Vikan


Vikan - 06.05.1970, Side 50

Vikan - 06.05.1970, Side 50
15. KAFLI Purving læknir kom klukkan níu á mánudagsmorguninn. Lori vaknaði við, að Peggy snerti við henni. „Þér lítið vel út," sagði læknirinn brosandi. „Nokkur sársauki?" „Dálítið endrum og eins, þegar ég geri vissar hreyfingar." „Sárin virðast gróa vel. Ég ætla nú að minnka umbúðirnar, svo loft- ið komist betur að." „Hvað hafið þér stundað lengi lækningar í Ardmore?" spurði Lori. „Rúm þrjátíu og fimm ár, en þar frá dragast fjögur ár, sem ég var í herþjónustu ! seinni heimsstyrjöldinni." „Hafið þér verið læknir Kensington-fjölskyldunnar allan þennan tíma?" „Já, en þetta fólk hefur verið heilsuhraust, og kallar ekki í lækni fyrr en í fulla hnefana." „Var ekkert um barneignir?" „Nei. Jim var s'íðasta barnið, sem ég tók á móti. Þetta er ekki sérlega barnmörg fjölskylda." „Tókuð þér á móti yngri systur Jims. Hún hét víst Georgía?" „Nei," anzaði hann og horfði spyrjandi á Lori. „Þá var engum lækni fyrir að fara. Aline aðstoðaði við fæðinguna, hygg ég. Ég vissi ekki einu sinni, að Helen Kensington var ófrísk. Þetta fólk lætur ekki fleira vitnast en nauðsynlegt er." „Hvað lifði hún lengi?" „Helen?" „Nei, barnið." „Það veit ég ekki." „ „Var ekki leitað til yðar, þegar í Ijós kom, að telpan var gáfnasljó?" „Nei," svaraði hann. „ Jæja, þessar umbúðir eru liprari Gangið nú dálítið um í dag og þjálfið vöðvana." „Þér svöruðuð ekki spurningu minni, læknir." „Nei, en ég veit heldur ekki mikið um barnið. Ég hygg hún hafi dáið sjö til átta ára gömul. Jim var frískur og fjörmiki11, og ég kom hingað einu sinni eða tvisvar á ári. Síðast var ég hér, þegar Mary dó. Ég kom hingað of seint." „Hvernig gerðist það?" „Heyrið nú, ungfrú Kensington, — því minna sem þér brjótið heilann um sögu þessa húss, því betra. En ég skil yður vel, þér hafið nýlega erft húsið. Var faðir yðar ekki James Leland?" „Hann var stjúpfaðir minn." „Ég kunni vel við hann. Hann var tilfinninganæmur en samt sterk- byggður persónuleiki." Þetta var í annað skiptið, sem hún heyrði ókunnugan hrósa stjúp- föður sínum. Þetta var ekki ( samræmi við minningar hennar um hann. Þær áttu betur við lýsingu Aline: eigingjarn, tillitslaus maður, sem lét sig engu skipta erfðavenju ættarinnar ellegar viðkvæmt hjarta Ktillar telpu." H1IAR ER M\H HANS NÓA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síöast er dregiö var hlaut verölaunin: Ragnar Fr. Guðmundsson, Laugalæk 19, Reykjavík. Nafn ______ __ Heimill __________ Örkin er á bls. _ ____________ Vinninganna má vitja í skriístofu Vlkunnar. 19. „Þekktuð þér fyrri konu stjúpföður míns, læknir?" „Þér eruð ekki alveg hætt að spyrja. Já, ég kannaðist við hana. Louise var ágætis stúlka og fjörleg. Þegar kallað var á mig til að skrifa dánarvottorð, tók ég það nærri mér. Hún var ekki líkleg til að fremja sjálfsmorð, gat maður haldið. Viljið þér vaða meira ofan í gamlan fjöl- skyldulækni?" „Ég kem við á viðtalsskrifstofunni yðar, þegar ég get." Peggy kom upp með kaffibakka, og Lori leið nú miklu betur eftir samtalið við hinn viðfelldna lækni. En hana þyrsti í svör við mörgum fleiri spurningum. Hún hefði gjarfna þegið að heyra eitthvað um Seldon- stúlkurnar og Frank Adler. „Jim sagðist ætla að koma upp snöggvast, þegar hann hefði talað við viðgerðarmanninn, sem er nýkominn frá bænum," sagði Peggy. „Ég þarf að spyrja hann að dálitlu," sagði Lori. Peggy settist á rúmstokknin. „Hvað er það?" „I fyrsta lagi vil ég gjarnan fá hitaleiðslur inn í svefnherbergin, og ég vil, að litið verði eftir öllu í húsinu." „Þér gengur illa að læra," svaraði Peggy af vanþóknun. Þegar Lori hafði klætt sig og gengið niður, var viðgerðarmaðurinn farinn. Jim stóð álengdar og horfði á allt ruslið, en það birti yfir svipn- um, er hann sá Lori koma. „Þú lítur vel út í dag, Lori. Læknirinn var harðánægður með þig. Er hægt að lagfæra þetta, Jim?" spurði hún og kinkaði kolli að rusl- inu. „Svo sagði maðurinn og hann heldur líka, að hann geti fengið teppa- lagningarmann til að gera við teppið." Lori lét hjá líða að taka fram, að hún vildi helzt kaupa nýtt teppi á gólfið. Hún leit upp í loftið og spurði, hvort ekki væri hægt að gera eitthvað fyrir bitann. „Jú, hann hélt það. Hann fór upp á loftið. Það liggur stigi þangað frá þriðju hæð." Lori fannst sem blóðið frysi í æðum sínum. Það var þá ekki ógerlegt að komast upp á háaloftið og aðgæta, hvort þar væri eitthvað, sem hefði getað losað Ijósakrónuna. „Fannstu fleyginn frá Ijósakrónunni Jim?" „Nei, það var svo dimmt. Ég stóð stutt við, því ég hafði áhyggjur af þér. Hvernig vissurðu þetta með fleyginn?" Lori rak upp stór augu. „Þú hlýtur að hafa heyrt Purving lækni segja frá því." „Fleygurinn datt niður með keðjunni, ég gleymdi því." „Fannstu fleyginn?" Lori endurtók spurninguna. Hann hristi höfuðið. „Við finnum annan fleyg." „Hafið þið hugsað ykkur að hengja krónuna upp aftur. Hún sýnist vera í maski." Aline frænka segist geta komið henni saman aftur, ef við getum gert við styrktarálmurnar." Röddin bar hreim af stolti og samúð. „Jim," mælti Lori. „Aline leit upp til mín í gærkvöldi. Hún var mér mjög reið." „Hvernig í ósköpunum gat staðið á því?" „Veiztu ekki hvers vegna? Það er greinilegt, að þú segir henni alla skapaða hluti, svo ég taldi, að hún hefði sagt þetta.'" „Ég segi henni bara það, sem mér sjálfum sýnist. En hvað sagði hún við þig?" „Hún biður mig að fara héðan sem skjótast," svaraði Lori, .,og sagði að óhöppin væru aðvörun." „Aðvörun? Áttu við, að hún hafi gefið í skyn, að þetta hafi ekki verið hrein óhöpp." „Ekki beinlinis, en hún stendur í þeirri meiningu, að húsið hati mig. Og hún segir, að þú . . ." „Hvað segir hún um mig?" spurði Jim mjúkur á manninn. „Hún segir, að þú viljir ekki annað en að vera hér kyrr hjá henni. Er það satt? Langar þig aldrei til að hverfa aftur að tónlistarnáminu til dæmis?" „Þetta er bæði rétt og rangt hjá henni. Ég verð hér og tek hana að mér og lofa henni að taka mig að sér. En það er ekki rétt, að ég vilji ekki annað. En svona verður þetta að vera, Lori, og spurðu mig ekki hvers vegna. Hún veit ástæðuna. En talaðu ekki um þetta meira." Lori gekk að honum, tók um handlegg hans og mælti: Ég get ekki stillt mig um að tala um þetta. Bara þú vildir segja mér, hvað þrúgar þig. Ég vildi svo gjarnan hjálpa þér. . . ." „Það skaltu ekki gera. Það yrði okkur báðum til ógæfu. Stundum eru forlög fólks ákveðin fyrirfram. Aline frænka hefur kannske rétt fyrir sér. Farðu burt héðan áður en íbúarnir eyðilegja þig." Það sem eftir var dagsins leið eins og martröð fyrir Lori, og þegar hún um nóttina gekk fram í baðherbergi til að fá sér vatn með svefn- töflu, heyrði hún á ný hina dapurlegu músik, sem barst með hitalögn- inni. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 19-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.