Vikan


Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 5
Ég hélt lengi að Josephine Baker væri móðir mín Josephine Baker er nú í söng- ferðalagi ennþá einu sinni, og í þetta sinn, eins og oftar, er það til að afla peninga til uppeldis hinna mörgu fósturbarna hennar. Hún kom til Stokkhólms, og meðal frumsýningargesta voru hjónin Fatirria og hinn ungi Gösta Ekman leikari. — Þegar ég var lítil hélt ég að Josephine væri mamma mín, segir Fatima Ekman, sem er kjördóttir Karls Gerhards, hins þekkta reviukonungs. — Það er ekkert skrítið, segir Josephine, — því að ég hugsaði eins og móðir um hana, þegar ég kom fram með Karl Gerard. Það var meira að segja hvíslað um það að Fatima væri dóttir okkar. Þvílík vitleysa. í raun og veru var móðir Fa- timu dönsk og faðirinn Egypti. Karl Gerard ættleiddi hana þeg- ar hún var fjögra ára, dáði hana til dauðadags, og arfleiddi hana að öllum eigum sínum og hálfri milljón sænskra króna. Hún var komin í líkhúsiö Fyrsta vélin, sem á að sann- prófa hvort látið fólk er í raun og veru látið, hefir verið tekin í notkun í almenningslíkhúsi í Sheffield fyrir nokkru. Þegar það var prófað í fyrsta sinn, kom í ljós að líf leyndist með ungri stúlku, sem hafði verið sögð látin. Stúlkunni, sem var tuttugu og tveggja ára, var samstundis ekið til sjúkrahúss, en lífgunartil- raunir báru ekki árangur. Þessi harmleikur í iíkhúsinu var festur á filmu af mönnum frá BBC, sem viðstaddir voru, þegar vélin, cardioscope, sem kostaði 200 sterlingspund, var tekin í notkun. Viðstaddir voru líka dr. Herbert Pilling, réttar- læknir og meinafræðingurinn dr. Alan Usher. Vélar af þessu tagi eru notað- ar á sjúkrahúsum til hjartarann- sókna. Dr. Pilling segir að það hafi komið ónotalega við þá að svona skyldi fara, þegar vélin var not- uð í fyrsta sinn í líkhúsi. Um dauða stúlkunnar segir hann: — Stúlkan var dáin kliniskum dauða, þegar komið var með hana. Það var ekkert vafamál. En ennþá leyndist með henni líf. Við höfum filmu af því sem vél- in sýndi. Réttarlæknirinn, sem ekki vildi gefa upp nafn stúlk- unnar, sagði: — Það er engin ástæða til að halda að hægt hefði verið að bjarga lífi stúlkunnar. Hann sagði að grunur léki á að hún hefði tekið of mikil svefnlyf, — og, segir hann, — það er einmitt í slíkum tilfellum, sem not er fyrir þessar vélar. # vísur vikunnar Sótt er nú fram til sjós og lands þótt sumir á öllu tapi hugsjónir rætast og hagur manns hækkar að sama skapi. Hrafnistukynið sækir sjó og siglir með dýrar vörur í verstöðvum landsins er vinna nóg og Vodka rekur á fjörur. gmHJpÉggl HH „Snjó“bíll Það er ekki eingöngu á íslandi sem snjóar svo hraustlega að ein- staka bíll fer á kaf. í Svíþjóð gerði mikla snjóa um svipað leyti og „snjóinn mikla“ gerði hér í vetur og það sama skeði í Massa- chusetts í Bandaríkjunum. Fjöl- skylda nokkur, sem býr í ná- grenni við ríkisháskólann í Massachusetts, fór í ferðalag yf- ir eina helgi og skyldi bílinn eft- ir. Þegar þau komu aftur hafði snjóað, hlánað og frosið — og bíllinn leit svona út. Svona á að gera ... Það eru allar líkur á að þessi unga dama verði ekki í vand- ræðum með að verja sig í fram- tíðinni. Svíar eru nú farnir að gera mikið í því að kenna börn- um sínum sjálfsvörn. í tíu íþróttahúsum í Stokkhólmi er hægt að fá tilsögn í Judo. Litla stúlkan hér á myndinni er aðeins sjö ára, en það lítur út fyrir að hún sé búin að ná nokkuð góðum tökum á þessari íþrótt. Pennavinir Guðrún Jónsdóttir og Olína Elísa- bet Jónsdóttir, báðar til heimilis á Stóru-Ávík, Árneshreppi, Stranda- sýslu, vilja gjarnan skrifast á við pilta á aldrinum 20—22 ára og 15— 16 ára. Guðbjörg Friðriksdóttir, Alþýðu- skólanum, Eiðum, S-Múlasýslu, ósk- ar eftir bréfaskiptum við 16—18 ára pilt. Jóna H. Kristmundsdóttir, Al- þýðuskólanum, Eiðum, vill skrifast á við 14—16 ára pilt. 19. tw. VTTCAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.