Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 3
19. tölublaS - 6. maí 1970 - 32. árgangur Peter Forbes nefnist brezkur maður, sem er að gera merkilega tilraun i sambandi við vangefið fólk. .Hann hefur í huga, að í framtíðinni búi slíkt fólk í sérstökum þorpum, þar sem það sé látið vinna og lifa sem sagt eins líkast lífi eðlilegs fólks og unnt er. Margir eru þeirra skoðunar, að þessi tilraun muni gefa góða raun. í Ármúla 14 starfar Heilsuræktin, stofnun, þar sem iðkuð er kennsla og þjálfun í judo og auk þess heilsubótarleikfimi eftir kerfi, sem þróað er upp úr judo og yoga. j þessari viku segjum við í myndum og máli frá heimsókn til Heilsuræktarinnar. Þjóðleikhúsið hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt á sumardaginn fyrsta, 23. apríl sl. Það var óneitanlega merkur atburður, þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950, með sýningu þriggja íslenzkra öndvegisverka, Nýársnóttinni, Fjalla-Eyvindi og Islandsklukkunni. I tilefni afmælisins rifjum við upp í myndum helztu viðburði á tuttugu ára starfsferli Þjóðleikhússins. I ÞESSARI VIKU Eldhús Vikunnar, sem Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari sér um, hefur alltaf eitthvað nýtt góðgæti á boðstólum, og að þessu sinni eru það pönnukökuréttir. Það er nefnilega hægt að gera miklu fleira með pönnukökur en að bera á þær sultu og rjóma. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar í hinni árlegu keppni, sem Vikan og Karnabær standa fvrir, var að þessu sinni kjörin Guðbjörg Haraldsdóttir. í næstu Viku birtist viðtal við Guðbjörgu, þar sem lesendum gefst kostur á að kynnast nánar skoðunum hennar og viðhorfum. „Jón Gunnar Árnason bregður hnífi undir nasir yður, og þegar þér finnið loks fyrir egginni, vitið þér hvað veruleiki er." Þannig komst svissneskur lista- maður, René Scherrer að nafni, að orði í dómi um listsýningu Jóns Gunnars Árnasonar, myndasmiðs, í Gallerí Súm í fyrrasumar. I næsta blaði verður viðtal við Jón, sem áreiðanlega er meðal athyglis- verðustu yngri myndlistarmanna okkar i dag. í NÆSTU VIKU FORSÍÐAN Tryggvadóttir, K.K. moto K.K. 5. dan. Judo-kasttækni, fóttækni. Tori (sá sem bragði beitir) er Jóhanna 1. dan, en Uki (sá sem verður fyrir bragði) prófessor N. Yama- f FULLRI ALVÖRU ÓHÁÐIR 0G SAMEINAÐIR Það hefur vakið athygli í sambandi við í hönd farandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningar að í vöxt virðist fara úti á landi að menn láti allan flokkaríg lönd og leið þegar framboð eru ákveð- in. j mörgum bæjar- og sveitarfélögum hafa komið fram listar undir nöfnum eins og óháðir eða sameinaðir kjósendur. Þetta verður að teljast góðs viti. í bæjar- og sveitarfélögum, einkum þeim smærri, háttar yfirleitt svo til að teljast má fáránlegt að kjósa menn til forustu í þeim eftir því hvar í stjórnmálaflokki þeir teljast standa. Vandamál þau, er liggja fyrir bæjar- og sveita- stjórnum, eru yfirleitt þannig vaxin að gæfuleg meðferð þeirra er fyrst og fremst undir því komin að forustumennirnir, sem kjörnir eru til að leysa þau, séu hæfir menn og heiðarlegir. Spurning er hvort dreifbýlið gæti ekki að þessu leyti orðið þéttbýliskjarnanum við Faxafló- ann og raunar þjóðfélaginu í heild þörf fyrir- mynd. Bitlingapestin sem þessu þjóðfélagi tröll- ríður hefur verið nokkuð ofarlega á baugi síðan Tíminn sýndi það framtak að telja upp fyrir alþjóð störf Jóhannesar Nordals, seðlabankastjóra. Ekki vantaði að önnur biöð fylgdu fast á eftir og sýndu glögglega fram á það, sem raunar var áður vit- að, að bitlingarnir eru kaka, sem stjórnmála- flokkarnir allir hafa bakað sameiginlega og skipt á milli sín i bróðerni. Þegar ítök stjórnmálaflokk- anna í þjóðfélaginu eru höfð í huga er þess vart að vænta að nokkur bót fáist á þessum málum, enda benda nýjustu fréttir af stöðuveitingum greinilega til þess að ennþá sé hiklaust haldið áfram á þeim breiða vegi, sem fyrr en varir gæti leitt til glötunar þeirra, sem feta hann af slíku blygðunarleysi. Það er meira en kominn tími til þess að ís- lendingar hætti að taka stjórnmálaflokka sína jafn alvarlega og gert hefur verið til þessa. Það er meira en kominn tími til þess að bitlingafen flokkanna séu sniðgengin og að til forustu í borg og ríki séu menn valdir þeir menn er bera af hvað snertir kunnáttu og hæfileika, en ekki þeir sem sterkasta hafa flokksvélina að baki sér. dþ. VIKAN Útgefandl; Htlmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: SigriSur t>or- valdsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgrelSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerS í lausasölu kr. 50,00. ÁskrlftarverS er 475 kr. fyrir 13 tölublöS ársfjórSungslega, 900 kr. fyrir 28 tölublöS misserislega. — ÁskrlftargjaldiS grelSlst fyrirfram. Gjaldd. eru: N6v„ febrúar, mai og ágúst 19. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.