Vikan


Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 22

Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 22
Jfytnmx keíjsarnlega tígn Spennandi fpamhaidssaoa eftir Huon M. Kritz 12. tiluti Taaffe greifi forsaetisráðherra var stór maður, með hátt enni og nístandi skörp augu. Ilann sat við gríðarstórt skrifborð sitt og barði í borðplötuna með fingrunum. Hann var skuggalegur á svipinn. Sitt hvorum megin við skrifborðið sátu yfirhirðmeistarinn, Hohenlohe fursti og mar- skálkurinn, Albrecht erkihertogi. Þessir þrír menn voru valdamestir í ríkinu. Þeir litu allir hörkulega á Fabbri barón, þegar hann kom inn. Eins og rannsóknardómarar, hugsaði bar- óninn með sér. En hann var ánægður með sjálfan sig, full- viss um að hann hafði staðið vel í stöðu sinni. Hann hneigði sig djúpt, þrisvar sinnum og nefndi nöfn allra herramannanna. Þeir brugðu ekki svip. — Fabbri barón, sagði forsætisráðherrann með kuldalegri rödd. — Þér hafið fengið það hlutverk að vaka yfir Jóhanni Salvator erkihertoga. Hvað hefir hann haft fyrir stafni að undanförnu? Fabbri leit í kringum sig eftir stól, en þegar enginn bauð honum sæti, stóð hann. — Erkihertoginn hefir unnið að ballett í sam- ráði við ítalskan ballettmeistara, sem heitir .. — Við vitum það, þér hafið gefið um það skýrslu, tók yfirhirðmeistarinn fram í fyrir honum. — Hvað hefir hann gert annað? Hvaða sambönd hefir hann haft? Fabbri varð órólegur. Sambönd? Hver gat vitað um sambönd, sem jafnvel leyniþjón- ustan hafði ekki heyrt getið um? — Ég er einmitt nú að reyna að komast til botns í því, sagði hann. — Ég mun geta gefið skýrslu um það á morgun. — Jæja, strax á morgun! Albrecht erki- hertogi skellti lófanum á borðið. — Að hugsa sér það, á morgun! Þér vitið þá ekkert í dag? — Jú, yðar hágöfgi, sagði Fabbri fljótt. — Tveir rússneskir njósnarar hafa látið lífið á dularfullan hátt. En ég hef ekki gefið skýrslu um það ennþá, vegna ... Lengra komst hann ekki. Rödd forsætis- ráðherrann var eins og ískaldur norðanvind- ur. — Við höfum engan áhuga á rússneskum njósnum, Fabbri! Við höfum áhuga á Búlgar- íu! Eingöngu á Búlgaríu! — Búlgariu? Fabbri varð mállaus og leit frá einum þeirra á annan. — Búlgaríu, ég skil ekki hvað þér eigið við... Yfirhirðmeistarinn stökk upp í loftið, eins og raketta. — Ekki minnstu hugmynd! Hann veit ekki neitt! Einn einasti blaðamaður veit meira en sjálfur foringi leynilögreglunnar, þessi frægi öryggisvörður landsins! — Algerlega óhæfur til sinnar stöðu! öskr- aði garr.li marskálkurinn. Fabbri var orðinn náfölur. Hann herpti saman varirnar. Aldrei hafði honum verið borið slíkt á brýn. Auðmýkingin skein úr smáum augum hans. — Leyfist mér að biðja um skýringu, yð- ar hágöfgi? — Skýring er það sem við krefjumst af yður! þrumaði forsætisráðherrann. — Jó- hann Salvator erkihertogi hefir með leynd verið að semja um að setjast í búlgarska há- sætið, án vitundar keisarans og ríkisstjórnar- innar! Við fengum vitneskju um það frá New York. Það stendur með risabókstöfum í „Her- ald“: Undirróður Habsburgar-fjölskyldunnar á Balkanskaga. Skiljið þér hvað þetta þýðir? Skiljið þér hvílíku hneyksli þér hafið valdið með hirðuleysi yðar? Austurríki verður sakað um að reyna að ná Búlgaríu undir austurrísk yfirráð. Serbía álítur sig í hættu. Rússland þeytir herlúður og Vesturveldin ásaka Austurríki um að stofna friðinum á Balkanskaga í hættu og kenna það Habsburgurum, — í sem fæstum orðum, ástandið verður öfugt við það sem Austurríki hefir verið að vinna að og það er að fá tiltrú á Balkan. Fabbri sá þetta, sér til skelfingar. Hann var alv.eg ruglaður. Honum var það algerlega ó- skiljanlegt hvernig erkihertoginn hafði kom- izt í samband við Búlgari. — Hann hefir ver- ið undir stöðugu eftrliti, og hefir ekki skipt sér af öðru en að semja balletttónlist. Fabbri var rámur. Það gæti hugsast að þessi maður, sem lét líta þannig út að hann væri stjórn- andi ballettflokks, væri búlgarskur útsendari. Þá réðust þeir að honum. — Hvað? Hvernig? Gæti hugsazt? — Það hlýtur yfirmaður leyniþjónustunn- ar að vita! Vita, ekki geta sér til! — Og eftir á! Nú er það of seint! — Og þetta er ekki allt, hvæsti Taaffe. —- Liðsforingjar, sem eru hlyntir Rússum, eiga að gera uppreisn, mótmæla því að setja Jó- hann Salvator í hásætið og setja þess í stað rússneskan prins frá Georgíu. — Rússa! öskraði marskálkurinn. — Rússa! Einmitt það sem við vildum reyna að koma í veg fyrir í Búlgaríu. Og við getum ekki einu sinni mótmælt þessu, vegna þess að við erum búnir að verða okkur til skammar. — .Tá, það má nú segja, sagði yfirhirð- meistarinn og æddi fram og aftur. — Ég veit ekki hvernig ég á að segja Hans Hátign frá þessu. Það er aftur þessi Jóhann Salvator. Keisarinn var búinn að yfirlýsa að hann vildi ekki heyra hann nefndan á nafn. En það verður að segja keisaranum þetta! Nú var farið að renna upp ljós fyrir Fabbri. Nú skildi hann hversvegna Golowin hafði komið til Vínar. Erkihertoginn hafði verið lokkaður í gildru ... — Ég fer fram á að fá leyfi til að tala um rússnesku njósnarana, sagði hann og reyndi að halda virðugleik sínum. — Það er sam- band þarna á milli. . . Hann gaf nú skýrslu um það sem hann hafði komizt að. Um dauða Galatz baróns- frúar og það sem hafði skeð við veitingahús- ið í skóginum. Það var greinilegt að baróns- frúin hafði komið þessu öllu af stað, en svo fengið bakþanka og ætlað að vara Milly Stu- bel við. Þessvegna var hún myrt og sömu örlög átti Milly Stubel greinilega að fá, til að erkihertoginn kæmist ekki að hinu rétta og færi til Sofiu, án þess að gruna nokkuð. Það var furðulegt hve fljótur Fabbri var að hugsa, en von hans um að milda þessa þrjá voldugustu menn ríkisins varð að engu. Þvert á móti. Þeir voru skelfingu lostnir. — Og það líka! andvarpaði yfirhirðmeist- arinn. — Sóðaleg morðsaga og Milly Stubel í aðalhlutverki! Forsætisráðherrann yfirlýsti, með skjálf- andi rödd, að málið liti nú öðru vísi út. - Þetta hefir ekki eingöngu með stjórnmálið á Balk- an að gera, herrar mínir, þetta er Balkan! Skuggalegasta Balkan, hér í miðri Vínar- borg! Fréttist þetta út um heiminn, erum við 22 VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.