Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 31
Sigurður Karlsson, trommulcikari Ævintýris í banastuðl. jakkafötum, og sungu þeir Arnar, Birgir og Björgvin þríraddað lagið „Helplessly hoping", sem þeir'félag- ar Crosby, Stills, Nash og Young hafa sett á plötu. Undirleikurinn var einfaldur, gítar og tveir trompettar sem þeir Sigurjón og Sigurður léku á. Persónulega fannst mér þetta merkilégasta framlag hljómsveit- anna til skemmtunarinnar. Hitt er annað mál að allar hljómsveitirnar sönnuðu þarna tónlistarlega getu sína og má efalaust bendla komu danska umbans, Péturs Abrahams- sonar, við það. Sagði sá danski að hljómsveitir hér hefðu komið honum á óvart, en ekkert var ákveðið um utanför neinnar þeirra — enda nóg að Trúbrot brilleri í ríki Friðriks 9. um þessar mundir. Sigurður Karlsson, hinn nýi trommuleikari Ævintýris er stórkost- Ævintýri í sparitötunum: Birgir, Arnar, Björgvin, Sigurjón og Sigurður. er ekki á landinu þegar þessar lín- ur eru ritaðar og því ekkert hægt að fá staðfest frá fyrstu hendi. Náttúra eykur stöðugt vinsældir sínar, enda eiga þeir félagar það fyllilega skilið. En ég er orðinn tölu- vert hræddur við þá þróun sem virðist eiga sér stað hjá þeim: Þó Björgvin Gíslason sé einn bezti gít- arleikari á landinu, finnst mér óþarfi að honum sé hampað eins mikið og raun ber vitni. Hinir þrír eru allir góðir líka og því ekki að nota þá meira? Ævintýri kom þarna fram i hvítum legur trommari, en eitthvað varð vart við að fólki þætti trommusóló hans fulllangt. Vegna annarra starfa missti ég af Tilveru og Ríó-triói, en mér er sagt að Tilvera hafi verið góð, og að hinn nýi orgelleikari þeirra, Pétur Pétursson, hafi sýnt tilþrif. Sumir eiga bágt með að skilja þá ráðstöfun að ráða hann í hljómsveitina og vilja meina að Tilvera komi varla til með að verða betri en hún er nú sem tríó, og þar að auki sé Pétur algjörlega reynslulaus hljóðfæra- Framhald á bls. 36. Pops: Sævar, Ólafur, Ómar og Pétur — sem ætlaði að koma fram i kjól. cHljómplötu gagnrýni Ellýog Vilhjálmur Einhver eigulegasta hljómplata sem út hefur komið í seinni tíð er án efa nýútkomin LP-plata frá SG-hljómplötum, með systkinunum Vilhjálmi og Ellý Vilhjálms, þar sem þau syngja saman kunnustu lög Sigfúsar Halldórs- sonaé. Þetta er önnur platan sem þau systkini syngja inn á í sameiningu, og tvímælalaust sú betri. Lögin sjálf, söngur, útsetningar og hljóðfæraleikur er allt fyrsta flokks, enda valinn maður í hverju rúmi. Utsetningar annaðist Jón Sigurðsson, bassaleikari og hljómsveitarstjóri, og hefur hann leyst verk sitt af hendi með stakri prýði. Þó hefur honum verið nokkur vandi á höndum í sambandi við þau lög sem Ellý hefur sjálf sungið inn á plötu áður, eins og til dæmis Lítill fugl, í grænum mó ogVegir liggja til allra átta, þeim lögum hefur þurft að umsnúa algjörlega, og er útkoman hin skemmti- legasta. Sömu sögu er að segja um þau laganna sem hingað til hafa aðal- lega heyrst með Sigfúsi sjálfum, eins og til dæmis Tondeleyó, sem ViI- hjálmur syngur einn og af heilmikilli tilfinningu. Jón hefur útsett fyrir 10—12 manna hljómsveit, og eru það menn ekki af verri sortinni. Sú skoðun er talsvert útbreidd, að ekki sé hægt að setja gömul lög í nútímabúning svo vel fari, en Jóni hefur ( eitt skipti fyrir öll tekizt að afsanna þessa kenningu, og nægir þar að benda á Litlu fluguna í því sambandi, sem er gerð örlítið „jazzy". Þá er heilmikið „beat" í nokkrum laganna, enda má nefna meðal hljóðfæraleikaranna þá Jóhann Jóhannsson, Olaf Garðarsson og Sigurð Rúnar Jónsson, allt valinkunna hljóðfæraleikara ungu kynslóðarinnar — með heilmikið þel. Þeirra hlutur, sem og allra hinna hljómlistarmannanna, er ekki hvað minnstur i útkomu þessarar einstaklega vel hepnuðu hljómplötu. A bakhlið umslags lætur Svavar Gests þess getið að það hafi ætíð hjálpað Sigfúsi Halldórssyni að hann hefur frá upphafi haft nána samvinnu við afbragðs Ijóðskáld, og er það mikið rétt. Margir landskunnir menn eiga texta á plötunni og ber hlut Tómasar skálds Guðmundssonar hæst, en hann á fjóra texta. Hljóðritun annaðist Pétur Steingrímsson, magnaravörður útvarpsins og hefur enn einu sinni sannað afburða hæfileika sína, myndir tók Kristján Magnússon og Grafík vann kápu sem er stílhrein og falleg. 19. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.