Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 13
-A- María Ragnarsdóttir stjórnar Tízkuþjónust-
unni.
er Iiér enn. Sú reynsla, sem ég öðlaðist
erlendis, var mér ákaflega dýrmæt, og
mér finnst það vel þess virði fyrir áðra
að reyna það.
— I rauninni lærir maður ákaflega
lítið í þessum skólum, annað en undir-
stöðuatriðin. Svo þegar maður kemur
út í sjálft starfið, þarf að fara að keppa
við önnur módel, þá lærir maður, og
ekki hvað minnst af þeim sem maður er
að keppa við. Þá eru kröfurnar erlendis
svo margfalt meiri, að vísu hef ég ekkert
nema Norðurlöndin til að bera saman
við, en hér er fólk almennt ekki farið að
gera sér grein fyrir bví hvað tízkusýn-
ing er. Það er ekki litið á þetta, yfirleitt,
sem auglýsingu, heldur sem skemmti-
atriði.
— Ef ég mætti ráða þá yrðu tízku-
sýningar að kvöldi til, og þá á dans-
leikjum, útilokaðar. Tízkusýningar eiga
að vera á eftirmiðdögum, gjarnan sunnu-
dögum, og þá kemur fólk til að horfa á
nýjustu tízkuna í það og það skiptið,
en ekki til að drekka og horfa á skemmti-
atriði sem fara fyrir ofan garð og neðan
hjá fjöldanum.
— En það kostar töluvert að vera
módel, miðað við þau laun sem við höf-
um. Fyrir hverja sýningu fáum við 1100
krónur, og þegar við erum búnar að
borga það sem við þurfum að borga,
hárgreiðslu, leigubíl fram og aftur og
oft á tíðum sokkabuxur — jafnvel skó
— þá er ekki svo ýkja mikið eftir. Og
UID EIGIim DB SELJD ÞDÐ
sim um súnum
„stofnkostnaður“, ef svo má segja, er
mikill, því við þurfum að eiga gott skó-
„safn“ og svo verðum við hreinlega að
vera vel klæddar og fylgjast vel með
því sem er að ske í tízkuheiminum. Það
er ætlast til þess af okkur og við gerum
það ósjálfrátt sjálfar líka.
— Við eruin ekki í góðri aðstöðu til
að fara fram á kauphækkun, því það er
jú geysilega dýrt fyrir framleiðendur og
kaupmenn að ráða módel til að sýna fyr-
ir sig. Ekki það að þeim finnist of mik-
ið að borga hverri stúlku 1100 krónur
fyrir sína vinnu, heldur að það er dýrt
að ráða fimm eða sex stúlkur til að sýna,
en þeir komast tæplega af með minna.
En sem betur fer eru framleiðendur
alltaf að gera sér betur og betur grein
-V- Þessi þrjú eru að æfa stellingar.
12 VIIvAN 28 tbl-
fyrir því hversu gífurleg auglýsing það
er fyrir þá að sjá vöruna á lifandi mann-
eskju í stað þess að nota dautt herðatré.
Annað sem ég gleymdi í sambandi við
stofnkostnaðinn, er að við þyrftum lika
að eiga að minnsta kosti eina hárkollu
og' einn topp. Við verðum að geta sýnt
hvað sem er — og alltaf verður það að
fara okkur jafn-glæsilega, sem að vísu
er allt mátað og atlmgað áður en við
sýnum.
María hefur verið að leiðbeina stúlk-
unum — og herrunum — á meðan lnin
hefur talað við okkur; ein þarf að ganga
María litla Jóhannsdóttir er ekkert feimin t
og vekur alltaf kátínu, þegar hún æfir sig.
Kolbrún Sveinsdóttir er ein af sýningarstúlk- |
unum.
hægar, önnur hraðar og þar fram eftir
götunum. Uti í horni er glymskratti og
þau sem bíða dilla sér rólega i takt við
músikina,
Hér á landi eru starfandi tvenn sam-
tök, auk 'rízkubjónustunnar eru til
„Módelsamtökin“, sem er stjórnað af
Pálínu Jónnnmdsdóttur. Það kann að
virðast einkennilegt að hér séu starfandi
tvenn samtök, með meira en 60 módel-
um, íyrir ekki stærri markað en þann
sem hér er um að ræða. María er ekki
á sama máli:
Ég held að það skapi heilbrigða sam-
keppni, sem ég tel nauðsynlega. Við höf-
um að vísu eitthverja samvinnu, við
höfum sama verð á okkar sýningum, en
það er líka allt og sumt. Jú, sennilega
gætu bæði við og Módelsamtökin hækk-
að verðið, en þá veit ég ekki hvað fram-
leiðendur gerðu. Sennilegast þykir mér
að þeir myndu einfaldlega labba út á
götu og fá einhverjar lmggulegar stúlk-
ur til að sýna fyrir sig.
— Ástæðan fvrir því að hér eru tvenn
samtök starfandi er einfakllega sú, að
þegar Módelsamtökin voru stofnuð fyr-
ir nokkrum árum hafði ég ekki áhuga á
að vera með. Svo datt mér það í hug i
fyrra að ég ætti að byrja með eigin
samtök, svo ég gerði það. Þetta er ekk-
ert annað en tómstundastarf — það lifir.
enginn á því á íslandi að vera módel.
Fengjum við 1100 krónur nettó, myndi
þetta borga sig fjárhagslega, en við lít-
um ekki á þetta frá fjárhagslegu sjónar-
miði.
Framhald á bls. 45.
Ásta Benny Hjaltadóttir og Heiðar Jónsson
stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann.
28. tbi. VIKAN 13