Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 32
Það er list að lifa Framhald af bls. 13. duglegri og jákvæðari. Hvað judo snertir sérstaklega kvað Jóhanna það hafa margsannað ágæti sitt og hvergi betur en í móðurlandi íþróttarinnar, Japan. — Ein- kenni Japana eru sterkir fætur, sterk nýru og sterk bök, sagði Jóhanna, —• en víða á Vestur- löndum er verulegur misbrestur á því að þetta þrennt endist eins vel og vera ætti að öllu eðlilegu. Flestir Japana stunda judo mik- inn hluta ævinnar, enda er fullyrt þar í landi að ekkert sé til fyrirstöðu að iðka íþróttina á öllu aldursskeiðinu frá sjö ára til sjötíu og sjö. Judo er líka þakkað að Japönum almennt hefur tekizt furðuvel að halda sinni andlegu rósemi þrátt fyrir allan hraðann og spennuna, sem fylgt hefur hinni öru tæknibylt- ingu hjá þeim. Meðal læknanna er eigin- maður Jóhönnu, Jónas Bjarna- son, en þau hjónin hafa samið matseðil, sem allmiklu máli skiptir fyrir þá, sem þjálfunar- innar njóta, að taka til greina, enda er röng næring eitt af vandamálum okkar velferðar- samfélags. Annar læknir, sem starfar hjá Heilsuræktinni, er Úlfur Ragnarsson, og af honum og tveimur öðrum karlaþjálfur- um náðum við sem snöggvast tali í æfingarlok. Einn þeirra, Steinar Júlíusson feldskeri, gat þess að vegna fá- mennis karlmannanna hefði ekki verið hægt að flokka þá jafnmikið niður og konurnar, eftir aldri og getu. — Það ligg- ur í augum uppi að aðsóknin hjá karlmönnunum er miklu tregari en hjá konunum, sagði Steinar. — Það stafar trúlega sumpart af því að karlmenn eru yfirleitt uppteknari, hafa minni tíma. Kvennaflokkarnir eru þannig allan daginn, en fyrir karla á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. En það þarf varla að taka fram að þetta er ekki síður gott fyrir karla en konur. Eg hef fyrir mitt leyti haft verulega gott af þessu sjálfur og tel því að þannig hljóti að vera um fleiri. — Jú, maður sér það á mönn- unum að þeir hressast mikið við þetta, sagði Úlfur Ragnarsson. Svo við minnumst á slökunina til dæmis, þá held ég að það sé ákaflega mikils virði að geta náð fullri slökun á örfáum mínútum ef maður ætlar sér; velt sér upp í dívan í miðjum vinnutíma kannski og verið kominn alveg út úr heiminum á augabragði. Og að geta sofnað þegar maður ætlar sér það. f þjálfuninni leggjum við mikla áherzlu á al- gera slökun, þannig að menn njóti hvíldar fullkomlega og þurfi ekki að nota svefnlyf á kvöldin, heldur sofni þegar þeim sýnist. Þetta er nokkuð sem má kenna. — Raunar er svo að sjá að kvenfólkið standi sig líka betur, þegar út í æfingarnar er komið, sagði Steinar. — Það er ótrú- legt hvað það getur leikið sér að því að gera. Það er mun liðugra en karlmennirnir. Prófessor Kobayashi vildi meina að það stafaði af hinni stöðugu streitu karlmannanna; hins vegar væri hófleg hreyfing, rétt mataræði oð F-vítamín nauðsynlegt, en Japanir nota það í ríkum mæli gegn offitu og æðakölkun. — Já, ég held þær séu fljótari að liðka sig upp en karlmenn- irnir, sagði Úlfur. — Það er ekki svo að skilja að karlmennirnir liðkist ekki líka; það er óskap- legur munur á þeim þegar þeir koma og þegar þeir hafa verið hjá okkur í tvo eða þrjá mánuði. En svo er eins og þeir séu leng- ur að liðkast framyfir það. Menn liðkast mest fyrst, en svo þarf meiri tíma til að ná enn meiri þjálfun. Þriðji karlaþjálfarinn, Gunnar Torfason, verkfr., sagði okkur að flestir karlmannanna væru á miðjum aldri, milli þrítugs og fimmtugs. — Þetta eru menn úr öllum stéttum og starfshópum, sagði Gunnar, — enda hafa sjálfsagt allir svipaða þörf fyrir þetta. Það má kannski segja að líkamlega þjálfunin komi skrif- stofumönnum enn betur en hin- um, sem líkamlega vinnu stunda, en þeir síðarnefndu hafa sízt minni þörf fyrir að kunna að slaka á og hvílast. Til gamans má geta þess að yogafræðin kenna að notkun á abríkósum (tíu á dag) og möndlukjörnum (þrír á dag) ásamt góðri meltingu hafi ómet- anlegt gildi til viðhalds líkaman- um. f Heilsuræktinni eru engin aldurstakmörk; það sannar bezt ömmuflokkurinn svokallaði, sem frú Þórunn Líneik Karvelsdóttir, íþróttakennari og snyrtifræðing- ur, tók að sér að mynda í byrjun nóvembers síðastliðins. f fyrsta tímanum í þessum flokki mætti aðeins ein, en í dag eru þessir flokkar orðnir tveir, annar full- skipaður en hinn nýtekinn til starfa. Þessir flokkar saman- standa af konum sextíu ára og eldri, og einnig konum sem þurfa að hressa sig upp eftir veikindi og þola ekki nema ró- legar æfingar. Mikil áherzla er lögð á öndunaræfingar og slök- un. Við ræddum við nokkra þátttakendur í þessum flokkum og voru þær á einu máli um að þjálfunin hefði orðið þeim mikil andleg og líkamleg upplyfting. Tveir kvennaflokkanna eru sérstaklega fyrir þær, sem vilja megra sig. Við spjöiluðum næst við frú Guðrúnu Sæmundsen, sem þjálfar þá flokka. — Megrunaræfingarnar eru ekki mikið frábrugðnar hinum, sagði Guðrún. — En við leggjum þar meiri áherzlu á ein- stakar æfingar en í öðrum flokk- um. Það eru ákveðin svið líkam- ans, sem þarf að taka meira til- lit til. Svo eru auðvitað sumar æfingar, sem þessar konur geta alls ekki gert, vegna þess að þær eru kannski bilaðar í fótum og það þungar, að varast verður að ofbjóða þeim í hálsi og höfði. — Þetta hefur gefið góða raun? — Alveg sérstaklega. Þær hjálpa svo mikið hver annarri, þegar þær eru svona sér í flokk, gefa hver annarri móralskan stuðning og beinlínis ráðlegg- ingar til uppfyllingar því sem við ráðleggjum þeim hér. — Er ekki miklu betra að megra sig á þennan hátt en með matarkúr? — Við þurfum auðvitað að láta þær halda í við sig, það er ekki hægt að grenna sig bara í æfingu. Við ráðleggjum þeim að fara eftir matseðli, sem Jónas Bjarnason, læknir, og frú Jó- hanna hafa samið. Þetta hefur gefið mjög góða raun. Svo gef- um við þeim ýmsar aðrar leið- beiningar um mataræði, sem við höfum smám saman aflað okkur úr judo- og yogafræðum, til að hjálpa þeim að ná af sér þessum aukapundum. Næst ræddum við við frú Erlu Tryggvadóttur, þjálfara, sem annast leiðbeiningar um matar- æði ásamt Guðrúnu Sæmundsen. — f ■ leiðbeiningunum leggjum við áherzlu á hollt mataræði til að byggja upp líkamann og bæta meltinguna, sagði Erla. — Við tölum við konurnar, sem flestar eru húsmæður, og hvetjum þær til að sleppa hvítum sykri og hvítu hveiti við matargerð en auka sem mest grænmetis- og ávaxtaneyzlu og svo framvegis. Við náðum sem snöggvast tali af prófessor Yamamoto, sem er mikill velunnari judos hér á landi og hefur verið Heilsurækt- inni innan handar með hjálp og leiðbeiningar. Prófessorinn hefur kennt judo við háskóla í föður- landi sínu en er nú búsettur hér á landi og hefur kennslu á hönd- um í judo í Judodeild Ármanns og Háskóla íslands. Prófessorinn lauk miklu lofsorði á starfsemi Heilsuræktarinnar og taldi miklu skipta fyrir andlega sem líkam- lega heilsu íslenzku þjóðarinnar að þess háttar starfsemi öðlaðist sem víðtækasta útbreiðslu. Hann sagði að fslendingar mundu yf- irleitt vel upplagðir til að iðka judo, þar eð þeir væru flestir líkamssterkir menn. Prófessor Yamamoto gefur hér sérstakar líkamsuppbyggjandi æfingar fyr- ir lækna Heilsuræktarinnar og stuðningsmenn stofnunarinnar. Að loknum æfingum fer fólk- ið undir sturtu og í gufubað, sem hvorttveggja er þarna við hendina. Eftir baðið getur það farið inn í annan sal, vafið sig teppum og hvílt sig og slappað af eftir gufubaðið. — Þar að auki látum við vigta alla og mæla svo við sjáum hvaða breytingum vöxturinn tekur við æfingarnar, sagði frú Ásta Guðvarðardóttir, kona Úlfs Ragnarssonar. — Svo fá þær .. ja, ég veit ekki hvort ég á að kalla það nudd, en það er borinn á þær svokallaður Geirlaugaráburður. Nafnið er til heiðurs Geirlaugu Filippusdóttur, hinni þekktu grasakonu, sem nú er á tíræðis- aldri. Þessi áburður þykir ákaf- lega góður til að bera á gegn gigt í öxlunum og til að mýkja vöðva og liðamót. — Hvernig er áburðurinn samansettur? — Það er mest möndluolía og svo er það salmíak og terpen- tína. Og eggjarauður. Þessu er hrist saman og því nuddað inn í hörundið. Bezt er að gera það þegar þær koma úr gufubaðinu heitar. Til gamans má geta þess að yogarnir hita möndluolíu og bera á liðamótin í hvert sinn áð- ur en þeir fara að sofa. Okkur var nú boðið til borðs með þjálfurunum, en þeir hafa fyrir reglu að snæða saman einu sinni í viku. Maturinn, sem allur er úr jurtaríkinu, var tilreiddur á hinn lystilegasta hátt og smakkaðist prýðilega. Við héld- um spjallinu áfram við Jóhönnu og þjálfaraflokkinn meðan borð- að var. — Við byggjum starf- semina upp þannig, sagði Jó- hanna, -— að ég þjálfa og leið- beini þjálfurunum. Þau bera svo aftur hvert um sig fulla ábyrgð á þjálfun síns flokks. Þær Guð- rún Sæmundsen og Erla Tryggvadóttir sjá um að miðla til þeirra, sem vilja grenna sig, upplýsingum um mataræði, fara í hvern nýjan flokk og veita fræðslu um hvernig eigi að koma meltingunni í lag. — Skrfistof- unni hjá okkur stjórnar frú Svana Jörgensdóttir og stjórn Heilsuræktarinnar skipa: Jó- hanna Tryggvadóttir formaður,- Ásta Guðvarðardóttir gjaldkeri, Halla Bjarnadóttir ritari. f vara- stjórn eru Guðrún Sæmundsen, Svana Jörgensdóttir og Erla Tryggvadóttir. Við erum mjög þakklát fvrir hvað fólk tekur miklum andleg- um og líkamlegum framförum hjá okkur, sagði Jóhanna enn- fremur. — Við teljum að vel gefizt að flétta saman vestrænni framtakssemi og austrænni and- legri menningu. Og ég get ekki lýst því hve þakklát við erum ef einhverjir hafa not af þeim fróð- leik, sem komið hefur til okkar. Ein meginreglan í yogafræð- um hlióðar svo: ef þú miðl- ar öðrum, þá færðu. Og að end- ingu vildi ég leggja áherzlu á þetta: við vitum að það er list að lifa. Heilsuræktin er leiðbein- ingarstofnun fyrir fólk, sem vill kynna sér þá list. dþ. 32 VIKAN 19-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.