Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 19
7. hluti
„Ég bjóst eins við, að þú myndir deyja, elskan. Þegar ég heyrði brakið
og kom út í ganginn og sá þig liggja undir krónunni. Ég varð svo sleg-
inn, að ég ætlaði naumast að koma þér hingað upp og langaði mest til
að kveikja í húsinu, svo þetta væri allt búið."
,,Æ, Jim, ég varð svo hrædd."
„Komið nú, Jim," sagði Purving læknir. „Peggy kemur svo með súpu.
Hún lítur ekki sem verst út, finnst þér?"
„Jú, hún er indæl að sjá," sagði Jim uppnuminn. „Nær hún sér ekki
alveg?"
Læknirinn kinkaði kolli. „Hún verður sjálfsagt aum í nokkra daga.
Hún er lukkunnar pamfíll, þessi stúlka. Ég kem aftur á morgun, þótt
þess sé varla þörf. Þið verðið að sjá um, að hún hreyfi sig eitthvað."
Lori óskaði með sjálfri sér, að þessi Ijúfmannlegi læknir færi ekki.
Framkoma hans var svo róandi. Hún varpaði frá sér þeirri hugsun, að
einhver hefði ætlað að ráða sér bana. Hún mundi, að Ijósakrónan hafði
sýnzt svo föst í bjálkanum; einhver dulinn galli hlaut að hafa orsakað,
að hún féll niður.
Peggy kom með súpu. Hún var indæl og hjálpsöm. „Mikið varð ég
hrædd þegar ég frétti þetta," sagði hún.
„Ég stóð undir krónunni, og það var víst heppni, að ekki skyldi
verr fara. Hvar er Aline?"
„Niðri í gangi að safna brotunum saman. Sumt fór gegnum gólfið
og niður ( kjallara."
„Peggy, ég er svo hrædd."
„Ég er ekki hissa á því. Ég get vel skilið, að þig langi ekki að vera
hérna til lengdar. Fyrst var það slysið með bílinn og svo þetta."
Lori reyndi að masa við Peggy, en þótti leitt að heyra, að Jim hefði
farið til bæjarins með lækninum. Hann ætlaði að reyna að fá lánaðan
bíl. Peggy fræddi hana líka á, að læknirinn hefði sagt, að Ijósakrónan
hefði dottið af því fleygur eða varnagli, sem hélt keðjunum saman
hefði farið úr skorðum.
Aður en Peggy fór lét hún Lori taka svefnpillu.
14. KAFLI
Hún svaf óvært og dreymdi sitthvað óhugnanlegt. Klukkan var næst-
um orðin sex, þegar hún vaknaði. Dyrnar voru lokaðar. Var það til að
veita henni meira næði, — eða til að loka hana úti?
Hún var viss um, að Jim hafði verið í músikherberginu, svo ekki
hafði hann losað fleginn úr Ijósakrónunni. En var ekki Aline fyrst og
fremst grunsamleg, — konan, sem var að missa völdin á heimilinu? Ur
því þetta bragð hafði misheppnazt, hvað tæki næst við? Hún reyndi að telja
sér trú um, oð áhyggjur Jims væru ósviknar, en hún fann, að hann var
ekki hlynntur henni.
Með erfiðismunum tókst henni að komast fram úr rúminu og bregða
sloppi yfir umbúðirnar. Húðin var sumsstaðar gul af sáraáburði. Hún
opnaði hurðina og gekk að svölunum og horfði niður á viðurstyggð
eyðileggingarinnar. Gínandi gap var niður úr gólfinu. Keðjan lá við
hlið krónunnar. Jim kom út úr bókaherberginu, tók í lausa enda keðj-
unnar, góndi á hann og gekk svo aftur hratt inn í herbergið.
I.ori stjáklaði niður stiganna, dauðsmeyk, en vildi samt vita, hvað Jim
hefði hugsað, þegar hann stóð með keðjuna í hendinni.
Vegna undrunar hans nú og að hann hafði verið að spila um nótt-
ina, gat hún útilokað hann frá að vera meðsekan í þessari morðtilraun.
Er hún kom niður á gólfið, hraðaði hún sér að dyrum bókaherbergis-
ins.
Þeir Jim og Joel spruttu forviða upp, er þeir sáu hana.
„Lori, þú komin hingað?" Jim færði stól að henni.
„Mér líður ágætlega, en af hverju komstu ekki upp að sjá mig Joel?"
„Við héldum að þú svæfir. Ég er svo feginn, að þú skulir vera búin
að ná þér. Nú get ég trúað á kraftaverk eftir að hafa séð, hvað gerðist
í ganginum."
Karlmennirnir tveir sátu sem verndarenglar beggja megin við hana,
og óhugnanlegar hugsanir hurfu næstum úr huga hennar. En Jim kom
henni aftur til raunveruleikans með að segja: „Lori, við höfum ákveðið,
að þú skulir ekki vera lengur hérna. Þú hefur tvívegis komizt hér í Iífs-
háska, og við tökum ekki meiri áhættu,"
„Raunar eru skiptin þrjú," leiðrétti Lori. „Ég datt niður úr hringstig-
anum fyrsta daginn."
„Guð sé oss næsturl" stundi Jim. „Þess vegna hefurðu alla marblett-
ina, sem Peggy talaði um!"
„Jim, ég vil ekki fara burt nú. Ég er reyndar hrædd við þetta hús, en
ef ég á að selja það, vil ég fá gott verð fyrir það."
Jim sat kyrr og hugsandi, en Joel sagði brosandi: „Taktu ekki mark á
honum. Auðvitað áttu að selja úr sér gengið húsið. Lori."
Jim reis upp og horfði niður fyrir sig. „Ég skil þig, Lori, en gefðu
okkur dálítinn frest til að fá botn í hlutina."
„Fá botn í hvað?" spurði Lori áköf.
„Sjálfan mig til að mynda og Aline frænku.'"
„Gaztu komizt yfir bíl?"
„Ég lánaði honum einn af mínum," sagði Joel. „Ég hélt, að öll bölv-
unin, sem sögð er vera yfir þessu húsi, væri liðin tíð."
„Ég mundi verða sú þriðja, er það ekki?" sagði Lori.
„Sú þriðja?"
„Já, það er mamma þín, kona þín og svo ég."
Jim stundi af sárindum.
Joel hrukkaði ennið. „Maður gæti haldið, að illur andi réði hér lofum
og lögum."
Til að breyta um umræðuefni spurði Lori, hvað þeir hugsuðu sér um
viðgerðir á gólfinu.
„Við verðum að fá viðgerðarmenn," svaraði Jim. „Ég ræð ekki vlð
þetta einn."
„Joel, viltu sjá um að útvega mann eða menn á morgun?"
Framhald á bls. 49.
19. tbi. VIKAN 19