Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 44
BMW.... Öryggi, i, útlit BMW: Bifreið fyrir yður BMW: er byggður fyrir aila vegi ... líka íslenzka.. BMW: hefur kraftmikla vél, sem tryggir góða end- ingu og getur bætt við þeim sekúndum, sem á skortir á hættulegum augnablikum. BMW: hefur um nokkurt skeið verið framleiddur með ýmsum tæknilegum nýjungum, sem aðrir framleiðendur líkja nú eftir í æ rík- ari mæli, svo sem: hina sjálfstæðu fjöðrun á hverju hjóli, hið tvöfalda hemlakerfi o. fl. BMW: hefur stöðugt aukið vinsældir sínar á ís- landi. Þess vegna bjóðum við yður allar gerðir af BMW, en mælum sérstaklega með BMW 1600 og BMW 1800. Leitið frekari upplýsinga. KRISTINN GUÐNASON HF KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675 — Við reynum að láta börnin vinna sem mest sam- an. Þau sem eru glaðlynd og opin hafa góð áhrif á þau sem eru þung í skapi og innhverf. Dagurinn í Blackerton House byrjar venjulega með því að Alan (mongoloid drengurinn) þrammar niður í eldhúsið til að fá sér te. Morgunverður er klukkan hálf níu og hálftíma seinna eru allir komnir til verka. Há- degisverður er klukkan eitt, og á kvöldin safnast allir sam- 44 VIKAN 19-tbl- an til tedrykkju, en það sem eftir er kvöldsins mega þau gera það sem þau vilja. Þau hlusta á útvarp, horfa á sjón- varp, eða sitja og gera hrein- lega ekki neitt. — Ég held að það sé ekki rétt að ráðstafa öllum tíma þeirra, þau verða að fá að hangsa svolítið. Við reyn- um líka að láta þau skipta oft um skyldustörf, svo hægt sé að finna hvað bezt er við hæfi hvers og eins. Ef það rignir, förum við1 í göngu- ferðir, eða liggjum í leti, seg- ir Eorbes. Það er ekki hœgt að líta f ramhjá kynferðismálunum Kvöldið sem blaðamenn voru í heimsókn í Blackerton Ilouse, las Alan upp úr „Camelot“. Hann hafði skreytt sig með gríðarmiklu, rauðu skeggi, baðaði út hönd- unum og horfði á spegilmynd sína, með mikilli ánægju. Rödd hans var lág og áköf. Eftir á hló hann með sjálfum sér í klukkutíma, af ánægju yfir frammistöðu sinni. Fyrir framan arineldinn sitja Michael og Roger. Þeir tísta af ánægju yfir því að þeim hefir verið boðið í brúð- kaup. Hjá þeim stendur Jenny og virðir fyrir sér hverja hreyfingu þeirra. Carol, sem er lagleg, ljóshærð stúlka, sit- ur í sófa og virðir þau fyrir sér með vorkunnarsvip. Hún er með hvíta hjúkrunarkonu- svuntu. — Carol er með hæsta greindarvísitölu af öllum börnunum okkar. Þessvegna er henni ljós vöntunin, og það kvelur hana. Við látum hana vera með þessa svuntu og hjálpa til við framreiðsluna. Það veitir henni svolítið sjálfsöryggi. Carol gæti gifzt og séð um heimili, en það yrði henni mjög erfitt. Þetta er eitt af erfiðustu vandamálum okkar. Ekkert af þessu fólki hefir verið yfirlýst geðveikt. Lagalega séð, geta þau farið hvert sem þau vilja og hve- nær sem er, og þau geta kært okkur fyrir yfirvöldunum, ef við reynum að hefta för þeirra. Þessi lagalega aðstaða til þessa „fullorðna" fólks býður upp á mikil vandræði, ekki sízt siðferðilega. Kyn- ferðismálin eru annað vanda- málið, sérstaklega þegar átt er við framtíðarheimili fyrir bæði kynin. — Okkur fannst rangt að mynda sambýli og aðskilja kynin. Þá var þetta ekki „venjulegt“ heimili. En ef við verðum vör við að einhver vandamál vegna þess séu í uppsiglingu, þá verðum við að finna aðra leið. Sem betur fer verða þessi börn sjaldan háð hvert öðru. Þau slá ást sinni á fullorðna fólkið, og hjá okkur eru þau mjög hænd að mér og samstarfsfólki mínu. Það getur aldrei komið til mála að við leyfðum ásta- sambönd eða hjónabönd hér á heimilinu. Það væri að kalla yfir sig ógæfuna. Við yrðum að taka til greina þá stað- reynd að bað gæti haft í för með sér afkvæmi. Það er ekki þár með sagt að þetta fólk geti ekki átt heilbrigð af- kvæmi, þar sem vöntun er sjaldan arfgeng. En börn slíkra foreldra myndu ekki hafa möguleika á að alast upp við eðlileg skilyrði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.