Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 45
Forbes helgar börnunum sínum flesta tíma dags- ins. Þau geta líka oftast flúið til hans, ef þau langar til að tala við hann á kvöld- in. En liann hefir líka áhuga fyrir búrekstrinum og velferð samstarfsmanna sinna. A heimilinu eru tvær bústýrur, tveir stúdentar, bústjóri, garðyrkjumaður og smiður. — Við ákveðum störfin í sameiningu. Þetta er líka heimili þessa fólks, og það verður líka að kunna vel við sig og finna til öryggis. Að lokum segir Peter Forbes: — Við erum ekki að reyna að sanna eitt eða annað. Við höfum einfaldlega áhuga á því að byggja upp þetta samfé- lag, það má jafnvel segja að þetta sé eigingirni. Börnin skapa þægilegt andrúmsloft. Þau hjálpa hvert öðru, og oft finnst þeim að þau hafi ábyrgð á okkur, — þurfi að passa okkur. llétt í þessu kemur Alan þrammandi til Forbes, sting- ur hendmni undir arm hans og horfir á hann aðdáunar- augum. 1 augum Alans er Peter Forbes og Blackerton House eina öryggið . . . Milliþáttur í Mexico Framhald af bls. 17. rispað eftir gönguferðina upp brattann. — Hvað á ég að gera? spurði Júlía. Hann yppti öxlum. Þú verður að bíða hér. Ég ætla svo sannar- lega ekki að skilja flugvélina eftir þarna niðri í gilinu, svo þú getur verið viss um að ég kem aftur. — Það er þó huggun. Hún lagðist aftur og horfði upp í loftið, sem var yrjótt af flugna- driti. - Gaztu sofið? spurði hún. — Já. Það er furðulegt að engin skorkvikindi skuli vera hér. Og hefurðu tekið eftir rúm- fötunum? Þú hrauzt þegar ég skreið upp í rúmið. Ég meina það bókstaflega. Hann þagnaði og horfði á hana. — Þú varst þarna, liggjandi á bakinu og það heyrðist greinilega put-put-put- put frá þessum fögru, mjúku vörum. Ég hefði aldrei getað lát- ið mig dreyma um slíkt. Þú vild- ir ekki einu sinni vakna til að borða. Júlía fann að hún var glor- hungruð. — Fékkst þú að borða? Hvað var það? — Tortilla, og þessar eilífu mexikönsku baunir, frijoles. — Mér finnst þær dásamleg- ar. Uppáhaldsmaturinn minn. Júlía fleygði af sér ábreiðunni og sveiflaði fagurlöguðum fót- leggjunum fram úr rúminu. — Ég ætla á fætur. Mér finnst ég vera í rusli. Hvar eru töskurnar okkar? —• Börnin sóttu þær í gær- kvöldi. Þín er þarna við vegg- inn. Ég fór í hreina skyrtu. Láttu kerlinguna þvo hina. — Ég vona að ég þurfi ekki að bíða hér svo lengi, sagði Júlía og opnaði töskuna. Hún var í buxunum einum og brjóstahald- ara. Hún var grannvaxin og fag- urlega limuð, brjóstin ávöl og stinn. Geoffrey horfði á hana, án nokkurrar ástríðu. — Ég vildi að ég hefði eitthvað að drekka. — Hvernig er flugvélin? —• Ég leit á hana í gærkvöldi, eftir að þú varst fallin í dá. Ég held að það verði hægt að ná henni á loft; vélin virðist vera í lagi, en annar vængurinn er beyglaður. Júlía tók hrein föt upp úr töskunni. — Hvar er baðher- bergið? - Baðherbergi! Ertu eitthvað verri? Það er leirkofi þarna úti, með holu í gólfinu. Ef þú ætlar að þvo þér, verðurðu að ná 1 rigningarvatn úr tunnu á hlað- inu. Múldýrið stóð á hlaðinu. Hnakk- urinn var úr tré og lagður á teppisbút. Móðirin kom frá eld- húsinu. Hún hélt á körfu, sem var sýnilega full af mat og lér- eftsklútur breiddur yfir. Hún rétti bónda sínum körfuna. Hann var í hreinum léreftsfötum. Á höfðinu var hann með barðabreiðan hatt og svarta snúru undir hökuna. Hann hélt á sams konar hatti. Þegar Geof- frey og Júlía komu út, rétti hann honum hattinn. — Hvað á ég að gera við þetta? Ambrosio kom gegnum hliðið og sagði: — Þú verður að hafa hann á höfðinu, senor. Það er nauðsynlegt, sólin er svo heit. — Fjandinn hafi það! sagði Geoffrey. Ambrosio gekk að eldhúsinu. — Komið og fáið ykkur kaffi. Þú verður að borða áður en þú leggur af stað. Hann var í upp- lituðum, bláum buxum einum saman. Ilskórnir voru úr flétt- uðum leðurólum. Hann horfði á Júlíu. — Þú borðaðir engan kvöldmat, senora. Við vonum að þú hafir sofið vel og að þér líði nú betur. Kaffið var sterkt og bragðgott. Það var engin mjólk og sykurinn skófu þau af stöngli. Á miðju borðinu var fullur diskur af maískökum, tortillas. Móðirin setti mjúkan, heimatilbúinn ost á borðið og skál með baunum. Júlía borðaði af beztu lyst. Hún hafði bundið blátt band um ljósa, síða hárið. Hún var í erma- lausum, hvítum kjól, með bláum blómum. Augu hennar voru líka blá, eins og kornblóm, og dökk- ur augnaumbúningurinn var skemmtileg andstæða ljósa hárs- ins. Ambrosio gat ekki haft af henni augun; Júlía varð vör við það og brosti. Hún hugsaði með sér að hann væri óvenjulega glæsilegur piltur. Hver veit, ef Úrval er eina blað sinnar teg- undar hér á landi. Það kemur út mánaðarlega og er hvert hefti 128 blaðsíður og kostar aðeins 50 krónur. Urval býð- ur upp á meira lesmál fyrir minni pening en nokkurt ann- að tímarit. Askrifendur fá rúmlega 1500 blaðsíður á ári — fyrir aðeins 500 krónur. Áskriftarsíminn er 35320. f MAfHEFTINU ERU M.A ÞESSAR GREINAR: Síðasti geirfuglinn Hvað gerðist á Mar/e Celeste? Harmleikurinn í Tíbet Ævintýrið um Grimmsbræður Úrval * ♦ * *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.