Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 6
MIDA
PREIMTUIM
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320
Breytt framkoma
stjúpmóður
Kæri Póstur!
Þar sem þú hefur hjálpað svo
mörgum í vandræðum þeirra, þá
bið ég þig að vera svo vænan að
hjálpa einnig mér. Þannig er mál
með vexti að ég missti móður
mína fyrir nokkrum árum. Pabbi
giftist svo aftur í annan kaup-
stað, miög góðri og skemmtilegri
konu. Ég heimsæki þau og börn
þeirra á hverju sumri, og þá
gefur pabbi mér yfirleitt eitt-
hvað. Núna þegar ég var hjá
þeim seinast, varð ég vör við að
konan var orðin svo allt öðru
vísi en venjulega við mig, hún
svaraði mér varla þegar ég yrti
á hana og eitt sinn þegar ég kom
seint heim í mat og gekk fyrst
inn í herbergi áður en ég tók
til matar míns, þá kom hún á
eftir mér og spurði með þjósti:
„Ætlarðu ekki að éta,“ en venju
leea hefur hún sagt: „Gjörðu svo
vel að borða, vina.“ Seinasta
morguninn sem ég var þarna
vaknaði ég óvenju snemma og
heyrði þá að þau voru að rífast
og skildist mér það vera út af
mér. Svo sagði pabbi setningu
sem fullvissaði mig um það. Það
var greinilegt að konunni var
síður en svo vel við mig. Ég fór
svo sama dag, en get ekki hætt
að hugsa um það, hvers vegna
henni er illa við mig; ég veit
ekki til þess að ég hafi nokkuð
eert á hluta hennar. Ég hef
kepp7.t við að nota alla mína
kurteisi oe stimamýkt, svo að ég
skil þetta ekki. Ja, nema það sé
veena þess að ég hjálpaði ekki
dætrum hennar tveim að þvo
upp í fjögur skipti (ég tek það
fram að mér hefur ekki verið
ætlað það verk að hjálpa þeim
að þvo úpp). Hjálpaðu mér nú,
góði Póstur. Eg vil eklci láta
nabba vita að ég hafi heyrt þetta
því hann var alltaf að líta inn í
herberpi til mín þennan morgun,
til að vita hvort ég væri vakandi,
en ég lézt alltaf sofa. Ef ég kem
ekki næsta sumar veit pabbi að
ée hef heyrt þetta og honum
bvkir mjög vænt um börnin sín
hér, svo og fjölskyldu sína á
hinum staðnum, svo að ég vil
ekki særa hann. Svo get ég ekki
farið bangað aftur, því að ég get
ómöguleea verið nálægt fólki,
sem ég veit að er ekkert of vel
við mig. Ef ég færi aftur til
þeirra, mundi það aðeins stofna
til meiri rifrilda og það vil ég
alls ekki, því að pabbi er ekkert
styrkur á taugum og þessi kona
hefur reynzt honum mjög vel.
Nú veit pabbi ekki hvorri okkar
hann á að gera til hæfis og ég
veit ekki heldur hvað ég á að
gera, við erum bæði milli steins
og sleggju! Góði Póstur, ég þarf
svo á hjálp að halda, hvað á ég
að gera? Svaraðu mér nú fljótt
og vel og án útúrsnúninga. Svo
þakka ég fyrir allt gott í Vikunni
og það vonda líka, og svo fyrir-
fram fyrir birtinguna.
Þrettán ára vandræðabarn.
Að svo komnu máli virðist frá-
Ieitt að þú heimsækir föður þinn
og stjúpu í sumar, enda telur þú
það raunar sjálf óhugsandi.
Ástæðulaust er fyrir þig að láta
pabba þinn vita nokkuð af því
að þú hafir heyrt samtal þeirra
hjóna um þig, en gangi hann
hart eftir að þú gefir ástæðu
fyrir niðurfellingu heimsóknar-
innar kæmi til greina að þú
segðir sem svo, að þú hefðir orð-
ið vör við vaxandi kulda í þinn
garð af hálfu konu hans, án þess
að tilgreina nokkurt sérstakt til-
felli. En bezt væri að þú gætir
fundið upp einhverja tylliástæðu
fyrir þvi að sleppa heimsókninni.
Þaff er augljóst, eins og þú
segir, að stjúpmóðurinni er ekki
sérlega hlýtt til þín, og geta auð-
vitað margar ástæður legið til
þess að það kom fram í þetta
sinn, til dæmis aff hennar eigin
taugar hafi verið í einhverju
ólavi. eins og hendir hjá mörg-
um. En meðan þú hefur ástæðu
til að ætla að hún stilli ekki skap
sitt betur er engum til góðs að
þú lialdir áfram að heimsækja
þau hjón.
Knésetjan hans
Kæri Póstur!
Eg þakka þér fyrir allt gam-
alt, nýtt og gott. Vandamál mitt,
því það ku vera vandamál sem
þið leysið úr, er að knésetjan
mín vill alls ekki gegna mér,
hvernig sem ég reyni að biðja
hana með góðu. Ég hef reynt að
skamma hana, en það dugar ekki
heldur. Þó getur hún verið af-
skaplega dugleg ef hún er á þeim
buxunum (þær eru núna bláar).
Ekkert þýðir að ógna henni. —
Þetta vandamál heldur fyrir mér
vöku dag og nótt og leggst svo
þungt á mína sálu að ég get ekki
sinnt mínum eigin störfum eins
og skyldi. — Hvernig fara sam-
an kvenhrútur og meyjarmaður
í hjúskap, og vatnsberi og vatns-
beri.
Hvernig er uppsetning, réttrit-
un og skrift? — Með fyrirfram
þökk fyrir greinagóð svör.
Þrælahaldari.
6 VIKAN
28. tbl.