Vikan


Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 24

Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 24
Allir eru sammála um aö eitthvað þurfi aö gera fyrir Indíánanna í Brasilíu. En eins og oftast áður, er spurningin hvernig eigi að gera það. í frumskóginum lifa þeir eins og steinaldar- menn. Er hægt að þröngva upp á þessa ættflokka lífsvenjum, sem við köllum „menningu" og höfum verið að þróa í þúsundir ára? Þeir kvcðja stcinaldar* mcnniiigiiiia Joan og Edward Jackson ætluðu sér að eiga mjög „óvenjulega“ hveitibrauðs- daga, þegar þau ákváðu að fara til evjar- innar Bananal fyrir utan strendur Bras- ilíu, en sú sjón, sem mætti augum Joan, þegar hún gekk inn í borðsal hótelsins, var einum um of „óvenjuleg“. IIún sneri sér snögglega \’ið og æddi fram í forsalinn: — Borðsalurinn er fullur af nöktum karlmönnum! hrópaði hún og kallaði á dyravörðinn. — Þeir eru ofboðslegir! Dyravörðurinn ldó. — Þeir eru ekkert hættulegir, þetta eru hótelgestir, frú Jackson. Mér þykir leiðinlegt að ég skildi ekki segja yður þetta, svo það kæmi yður ekki á óvart. A morgun hefst hér fundur Indíána, og til hans koma fulltrúar frá mörgum ættflokkum í Mato Grosso og Amazonfrumskóginum. Bræðurnir Vilas- Boas eru verndarar þeirra og hafa boðið nokkrum þeirra til kvöldverðar. — En eruð þér alveg hárviss um að þeir séu ekki hættulegir, að þeir geri okk- ur ekki neitt? spurði Joan Jackson, skelf- ingu lostin. — Þér getið verið alveg viss um það, frú. Þessir herrar úr frumskóginum eru að visu nokkuð fáklæddir og ég viður- kenni að andlitsfarði þeirra er nokkuð óvenjulegur, en þeir eru bæði elskulegir og háttvísir. . . . eins og aðrir gestir hót- elsins. Hvað bíður hans í framtíðinni? Hann ber merki uppruna síns. Eins og ættmenn hans, hefur hann tréplötu í neðri vörinni. Eins og ættmenn hans, lifir hann að hætti steinaldarmanna. Hvort verður erfið- ara í framtíðinni — að lifa sem steinaldarmaður, eða að semja sig að háttum menningarþjóðfélaga? Ileimili þeirra er í 2000 kílómetra fjarlægð í frum- skóginum. Hvað skyldu Kairá og Tairi hugsa um æ'ðislega umferðina á götum Ríó de Janeiro? STÖKK ÍNN.Í MENNINGUNA. Við kalda borðið stóð hópur af þolin- móðum Indíánum í biðröð, allir málaðir stríðsmálningu og með lendaklæði eitt fata; biðu eftir því að þjónarnir fvlltu diska þeirra af gómsætum réttum. Nokkrir voru búnir að fá sinn skammt og sátu við hrokafulla diska. Þeir virt- uzt vera í nokkrum vandræðum, með þaö hvernig þeir áttu að ráðast á þennan furðulega mat, en það voru þrír menn, sem gengu á milli þeirra og kenndu þess- um skjólstæðingum sínum að nota hnífa- pör. Meðal þeirra, sem voru komnir upp á lagið, var einn sannarlega hrollvekj- andi. Ilann var auðvitað málaður, eftir öllum kúnstarinnar reglum, og virtizt mjög hrifinn. af því sem var sérréttur hótelsins; melóna fyllt með skinku. En hvernig hann fór að koma þessu upp í sig, var eiginlega ráðgáta, því að hann var með kringlótta tréplötu í neðri vör- inni. Platan er (i cm. í díameter og virt- izt gróin föst, en þetta leit ekki út fyrir að há honum nokkurn skapaðan hlut. Þannig á að nota hnífapör. Vilas-Boas kennir einum vini sínum að nota hnífapör.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.