Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 30
Guðni Pálsson, hinn fjölhæfi og snjalli saxófónleikari Roof Xops. HEYRAMÁ (þó lægra sé látið) ÖMAR VALDIMARSSON Tilvera flutti meðal annars lag eftir gítarleikarann, Axel Einarsson, og var þeim vel fagnað. Frá vinstri eru Pétur, Axel, Engilbert og Jóhann. VETTVANGIIR ÆSKUNNAR Keppnin um fulltrúa ungu kyn- slóSarinnar 1970 var haldin þann 16. apríl síðastliðinn. Um úrslit þarf ekki að fjölyrða, um þau er ekki nema eitt gott að segja, en mig langaði til að fara nokkrum orðum um frammistöðu þeirra hljómsveita og skemmtikrafta sem fram komu á skemmtuninni. Það sem mér hefur alltaf fundist ábótavant við þessa skemmtun, eða réttara sagt ofaukið, eru popphljóm- sveitirnar sem þarna troða upp. Til allrar hamingju var engin keppni haldin í ár og er það spor í rétta átt. En að hlusta þarna á fimm hljóm- sveitir auk tveggja skemmtikrafta (fyrir utan það sem stúlkurnar sjálfar höfðu fram að faera) var mér eigin- lega meira en nóg. í fyrsta skipti á ævinni var ég orðinn hundleiður á popptónlist — og í fyrsta skipti á ævinni fékk ég í höfuðið vegna hávaðans. Það sem ég á við er að hljómsveitirnar draga að sér allt of mikla athygli — þannig að höfuð- tilgangur samkomunnar, keppnin um fulltrúa ungu kynslóðarinnar, verð- ur aukaatriði. Vonandi stendur þetta til bóta á næstu skemmtun. Það voru Pops sem opnuðu skemmtunina, með gömlu og góðu blueslagi, sem þeir gerðu mjög góð skil. Pops var önnur tveggja beztu hljómsveitanna það kvöldið, hin var Ævintýri. Ég hef það oft farið fögr- um orðum um Pops í þessum þætti, að ég geri það ekki aftur — en I guðanna bænum, Pétur minn, láttu aðeins stytta á þér hárið! Næstir voru Roof Tops, sem fluttu heilmikið lag, mjög vel í allastaði og höfðu þeir fléttð inn í það heil- mikilli ræðu um einhvern Búbúlala og óvini ríkisins. Hugmyndin er stór- snjöll. Það er synd að svo góð hljóm- sveit skuli vera að leysast upp, en Guðni Pálsson og Sveinn Guðjóns- son hafa hugsað sér að leggja hljóð- færaleik á hilluna með sumrinu, og er enn óákveðið hvort hinir halda áfram. Þó er það sennilegra — og einhversstaðar heyrði ég því fleygt að Erlingur Björnsson, fyrrverandi gítarleikari Hljóma og núverandi umbi Trúbrots, hafi hug á því að slást í hópinn. Þó er betra að trúa svona hlutum varlega, því Erlingur Hér ræðir Svavar Gests við danska t umboðsmanninn, Peðcr Abrahamson, sem sagði íslenzkar hljómsveitir hafa komið sér á óvart — og þótti það merkileg yfirlýsing! ^ Einhvers staðar á bak við þetta hár allt saman er Björgvin Gíslason, gít- arleikari Náttúru, en hljómsveitin flutti m. a. lag eftir hann. Ríó-tríó flutti nokkur lög, og hér eru þeir að flytja lag af væntanlegri hijómplötu sinni, en texti þess lags fjallar um eiturlyfjancyzlu frá sjón- arhóli ástvinanna. 30 VIKAN 19-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.