Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 15
Unhverfis hnötfimi EFTIR IRVING STONE vinnumenn á Hills Ranch, sem plægðu og plöntuöu, keyptu verkfæri og efnivið. Ritstjórarnir, sem hann hafði skrifað eftirvæntingar- fullur í febrúarmánuði, neit- uðu beiðni hans um fyrir- framgreiðslu á greinunum, sem hann ætlaði að skrifa um ferðina. Hvernig Jack tókst að útvega peninga til að sjá fyrir ættingjum sín- um og starfsfólki og til þess að borga þeim mönnum laun, sem unnu við „Snark- en“, var ráðgáta, sem allir töluðu um. En honum tókst það, án þess að þurfa að hætta við nokkuð af því, sem hann hafði á prjónunum. Hverja stund dagsins skrif- aði hann smásögur, greinar og ritgerðir — allt sem hann gat grætt peninga á. Fyrsta október — daginn, sem liann liafði ákveðið að leggja af stað i ferðina -—- var húið að leggja 15.000 dollara í „Snarken", og enn var liann ekki nema hálfbú- inn. Ef hann ætlaði að halda áfram með bátinn, varð hann að taka lán út á húsið, sem liann hafði keypt handa móð- ur sinni. Jafnframt varð honum ljóst, að honum hafði skjátlazt mjög í að ráða Ros- coe Eames til sin. Eames var þrætugjarn og duglítill. Hann var reikull í ráði og borgaði oft mismunandi verð fyrir sams konar efni, keypti sitt af hverju, sem liann hafði engin not fyrir og borgaði oft og tíðum, án þess að skeyta um, livort vörurnar, sem liann pantaði, væru af- hentar eða ekki. Það bætti ekki úr skák, að „Cosmopolitan Magazine“, sem lagt hafði 1000 dollara i fyrirtækið, birti nú stórar auglýsingar, sem kunngerðu, að það væri þeir, sem ætluðu að senda Jack London i ferðalag umhverfis jörðina á „Snarken“. „Alls staðar gera menn sér að skyldu að græða á mér, af því að þeir lialda, að það sé ekki ég sjálfur, sem kosta ferðina heldur fjár- sterkt tímarit.“ Því var lofað, að „Snark- en“ skyldi vera ferðbúinn fyrsta nóvember, svo fimmt- ánda nóvember og loks fyrsta desemher. I vandræð- um sínum flutti Jack til Oak- land, sendi Roscoe Eames heim til að læra siglingafræði og tólc sjálfur við eftirlitinu með byggingu bátsins. Hann réði fjórtán menn, borgaði þeim há laun og lofaði þeim að auki einum dollar á dag, ef þeir yrðu duglegir. Til þess að geta staðið straum af öllu þessu, varð hann að taka lán út á Hills Ranch. Þrátt fyrir alla þessa peninga, sem hann lagði fram, kom í ljós fimmtánda desember, að „Snarken“ var jafnlangt frá að vera tilbúinn og fyrsta október. Blöðin fóru að birta háð- vísur um seinlæti Jacks Lon- don. „Tlie Womans Home Companion“, sem var móðg- að yfir þvi, að „Cosmopoli- an“ fékk fyrstu greinina um „Snarken", kvartaði yfir því, að hann skyldi ekki komast af stað og lieimtaöi grein um íbúa Kyrrahafseyjanna á meðan Jack var enn í San Francisco. Og vinir hans veðjuðu um, livenær hann mundi komast af stað. Ferð „Snarkens“ var aðal- umræðuefnið manna á milli í Ameríku, og Jack fékk bréf I þúsundatali frá mönnum og konum, sem sárbáðu liann um að lofa sér að koma með. Níutíu og fimm af liverjum hundrað voru fúsir til að gera hvað sem væri og níutíu og níu voru fúsir til að vinna fyrir ekki neitt. „Það voru fjöldi af læknum, skurðlæknum og tannlækn- um, sem buðu sig fram; það voru blaðamenn, herbergis- þjónar, matsveinar, ritarar, verkfræðingar, raffræðingar, uppgjafa skipstjórar, kenn- arar, stúdentar, bændur, hús- mæður, sjómenn og segla- saumarar.“ Það var aðeins einn úr öllum þessum hóp, sem Jaclc gat ekki neitað, ungur strákur frá Kansas, Martin Johnson að nafni, sem skrifaði lionum bréf upp á sjö síður. Jack sendi hon- um skeyti. „Getið þér búið til mat?“ og Martin Johnson svaraði. „Reynið mig“, og útvegaði sér siðan atvinnu við eldliússtörf i grisku veit- ingahúsi til að læra mat- réiðslu. Fyrir nýár var Mar- tin, sem seinna varð frægur Afriku-könnuður, fei’ðbúinn, en „Snarken“ var enn í smíð- um. Af því að Jack hafði það fyrir reglu að borga öllum góð laun, sem unnu hjá hon- um, var launum Martin Johnson bætt við önnur út- gjöld hans. Þó að Jack hefði ekki mikla trú á sjómannshæfi- leikum Roscoe Eames, vildi hann ekki segja honum upp, enda þótt margir reyndir skipstjórar væru i boði, sem ekki kröfðust meiri launa en Roscoe. Jack skeytti heldur ekki um öll þau mörgu til- boð frá reyndum sjómönn- um, sem vildu komast með — fyrir kaup eða kauplaust. I stað þess réð hann til sin aðeins einn mann sem vél- stjóra, ungan stúdent frá Stanford-háskóla, Herbert Stoltz að nafni. Öll áliöfnin var því. Jack sjálfur, Char- mian, Roscoe Eames, Martin Johnson, Herbert Stoltz og japanskur káetudrengur, og af öllum liópnum var Jack sá eini, sem kunni að rifa segl. Móti öllum vonum féllst „Macmillan“ á að gefa út „Járnhælinn“. Þeir báðu Jack aðeins að fella burtu athuga- semd, neðanmáls, sem var heldur óhlíð í garð dómstól- anna, og vafalaust mundi koma honum í fangelsi. Jack svaraði þessu þannig. „Ef þeir dæma mig fyrir skort á virðingu fyrir dómstólunum, þá er mér ánægja í að sitja hálft ár í fangelsi, þvi á meðan gæti ég skrifað tvær bækur og lesið mikið.“ Hann hafði fulla ástæðu til að þrá frið og ró fangels- isins, því að nú var „Snark- en“ farinn að reyna um of á þolinmæðina. 1 febrúar, heilu ári eftir að hann hafði skrif- að ritstjórunum um ferða- áætlun sina, fór „Snarken“ að detta í sundur örara en Framhald á bls. 39. i9. tbi. vnCAN 16

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.