á þekkingarskorti sinum, og hvernig liann breytist á þrem árum úr óbreyttum sjómanni í menntaðan mann og dáðan rithöfund. Aðalpersónurnar eru hann sjálfur, Mabel Appelgarth og fjölskylda hennar. Ruth Morse, sem er aðalkvenper- sónan, er sönn og lifandi, af því að hún styðst við lifandi fyrirmynd. Það er eina kon- an, sem ekki er úr alþýðu- stétt, sem Jaclc London gat nokkru sinni gert sannfær- andi i sögum sínum. Þegar hókin kom út tveim árum seinna, bauð kvenfé- lagið í San Jose kvenritdóm- ara, Mira McClay að nafni, að koma og halda fjTÍrlestur um „Martin Eden“. í fyrir- lestrinum tætti frú McClay aðalkvenpersónu sögunnar í sundur, sagði að hún væri huglaus og veikgeðja og hefði eyðilagt með þvi bæði sitt eigið líf og lif Martins Eden. Hana grunaði ekki, að föla, grannleita konan, sem sat í fremstu röð og horfði á liana sorgmæddum augum, væri Mabel Appelgarth. Þegar þau höfðu siglt í tuttugu og sjö daga, og stefnið, sem .Tack liafði ver- ið svo hreykinn af, hafði stungið sér hvað eftir annað svo djúpt í öldurnar, að það virtist aldrei ætla að ná sér upp aftur, sáu þau land fram undan. Jack gramdist, hvað hann hafði reilcnað skakkt, því að samkvæmt útreikn ingum hans áttu þau að vera hér um bil 160 kílómetra frá næstu eyju. En það kom hrátt í Ijós, að þetta var tind- urinn á eldfjallinu Halea- kala, sem er 10 þús. fet yfir sjávarmál, og fjarlægðin reyndist vera 160 kílómetrar. Þegar hann uppgötvaði það, varð liann enn hreyknari lieldur en þegar hann korn- ungur stýrði „Sophie Sutli- erland“ í gegnum fellibylinn úti fyrir Japansströndum. Gufuhátur frá lystisnekkju- klúbhnum á Hawaii kom til móts við „Snarken“ og færði þeim blöð með skeyt- um frá Ameríku um það, að „Snarken“ hefði farizt. For- maður klúbbsins bauð liann vellcominn til Hawaii og dró hann inn á „Perluhöfnina“. .Tack var fengið hús til um- ráða í Hilo. Á hverjum morgni vaknaði hann við söng mynafuglanna, og nið- ur að fagurgrænu lóninu, þar sem hann baðaði sig, voru aðeins fáein skref. Hann horðaði morgunverð undir trjánum við borð, sem Tochigi liafði stráð rauðum liibiscus og grænum kóral- ögnum. Eftir morgunverð- inn sat liann i bláum slopp og skrifaði við litið skrifborð, sem sett hafði verið á gras- blettinn. Hann lýsti öllum þeim erfiðleikum, sem liann átti við að stríða áður en hann kom „Snarken“ á flot; hann sagði frá þeim þúsund- um hréfa, sem hann hafði fengið frá fólki, sem gjarn- an vildi komast í þessa ævin- týralegu ferð, og hann lýsti því, hvernig „Snarken“ villt- ist, af því að Roscoe kunni ekki að stjórna skipi, og hvernig lionum sjálfum tókst að komast á rétta leið. Hann var í miklum fjár- kröggum, greinarnar voru vel slcrifaðar og skemmtileg- ar, og það var auðvelt að selja þær. Fyrstu tólf dagana, sem „Snarken“ lá í „Perluhöfn- inni“, kom Jack ekkert um borð. Þegar hann reri um horð á þrettánda degi, sá hann, að þilfarið hafði aldr- ei verið hreinsað, og að það var að grotna í sundur und- ir hitabeltissólinni. Hann rak samstundis Roscoe Eames og Herbert Stoltz af og sendi þá aftur til Californíu. 1 Ameríku háru blöðin út þann orðróm, að slegið hefði í hart um borð í „Snarken“ og tveir menn farið af. Af þvi að Jack vildi ekki særa Ninettu Eames með því að koma upp um Roscoe, gerði hann enga tilraun til að af- saka sig. Jack og Charmian voru eina viku á holdsveikra-eyj- unni Molokai. Þau skeyttu ekki um neinar varúðarregl- ur og umgengust sjúkling- ana eins og þeir væru alheil- brigðir. Sjúklingarnir grát- báðu Jack um að skrifa grein, sem segði sannleikann um þessa illræmdu eyju, svo að heimurinn fengi að vita, að þeir lifðu þar góðu og hamingjusömu lífi. 1 grein- inni „Holdsveikissjúkling- arnir á Molokai“, sem Jack skrifaði undir eins og hann kom aftur í húsið sitt í Hilo, 19. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.