Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 13
þann sjálfsaga, sem okkur finnst stundum vanta á landi hér, og að sjálfsögðu einnig til að efla Heilsuræktina sjálfa. — Og aðsóknin hefur verið með ágætum? — Ég byrjaði með fjórar kon- ur, en talan fór upp í fimm hundruð á einu ári. Nú eru hérna hátt á sjöunda hundrað manns. — Er aðsóknin jafnmikil af hálfu karla og kvenna? - - Nei, því miður. Karlmenn- irnir hjá okkur eru aðeins sex- tíu til sjötíu, en konurnar hátt á sjötta hundrað. Til þessa mis- munar liggja efalaust ýmsar eðlilegar ástæður. Okkur sár- vantar fleiri karlmenn. Þeir lifa skemur en við, en við getum ekki lifað án þeirra. Og einn af -9- Þrír af þjálfurum karlaflokka Ileilsuræktarinnar, Gunnar Torfason, Úlfur Ragnarsson og Stcinar Július- son. okkar ágætu þjálfurum eyðilagði hjá okkur öll sín föt, því að ell- efu sentimetrar fóru af mittinu, en brjóstkassinn breikkaði að sama skapi. En varðandi karlmennina hjá okkur er það athyglisvert að um tíu þeirra eru læknar, en sú stétt manna ætti einmitt öðrum frem- ur að vera dómbær á gildi þess starfs, sem hér er unnið. Lækn- arnir okkar hafa líka veitt okk- ur ómetanlegan stuðning með ráðleggingum læknisfræðilegs eðlis. Til dæmis hafa þeir útbú- ið fyrir okkur eyðublað, sem allir umsækjendur verða að út- fylla, og yfirfara síðan upplýs- ingarnar, sem þannig fást, og skera úr um að hve miklu leyti hlutaðeigandi umsækjandi geti lagt á sig þá áreynslu, sem þjálf- uninni fylgir. Raunar má segja að læknar séu sú stétt, sem sjálf- ir hafi hvað mesta þörf fyrir þá herzlu og þjálfun líkamans og jafnframt þá andlegu sem lík- amlegu slökun eða afslöppun, sem fólgin er í æfingum okkar. i i m f'/ ',/ , ,, , // '//, mm wr-, r Síðustu fimmtán mínútur þjálf- aratímans eru helgaðar slökun eftir erfiða æfingu. Blaðamaður Vikunnar ræðir hér við t hjónin frú Ástu Guðvarðardóttur og Úlf Ragnarsson lækni, og aðra þjálfara. Líf lækna er fullt af streitu og spennu, enda er sagt að þeir séu hvað skammlífastir allra stétta, ásamt leikurum, barþjónum og blaðamönnum. Jóhanna hafði þegar tekið fram að þjálfararnir þjálfuðu alltaf ókeypis, enda er samkvæmt yogareglum bannað að taka greiðslu fyrir fræðslu í þeim eða nokkru, sem þær snertir. -— Ég er ákaflega þakklát fyrir hve þjálfarar Heilsuræktarinnar hafa gott af þessu, sagði Jóhanna. — Þau eru hvert öðru hressilegri, Framhald á bls. 32. 19. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.