Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 14
 m ' : :: : :- ■ '; ' : ; ■ •■: :: ■ . ■■ ’ ,. ' ■ M ,<'í ' WM3M8& æíííiS&ÍÍSSíSíi A. „Snarken“ úti fyrir einni af Suðurhafseyjunum. Verið er að setja björgunarbátinn á flot eftir að hann hefur verið skoðaður. Báturinn „Snarken“ kostaði offjár og gerði Jack London að almennu athlægi. En þótt hann væri væg- ast sagt lífshættulegur til að sigla á, fór Jack í ævin- týralega ferð á honum til Suðurhafseyja — og skemmti sér prýðilega. 4 Jack London var hreykinn eins og barn yfir stefninu á „Snarken“. Hann eyddi offjár í að gera það eins fullkomið og hægt var. En það urðu allt saman tóm svik, því að það stakk sér í báruna í staðinn fyrir að lyfta sér á henni. |Við fyrstu sýn var „Snarken“ laglegasta fleyta. En ef betur var að gáð voru ótal gallar á henni. Jack London eyddi stór- fé í hana, en var svikinn bæði á efni og vinnu. Enginn af skipshöfninni á „Snarken“ gat leyst það verk af hendi, sem hann var ráðinn til. Hér sést Jack sjálfur með sekstantinn, því að skipstjór- inn k-unni ekki á slíkt tæki. Martin Johnson, sem seinna varð frægur Afríku-könnuður, var mat- sveinn á „Snarken“ — þótt hann kynni alls ekki að laga mat. Seinna varð hann vélstjóri og reyndist eini maðurinn, sem einhver dugur var í. Á myndinni stendur hann hægra megin við Jack. -qp- Jack og Charmian skoða sjókort um borð í „Snarken“. 14 VIKAN 19'tbl Kjölurinn að „Snarken“ var ckki lagður fyrr en í júní 190(i, og um það leyti var Jack langt kominn með skáldsögu, sem hann kallaði „Járnhælinn“ og fjallaði um jafnaðarstefnuna. Það var framtíðardraumur, sem ske átti sjö hundruð ár fram i tímanum. Anatole France, sem liafði kallað Jaclc „Karl Marx Ameríku“, skrifaði formála fyrir henni. Jack var j)að alveg Ijóst, að Macmill- an mundi ef til vill neita að gefa „Járnhælinn“ út, að ekkert timarit mundi vilja prenta liann, og vel gæti svo farið, að hann gæti skaðað söluna á öðrum bókum hans, jafnframt þvi að „Snarken“ grynnkaði mjög á bankainn- eign hans. Hann hafði pant- að dýrustu þilfarsborð, sem hann gat fengið, frá Wash- ington; liann liafði látið hyggja fjögur vatnsþétt hólf, svo að „Snarken“ gæti ekki sokkið, hvað mikill leki sem kæmi að lionum; hann liafði pantað dýran sjötíu lietsafla mótor frá New York; hann hafði útvegað sér fyrirmynd- ar akkerisvindu, sem hægt vav að setja í samhand við mótorinn. Hann úthjó sér baðherbergi með alls konar tilfæringum, ventlum, voga- stöngum og dælum til að dæla inn sjó. Hann keypti sér litinn árabát og lítinn, hraðskreiðan vélbát. Stefnið í „Snarken“ kostaði vænan skilding, en engin alda gat skollið yfir það, og honum fannst það vera fallegasta stefni, sem liann hafði nokk- urn tíma séð. Áður en komið var fram í miðjan júní uppgötvaði hann, að hann liafði lagt 10.000 dollara í „Snarken“, og að hann var ekki hálfbú- inn enn. Þessir 10.000 doll- arar voru aleiga lians; því að hann varð að sjá fyrir Flóru og fósturbarni hennar, Jenny gömlu, Bessie og tveim dætr- um hennar, Roscoe Eames og að sumu leyti Ninettu Eames, Charmian og Ed- ward Payne. Auk ])ess liafði hann ráðsmann og marga

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.