Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 18
DREKAEÐLURNAR
LFANDl STEINGERVNGAR
Steingervingar eru sem kunnugt er
leifar dýra, sem nú eru löngu útdauð.
Víða um heim hafa fundizt lilutar úr
beinum, einstök hein og jafnvel lieilar
beinagrindur dýra, sem lifðu hér á jörð-
inni fyrr á öldum. Feril þessara dýra
geta vísindamenn nú rakið i jarðlögum
allt að tvö hundruð milljón ár aftur í
tímann. Víða á söfnum erlendis getur
að líta beinagrindur þessara dýra og
Iirikaleg stærð þeirra vekur strax at-
hygli. Stærstu risaeðlurnar voru tugir
tonna að þyngd og liæð þeirra varla
minni en 10—15 metrar. Þessar risa-
eðlur töldust allar til skriðdýranna og
þótt krókódilar og slöngur þyki flest-
um nógu stór, þá er stærð þeirra aðeins
lítilræði í samanburði við jæssa forfeð-
ur þeirra.
Lengi vel var álitið, að jiessi dýr væru
með öllu útdauð, en öðru hverju í seinni
tíð, hefur komið í ljós, einkum á af-
skekktum stöðum, að þau eru enn til,
j)ótt stærð þeirra sé ekki hin sama og
áður var. Og til eru þeir, sem vilja álíta,
að skrímslin, sem menn þjdvjast verða
varir við í vötnum um allan heim, séu
að öllum líkindum lifandi eftirlegu-
kindur frá tímum hinna risavöxnu
skriðdýra fornaldarinnar.
Einna merkust hinna lifandi stein-
gervinga er drekaeðlan á eyjunni Ko-
modo, sem er smáeyja í eyjakeðju
Það er tilkomumikil sjón að sjá drekaeðlu eta hræ. Hún slítur stór kjötstykki af beinunum og á augabragði hverfa þau ótuggin niður í maga hennar.
18 VIKAN 28- tbl-