Vikan


Vikan - 09.07.1970, Síða 15

Vikan - 09.07.1970, Síða 15
Legstaðir þeirra Tals og Gerekens, sem báðir voru nemendur í Lycée Faidherbe í Lille. sem vekur óvenjumikla athygli," sagði hann. „Eitthvað sem tekið er eftir, eins og stórt bál . . ." Fáum dögum síðar lét hann klippa hár sitt. „Eg læt það ekki vaxa aft- ur, fyrr en Bíöfrustríðið hefur verið stöðvað," lýsti hann yfir. En hann lét ekki þar við sitja. Hann vildi gera eitthvað, sem kæmi umhverfinu til að hrökkva ónotalega við, svo að það hrykki upp úr sljóleika sínum fyrir ranglæti og þjáningu. Undir kolbrunnu likinu fannst blá skrifbók. „Ég frem sjálfsmorð fyrir málstað Bíöfru, ég get ekkert gagn gert ann- að," stóð þar skrifað. „Guð hlýtur að fyrirgefa mér fyrst ég geri þetta fyrir málstað, sem svo margir aðrir hafa látið lífið fyrir, prestar og læknar sem til landsins hafa farið." I bókinni voru ennfremur kveðju- orð til foreldra, ættingja og vina, og bað Regis þetta fólk að líta með skilningi á gerð sína. Anarkismi er nokkuð ofarlega á baugi meðal skólaæskunnar víða um heim um þessar mundir, þar á með- al í Lille. Sá trúaði og sannheiðar- legi kaþólikki sem Regis var sá ástæðu til að andæfa þeim I þessu kveðjuávarpi sínu: „Anarkistar! Tak- ið sinnaskiptum og gefið ykkur að kenningum kristindómsins. Þið eruð á rangri braut!" Avarpinu lauk með þessum orðum: „Mætti dauði minn koma að einhverju gagni." Dauði hans vakti mikla athygli víða um heim, en áhrifin voru allt önnur en Regis hafði ætlast til. Þessi örvæntingarfulla og ábyggilega heiðarlega tilraun hans til að stöðva Bíöfruglæpinn kom að engu haldi; wMmmm MmSgMmMlm wmm uM. mmm H I glæpamennirnir þar héldu illvirkjum sínum áfram eins og ekkert hefði í skorist og fengu sínu framgengt. Hinsvegar tók hitt og þetta ungt fólk nú upp á því að brenna sig líkt og Regis hafði gert, þótt því gengi allt annað til. Sálfræðingum kom þetta ekki á óvart: kraftur fordæm- isins er sterkur og stundum er engu líkara. en óhugnanleiki þess auki þann kraft fremur en hið gagnstæða Þremur dögum síðar fuðraði ann- ar lifandi kyndill upp í skólagarðin- um í Lille. Þar var um að ræða skóla- bróður Regisar, Robert Gerekens sem hafði verið meðal áhorfenda að bálför hans. Nærstöddum skóla- félögum tókst að slökkva logana, en of seint. Tveimur klukkustundum síð- ar dó Robert Gerekens í næsta sjúkrahúsi. Hann lét eftir sig ávarp, sem var einskonar trúarjátning. Hann virðist hafa verið miklu barnalegri og ó- þroskaðri en Regis; ávarpið var ruglingslegt, og fjallaði um lífið, ástina, dauðann og heiminn yfirleitt. Og það var mengað þunglyndi og meðal annars stóð þar, að erfitt væri núorðið að trúa á Guð. En ekki var hægt að sjá að Gere- kens hefði brennt sig ! mótmæla- skvni við stríð eða annað heimsböl, líkt og fyrirrennari hans, og enn síð- ur átti það við níu aðra unga Frakka, sem næstu mánuðina leituðu dauð- ans á sama hátt. Þeir voru: Gilbert Fages, tvítugur bílvirki. Hann kveikti f sér úti á vfnakri al- einn, hafandi ekki á sér annað laus- legt en biblíu, sem brann líka. Hann var enda trúaður kaþólikki eins og Tal, en ekki lét hann eftir sig neinn boðskao til skýringar. Ættingjum hans oa vinum er þetta tiltæki hans alaer gáta. Jean-Pierre Fantin, seytján ára slátraralærlingur, sem vætti siq í bensíni, er hann hafði keypt á bif- hjólið sitt, og kveikti svo í sér. Þetta gerðist í Metz. Nærstaddir vegfar- „Það er erfitt að trúa á Guð,“ sagði Robert Gerekens, sem horfði á bál- för Regisar Tal og gerði siðan slíkt hið sama. endur slökktu í drengnum með þvf að velta honum upp úr snjó, en hann dó skömmu síðar á sjúkrahúsi. Hann lét ekki heldur eftir neina skýringu á verknaði sínum. Didier Laval, tuttugu og fimm ára gamall verkamaður. Hann framdi sjálfsmorð sitt í einrúmi, í grunni húss sem verið var að grafa fyrir. Hann hafði verið í gleðskap með fé- lögum sfnum rétt áður og drukkið talsvert. Engin skýring hefur fengist á sjálfsmorði hans. Albert Rousseau, tvítugur opinber starfsmaður, sem kveikti í sér f slát- urhúsi f Lens. „Ég held þetta helvíti ekki út lengur," voru hans síðustu orð. Aðra skýringu gaf hann ekki, og sjálfsmorð hans kom ekki síður á óvart en hinna. Hann hafði virzt ein- staklega prúður og skyldurækinn ungur maður, og var fyrirvinna móður sinnar fátækrar og níu syst- kina. Caroline Schulz, seytján ára skóla- stúlka. Hún steyptist eins og brenn- andi kyndill niður af þriðju hæð einkaskóla eins f París; hafði gegn- vætt föt sín í bensíni og kveikt í áður en hún stökk. Trúlegt þykir að Framhald á bls. 44 28. tw. yiKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.