Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 49
Júlía. Hann sneri sér að bóndan- um. -— Hérna, amigo, þetta er svolítil greiðsla fyrir ómakið. Hann rétti honum seðlana. — Ég sendi svo menn til að gera við flugvélina. Þú vísar þeim á hana. Bóndinn tók ekki við seðlun- um. Hann sneri sér að syni sín- um og talaði hratt á spænsku. Ambrosio túlkaði, með hljóm- lausri rödd. — Faðir minn seg- ist hafa hjálpað þér með ánægju. Hann segir að móðir mín hafi haft ánægju af því að hafa kon- una þína hér. Hann brosti og hneigði sig fyrir Júlíu. — Okkur þótti öllum mjög ánægjulegt að hafa þig hér. — Nei, nei, öskraði Geoffrey og veifaði seðlunum. — Þið get- ið ekki gert okkur þetta. Þið hafið haft bæði óþægindi og út- gjöld okkar vegna. Ég vil fá að greiða fyrir það. Fjölskyldan stóð þögul og kyrr. — Komdu, Geoffrey, sagði Júlía. — Þau vilja ekki þiggja peninga þína. Hún gekk í áttina að bílnum og svo klifraði hún upp í framsætið. — Viltu koma með töskuna mína, hún er þarna. Hún benti á lárberjatréð. — Ég skal koma með hana, senora, sagði Ambrosio. Fjölskyldan fylgdi Geoffrey að bílnum. Geoffrey, sem hélt enn- þá á seðlunum, spurði, eins og til að þreifa fyrir sér: — Hvað er um að vera hér? Kom þér ekki saman við þau? Þetta er gott fólk! Hann steig upp í bíl- inn. Ambrosio kom töskunni fyrir. Hann brosti til Geoffreys. — Senor, sagði hann, — þér skuluð ekki hafa áhyggjur af þessu. Ég held að senora hafi kunnað vel við sig hér, og við höfðum ánægju af að þjóna henni. Hann brosti til Júlíu. Augu hans voru mjög dökk og djörf. —En sen- or, ef senora endilega vill, hún veit að mariachis syngja fyrir peninga, þá skal ég taka pen- ingana fyrir að skemmta henni. Hann rétti fram höndina. Geoffrey stakk seðlunum í lófa hans. — Þetta líkar mér! Mér líður mikið betur! Ert þú mari- achi? Söng hann fyrir þig, Júl- ía? — Já, hann söng, sagði Júlía. — Við skulum flýta okkur af stað. Land-Roverinn skrölti yfir bugðóttan stíginn. Geoffrey leit við og veifaði fjölskyldunni, sem stóð við kaktushliðið. Ambrosio krafsaði í mölina með fætinum og hallaði sér upp að girðing- unni. — Hasta la vista! kallaði gamli maðurinn. — Adios! öskruðu börnin. Júlía leit ekki til baka. Þegar bíllinn var kominn fyr- ir beygjuna, og drunurnar frá honum hljóðnaðar, rétti Ambro- sio úr sér. Hann horfði á seðl- ana í hendi sér. Svo spýtti hann í rykið og þurrkaði það út með fætinum. Hann losaði gripið um seðlana og lét þá fjúka. Börnin öskruðu, bæði af hneykslun og gleði, og hlupu til að tína saman þessa brúnu papp- írssnepla. . . . ☆ RauSa herbergiS Framhald af bls. 19. ,,Ég skal reyna það. Ég skal líka sjá til, að þú fáir bezta herbergið i gistihúsinu, • ef þú skiptir um skoðun. Jim þú verður að gæta hennar betur." Jim svaraði engu, og Lori velti fyrir sér, hvort hún ætti að láta uppi við þá hugmyndir sínar um banatilræði. Hún gæti sannfært Jim um, að sagað hefði verið í þrepin, þar sem þau vantaði á sinn stað og svo var kúlupenninn hennar enn þar sem bolti átti að vera í hurðarlömun- um. En það var víst einum of mikið að ásaka nokkurn fyrir að hafa losað fleyginn í Ijósakrónunni viljandi. „Varð Aline hrædd, Jim, af því að hún hefur svo oft gengið undir Ijósakrónuna?" „Aline frænka hrædd? Nei, en hún hafði miklar áhyggjur af þér og saknaði líka Ijósakrónunnar. Gleymdu ekki, að þetta hús er henni allt." „Veit ég það, og Joel líka. Hann heldur, að bezt fyrir okkur öll sé að koma okkur burt frá Kensington Manor." „Hvað mundi gerast, ef við flyttum öll burt?" Jim varð hverft við þessari spurningu, og Lori bað hann nú að hjálpa sér upp aftur. Hann bar hana þá til herbergis síns og þá stuttu stund fann Lori til rrvkillar sælukenndar. Fljótlega kom Aline upp með miðdegismatinn og spurði hvernig henni liði. Lori lét vel yfir sér, brosti og þakkaði henni fyrir góðan mat „Jim segir, að þú hafir ákveðið að gera annað hvort að vera kyrr ellegar selja húsið,'" sagði Aline. „Eftir það sem gerðist í gær, hélt ég, að þú mundir ekki skoða hug þinn um að fara." „Jim hafði aðvarað mig um, að ýms óhöpp gætu gerzt í svona eld- gömlu húsi." „Þú ferð þá ekki mikið eftir aðvörunum. Húsið sjálft hefur aðvarað þig um, að ókunnugir með óvelkomnar hugmyndir eru illa séðir. Húsið þolir ekki ókunnuga." ÞEGAR HÚN VELUR - ER VARAN FRÁ VAL VALS VÖRUR í HVERRI BÚÐ SULTUR SAFTIR ÁVAXTASAFAR TÖMATSÖSA Efnagerðin VALUR Kársnesbraut 124 „Þú. . . þú talar eins og húsið sé lifandi manneskja!" Aline teygði úr sér hálfmóðguð. „Auðvitað hefur það sál, þótt þú skiljir það ekki. Ég hef átt hér heima í meira en sextíu ár, og ég þekki húsið, og húsið þekkir mig. Hafðu mín ráð og komdu þér héðan." Augu hennar gneistuðu, og rómurinn var sárbeittur. Lori hryllti við og þorði naumast að segja neitt við þessa bálreiðu norn. En þó vogaði hún sér að láta út úr sér: „Hvað viltu, að ég geri, Aline?" „Þú skal fara héðan og lofa okkur að bjarga okkur sjálf. Þú erfðir Kensington Manor af því að pabbi var eigingjarn og James bróðir of veikgeðja. Við viljum ekki bannsetta peningana þína og afskiptasemi!" „Er Jim líka svona stemdur?" „Já. Hann er einn af Kensington-ættinni, og ber það með sér. Hann virðir minn vilja og veit, að ég hef alla ævina reynt að viðhalda erfða- venjum ættarinnar." „Geturðu ekki gert eitthvað fyrir Jim, Aline frænka, svo hann geti fundið sjálfan sig og komizt á rétta hillu." „Kallaðu mig ekki frænku. Ég er ekkert skyld þér." „Aline, í guðanna bænum, láttu Jim fara." Aline snéri sér undan. „Þú þekkir ekkert til Jims, og ert öll uppi í skýjunum. Hann veit alveg, hvað hann vill. Hann stendur í þakkarskuld við húsið og fjölskylduna. En hann er ekki maður fyrir þig, og var það ekki heldur fyrir fiðrildið hana Mary. Honum hefur liðið vel undanfarin tvö ár, þangað til þú komst. Ég veit hverskonar stoðar hann þarfnast." „Svo hann verði ámóta handbendi og Frank Adler?" „Frank kemur þér ekkert við, og ekki Jim heldur. Notaðu sjálf pen- ingana, sem pabbi tók frá okkur og gaf stjúpföður þínum. En láttu okkur og þetta heimili í friði." Lori bældi niður í sér gremjuna og sárindin og svaraði: „Ég trúi ekki, að þú segir satt. Og ef ég rýk burt undir eins, má búast við, að þið rotnið úr hatri og eymd." „Ef þú hefur þennan hugsunarhátt, tek ég enga ábyrgð á, hvaða hefnd húsið kann að dæma yfir þig!" þrumaði Aline. Er hún var farin, féll Lori allur ketill í eld. Enginn vafi lék á, að ógn- un var fólgin í aðvörun hennar, og Lori vissi um, að fleiri „slys" fylgdu í kjölfarið, ef hún færi ekki fljótlega af staðnum. Jim var nú hennar eina úrræði. Hún varð að vinna hann á sitt band, skýra honum frá öllu, svo hann snérist gegn Aline. Eitt var henni alveg Ijóst: Hún varð að færa sönnur á, að Ijósakrónan féll af manna völdum. En var það líkt Aline að fórna hinni dýrmætu, gömlu Ijósakrónu? 19. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.